Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 17.10.1969, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 17.10.1969, Blaðsíða 2
:»;rottx« ? iþrottir iþbottir ij>h,o r S&tinu í fyrstll deildinni Tvírcenningskeppni BÁ hálfnuð Unnu Breiðab'lik naumlega í öðrum aukaleik ÞAÐ 'vai' ekki afgangur af því- að. fyrstudeildarliÖ ÍBA sigraði annarardeildarlið. Breiðabliks í baráttuleiknum um 8. sætið í fyrstu deildinni næsta ár. Gangur leiksins, í stuttu máli: Straz á fyrstu mínútu komust sóknarmenn Breiðaþliks inn fyr ir vörn. Akureyringanna og skoruðu með þrumuskoti sem Samúel átti ekki tök á að verja, svo fast var skotið. Það var ekki fyrr en á 26. mín., sem Akureyring tekst að jafna, eftir nokkur skemmtileg upphlaup á báða bóga. Sævar gefur vel fyrir markið, en mark vörðurinn hleypur út ,á vitlausu andartaki, missir boltann yfir sig og Eyjólfur, skallar boltann fallega í netið. 2 mín. síðar bætir Breiða- blik öðr.u marki sínu við, kom það upp úr hornspyrnu sem var fallega útfærð og skallað viðr- stöðulaust í netið,. og þannig endar fyrri hálfleikur. Aðeins vor.u Jiðnar um 3 mín. af síðari hálfleik er Magnús skorar annað mark. Akureyring anna með. þrumu skoti eftir góða hornspyrnu. Á 6. mín. skoraði Breiðablik hálfgert sjálfsmark er varnar- maður þeirra nær að skalla hörku langskot frá Valsteini, en ekki fer varnarmanninum þetta verk betur en svo að boltinn fer aftur fyrir hann og einnig yfir Loga markvörð, sem er á ferð út úr markinu, og hafnar boltinn því í netinu. Ekki urðu mörkin fleiri í þess um leik sem var oft á tíðum skemmtilegur og spennandi. Ekki virðist þó séð fyrir end- an ,á .máli þessu, þyí BrieSablik hefur, nú kært þennan leik og byggir kæruna á því atriði að úrslitaleikur sem þessi eigi að fara fram á „hlutlausum" velli, en hann fór fram hér á Akur- eyri. Þó má telja harla ólíklegt að, kæra.. þessj.. verði tekin til, greina, því það væri sama og að. sparka verkum niðurröðunar- nefndar í ruslakörfuna. Siglfirzkir bridge-menn í heimsókn á Akureyri ÞÓR Norðurlandsmeisf arar 1969 Þótt enn ,sé eftir að leika eiiui leik í mótinu Þór Norðuriandsmeistarar ADEINS er nú eftir að leika einn leik í Norðurlandsmótinu í knattspyrnu, og er það leikur KA og Ólafsfirðinga í mfl. sem fram á að fara í Ólafsfirði, en leikur þessi hefur dregizt á lang inn vegna þess að snjór og vatn hafa legið yfir vellinum til skiptis. Má með sannisegja að Þór hafi haft þó nokkra yfirburði í móti þessu, þar sem þeir hafa sigrað í öllum flokkum að und- an skildum 4. fl., en þar sigraði KA. Meistaraflokkur Þórs hefur ekki tapað neinum leik í mót- inu, en hins vegar gert eitt jafn tefli við Völsunga frá Húsavík í hörkuspennandi leik liðanna hér á Akureyri sl. sunnudag. Úrslit í mfl. eru því þessi: Norðurlandsmeistarar Þór með 11 stig af 12 mögulegum, númer työ KA með 6 stig og einum Firmakeppni í handknaftleik N.K. LAUGARDAG hefst firma keppni í handknattleik í íþrótta skemmunni, tíu lið taka þátt í keppninni. Fyrirkomulag keppn innar er þannig, að það lið er tapar tveim leikjum fellur úr keppni. Á laugardag verða leikn ir átta leikir, og verður þar ef- laust um jafna og tvísýna keppni að ræða. Á sunnudag fara svo fram úrslit milli þeirra liða sem eftir verða. Keppni báða dagana hefst kl. 1.30 e. h. Keppt er um glæsileg verð- laun og sjást þau hér á mynd- inni. Verðlaunin eru gefin af Samvinnutryggingum. - Ágætur aðalfundur AlþýðufL á Húsavík (Framhald af blaðsíðu 8). lega á erfiða,n fjárhag Alþýðu- mannsins, en það mál mun verða eitt af þeim mörgu, er mun kpma til umræðu á kjör- dæmisráðsfundi jafnaðai-manna er haldinn verður á Akureyri dagana 25.—26'. þ. m. Fyrir hönd okkar Akureyring anna vill núverandi ritstjóri AM þakka jafnaðarmönnum á Húsavík fyrir innilegar móttök- ur og rausnarlegar veitingar. Ég kom á aðalfund þeirra aðeins sem hlustandi — og mér var það vissulega gleðiefni að jafn- aðarmenn á Húsavík munu eigi skirrast við að fylkja sér í fram varðarsveit til sóknar lýðræðis- sósíalisma á íslandi. leik ólokið, Völsungar urðu númer þrjú með 5 stig. Lestina reka svo Ólafsfirðingar, hafa ekkert stig hlotið, en eiga ein- um leik ólokið. TVÍMENNINGSKEPPNI stend ur nú yfir hjá Bridgefélagi Ak- ureyrar, lokið er tveimur um- ferðum, en alls eru spilaðar fjórar. Spilað er í tveim 16 para riðlum. — Röð efstu manna er þessi: stig 1. Ragnar — Hörður 503 2. Guðm. — Haraldur 500 3. Dísa — Rósa 479 4. Mikael — Sigurbjörn 478 5. Ármann — Halldór 469 6. Gunnlaugur — Magnús 469 7. Davíð — Grétar 452 8. Pétur — Sigurður Óli 443 9. Frímann — Stefán 434 10. Adam — Óðinn 432 11. Alfreð — Guðmundur 430 12. Aðalsteinn — Guðjón 425 13. Baldur — Baldvin 421 14. Áskell — Sigfús 420 15. Arnald — Reginn 418 16. Jón — Jón 413 Meðalárangur er 420 stig, en flest stig í einni umferð fengu Ragnar og Hörður í fyrstu um- ferð, 279 stig. — Þriðja umferð verður spiluð n. k. þriðjudags- kvöld að Bjargi ki. 8. Heimsókn frá Siglufirði. Bridgespilarar frá Siglufirði koma um næstu helgi (18.—19. okt.) til Akureyrar og munu keppa hér við heimamenn. Koma alls 4 sveitir frá Siglu- firði, og verður spilað bæði laug ardag og sunnudag að Bjargi kl. 2 e. h. Er hér um árlega keppni að ræða, í fyrra fóru Akureyringar til Siglufjarðar. Tveir landsleikir við Norðntenn NÚNA um helgina leika ís- lenzkir handknattleiksmenn 2 landsleiki við Norðmenn og fara þeir fram í Laugardalshöll- inni í Reykjavík. Norðmenn eru taldir meðal 8 beztu handknattleiksþjóða heimsins. í Iþróttaskemmuna? - Mundi breyta stórlega aðstöðu til íþrótta- iðkana. - Oddeyrar- og Glerárskóli fengju stórbætta aðstöðu til fimleikakennslu. SAMKVÆMT upplýsingum sem íþróttasíðan hefur aflað sér stendur nú yfir athugun á því að fá á gólfið í íþrótta- skemmunni hér á Akureyri einskonar gúmmímottu. Mott ur þessar eru úr gúmmíefni sem álitið er mjög gott til þessara nota, og hafa þær verið notaðar á gólf í íþrótta húsum víða um lönd og hafa hlotið mjög góða dóma. Eins og íþróttamenn hér í bæ hafa kynnzt er asfaltgólf í íþróttaskemmunni og má heita mildi að ekki hafa hlot izt stór slys á þessu harða gólfi. íþróttaráð Akureyrar vinn ur nú um þessar mundir að þessu þarfa máli svo og fleiri aðilar. Mundi motta þessi verða sú eina sinnar tegund- ar hér á landi. Þá mundi við tilkomu mottu þessarar verða hægt að nýta skemmuna mun bet- ur en nú, þar sem þá væri hægt að veita bæði Oddeyr- ar- og Glerárskóla aðstöðu til fimleikakennslu þar, en ekki er leyfilegt að kenna börnum fimleika á asfalt- gólfinu sem fyrir er. Mundi þá vera hægt að byrja í skemmunni strax kl. 9 á morgnana og vera að til kl. 11 á kvöldin, og er þá ekki vafi á að fyrirtæki þetta mundi borga sig fjárhagslega á tiltölulega skömmum tíma. Afgreiðslufrestur á mott- um þessum er mjög stuttur og ef að úr kaupunum verð- ur, sem vonandi er, verður ef til vill hægt að koma mott unni upp fyrir jól, og er ekki að efa að íþróttamönnum þætti það góð jólagjöf. Vonandi er að réttir aðilar sjái möguleika á að úr kaup- um þessum geti orðið, og ef svo færi gætu hlutaðeigend- ur geymt hugmyndina um íþróttaHÚS (ekki skemmu) enn um sinn. 10 m.m. þykk gúmmímotta mundi draga verulega úr slysahættu í hörðum og hröðum leik.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.