Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 17.10.1969, Blaðsíða 4

Alþýðumaðurinn - 17.10.1969, Blaðsíða 4
 Ritstiórl: SIGURJÓN IÓHANNSSON (áb.). Útgefandi: ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAG AKUR- EYRAR. — AfgreiSsla og auglýsingar: Strandgötu 9. II. hæS, sími (96)11399. — Prentverk Odds Björnssonar h.i., Akureyri ALÞÝÐUMAÐURINN ..... giuiiMiiiiiiiiiiiiiiinniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiuiiiMHiiiiiimiiiiiMiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMi ÓHEPPILEG DEILA ■s = = = = i I HARÐAR deilur liafa risið í héraði um nývirkjun i | Laxár. Svo sem kunnugt er hafa sérfróðir menn gert | § um það áætlun, hvernig virkja megi vatnsfall þetta | | hagfelldast fyrir héraðsbúa, og er sú framkvæmd liugs- | | uð í þremur þrepum, unz lokamarki er náð. Nú er | | ekki deilt um fyrsta og annan áfanga, heldur einvörð- I | ungu þann þriðja: liækkun stíflu í Laxárgljúfri úr i 1 18—-20 m. í 56 m. og leiða hluta Suðurár í Laxá. Þessi, I síðasti áfangi er þó ekki ráðgerður fyrr en tftir 15—20 | ár. Verður því mörgum friðsamari mönnum á að | | spyrja: Höfum við ekki annað þarfara með dugnað | I okkar og áróðurshæfni að gera í dag en jagast um i i hugsanlega framkvæmd eftir 15—20 ár, sem vel kann i að þykja þá óskynsamleg til framkvæmda? NÚ ER það að vísu svo, að sumir hlutar 1. og 2. stigs | nefndrar virkjunar miðast við lokaframkvæmdina, og | verða því traustari og nokkru dýrari en ef 3. stigið yrði | aldrei framkvæmt. En er það nokkur goðgá, þótt E traustleikinn sé hafður á með t. d. stíflugerð o. f 1., og | að eiga þá 3. stigs möguleikann fyrir liendi, ef ráðlegur 1 þykir að 15—20 árum? Er svo miklu fórnað, ef hann | hins vegar þykir þá óráðlegur? I HÉR er þessu varpað fram mönnum til athugunar og | I rósemdar í hita bardagans, en þó fyrst og fremst til að | vekja athygli á, að héraðsbúum væri miklu nær að | sameinast um það átak í virkjunarmálum sínum að | | heimta alla stjórn rafvæðingarmálanna í eigin hendur. | | Látum það vera, að Laxárvirkjun sé sameign ríkis og | | héraðs, svo sem mál hafa æxlazt, en hitt væri mikill | | búhnykkur fyrir Norðurlandskjördæmi eystra, ef dreif | | ingarkerfið og stjórn þess væri öll í höndum heima- | S manna. Setjum svo, að Þingeyjarsýslur og Húsavík, I I Eyjafjarðarsýsla og Akureyri yrðu eitt eða tvö veitu- | | svæði, sem algerlega önnuðust veitumál sín, þ. e. dreif- i | ingu orkunnar og stjórn þeirra mála. Þá er fullvíst, að | | rafmagnsverð mundi lækka verulega um þetta svæði, I = og snúa mætti sér að því nauðsynjamáli að rafhita öll 1 Í sveitabýli um héruð þessi og öll íbúðarhús í kaupstöð- | | um og kauptúnum, þar sem jarðhita nýtur ekki svo, | i að slík liitun þætti liagfelldari. 1 RAFMAGN er eitt af brýnustu nauðsynjum nútíma- i | mannsins. Það liggur sannanlega fyrir, að við íbúar í 1 | Norðurlandskjördæmi eystra getum fengið mikið og = | tiltölulega ódýrt rafmagn frá virkjunaraukningu í | ! Laxá. Við höfum möguleika á að vera brautryðjendur | | um rafhitun hýbýla um allt okkar víðlenda kjördæmi, i | ef við höfum samlieldni til að bera og kjark og víðsýni | | til að taka stórt á málunum. Það er þyngra en tárum | ! taki, ef þessi glæsilegi möguleiki almennings í kjör- ! I dæminu er ónýttur með ótímabæru þrefi. Leggjum | ! því tilfinningasemina til hliðar og sameinumst um \ | framkvæmd þeirra virkjunarstiga, sem engar deilur | i eru um, en geymum seinni tíma að þrefa um 3. stigið, ! I sem enn heyrir framtíðinni til, og kannske þykir sjálf- | | sögð að 15—20 árum liðnum eða alls ekki álitsmál. Um ! ! slíkt getum við nefnilega ekki sagt livort eð er í dag. | = = I 1 .....................MMMI.MMMMMMMMIMMMMMMMIMIMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMlC ✓ ' --------------- HEIÐRUM JÓHANN. Um síðustu áramót lét Jó- hann Þorkelsson af héraðs- læknisstarfi, er hann hafði gegnt af dugnaði og sóma á fertugasta áratug, bæði hér á Akureyri og í hinu víðáttu- mikla Eyjafjarðarumdæmi, bæði innan og norðan Akur- eyrar. Mér hefur fundizt liafa verið undarlega hljótt um það þá er Jóhann kveður sem hér-| aðslæknir okkar, og á hann ann að skilið eftir svona langan starfsdag — og aldrei hefi ég vitað til þess að Jóhann hafi ekki brugðið skjótt við, þá er honum hefur borizt lijálparkall og eigi látið aftra sér ófærð né stórhríðarbyli. Um leið og ég sendi Jóhanni Þorkelssyni persónulegar þakkir fyrir ómet anlega hjálp og liðveizlu mér og heimili rnínu, vildi ég um lcið mælast til þess bæði við Eyfirð-i inga og Akureyringa, að þeir heiðruðu Jóhann á veglegan hátt fyrir giftudrjúgt starf. Hann á það vissulega skilið. Eyfirðingur. BRUGÐUST. Margir huggðu að Steingrím- ur Pálsson, er Hannibal á sín- um tíma lyfti í þingmannsstól — og Karl Guðjónsson úr Eyj- um, myndu veita Birni og Hannibal Iiðveizlu. En strax í s== þingbyrjun tóku þeir skarið af, að þeir myndu áfram verða skó sveinar Magnúsar Kjartansson- ar og Þjóðviljaklíkunnar. BÖRN BEÐIN UM BÆKUR I BÓKASAFNIÐ. Þakkarvert er að Indriði Úlfsson skólastjóri Oddeyrar- skólans vilji koma upp bóka- TTFYTIT Jkmmm mJmmÍ JSm Æu, JSm safni við skóla sinn. AM hefur verið tjáð af foreldrum, að skólai stjórinn hafi óskað eftir því að nemendur sínir leggðu fram bækur í safnið, en mun hafa tekið fram að þeim bæri engin skylda til þess. En blessuð börn in eru alltaf börn — og vilja' gjarnan verða við óskum skóla- stjóra síns — og af þeim sökum hafi mörg barnmörg hjón orðið fyrir nýjum og óvæntum út- - ..........;........ gjaldalið núna með haustdög- um. ( ÚTIVIST BARNA. „Böm yngri en 12 ára mega ekki vera á almannafæri seinna en kl. 20 á tímabilinu frá 1. okt. til 1. maí og ekki seinna en kl. 22 frá 1. maí til 1. okt. nema í fylgd með fullorðnum. Börn frá 12—14 ára mega ekki vera á almannafæri seinna en kl. 22 á tímabilinu frá 1. okt. til 1. maí og ekki seinna en kl. 23 frá 1. maí til 1. okt. Þegar sérstaklega! stendur á getur bæjarstjórn sett til bráðabirgða strangari reglur um útivist barna allt upp í 16 ára- aldur. Foreldrar og liús- bændur barnanna skulu að við- lögðuin sektum sjá um að ákvæðum þessum sé framfylgt“. Ofanritað má lesa úr lögreglu- samþykkt bæjarins — og var klausa þessi birt í Degi nýverið. Það er opinbert leyndarmál að þessum reglugerðarákvæðum er lítt framfylgt. Eða hvers vegna á það sér stað að 7—11 ára- krakkar púa á glugga eða hringja dyraabjöllum á heimil- um að kvöldi til — og þeir seml fara um miðbæinn geta einnig litið á hverju kvöldi börn undir þeim Iögaldri er reglugerðin seg ir til um. Til hvers eru slíkar reglugerðir látnar vera við líði (Framhald á blaðsíðu 7) B ' áffm% áT*%k Jlb, "VkJV* JSsoJ' aflbdBh ÆtmÆ mmJW JBmmmi mmtBm JmWJBm MESSA í Akureyrarkirkju kl. 2.00 n. k. sunnudag. Sálmar no. 520 — 226 — 137 — 537 og 367. — P. S. KRISTNIBOÐSHÚSIÐ ZION. Sunnudaginn 19. okt. Sunnu- dagaskóli kl. 11 f. h. Öll börn velkomin. Samkoma kl. 8.30 e. h. Reynir Hörgdal talar. Allir hjartanlega velkomnir. NÁUM og varðveitum þroska. Opinber fyrirlestur fluttur af Holger Frederiksen sunnu- daginn 19. október kl. 16.00 að Þingvallastræti 14, II hæð. — Allir velkomnir. — Vottar Jehóva. VERIÐ velkomin á samkomu að. Sjónarhæð n. k. sunnudag kl. 5.00. • DRENGJAFUNDUR að Sjónar hæð n. k. mánudagskvöld kl. 5.30. Allir drengir velkomnir. SUNNUDAGASKÓLI Akur- eyrarkirkju verður n. k. sunnudag kl. 10.30 f. h. Öll börn hjartanlega velkomin. — Sóknarprestar. GLERÁRHVERFI! Sunnudaga- skóli í skólahúsinu n.k. sunnu dag kl. 1.15. Öll börn vel- komin. MINJASAFNIÐ er opið á sunnudögum kl. 2 til 4 e. h. Tekið á móti skólafólki og ferðafólki á öðrum tímum ef óskað er. Sími safnsins er 1-11-62 og safnvarðar 1-12-72 AFMÆLI. Þann 9. október sl. átti Guðmundur Jóhannes- i son, Eyrarlandsvegi 19, 65 ára afmæli. ÞINGEYINGAFÉLAGIÐ á Ak- ureyri heldur sitt fyrsta spila kvöld á vetrinum laugardag- inn 18. okt. kl. 20.30 í Bjargi. Félagsvist, skemmtiatriði og dans. Mætið vel og stundvís- lega. — Nefndin. GJÖF til Elliheimilis Akureyrar Fyrir hönd erfingja að dánar- búi systranna Jakobínu Júlíusdóttur og Kristrúnar Júlíusdóttur, Barði við Eyrar landsveg 25, Akureyri, hefur Haraldur Júlíusson afhent Eilliheimili Akureyrar kr. 26.729.40 að gjöf, til minning- ar um nefndar systur. — Stjórn Elliheimilis Akureyrar færir gefendum kærar þakkir fyrir þessa gjöf. BRÚÐHJÓNIN Guðrún B. Björnsdóttir og Halldór Pét- ursson rafvirki. Heimili að Holtagötu 4, Akureyri. Ljósmyndastofa Páls. HLUTAVELTU heldur kvenna deild Slysavarnafélagsins sunnudaginn 19. okt. kl. 4 e.h. í Alþýðuhúsinu. Margt góðra muna. BRÚÐHJÓN. 23. ágúst sl. voru gefin saman í hjónaband í Munkaþverárkirkju, af sókn- arpresti, ungfrú Þórey Eyþórs dóttir úr Reykjavík og Krist- ján Baldursson frá Ytri- Tjörnum. Heimili þeirra er að Hátúni 4, Reykjavík. BRÚÐHJÓN. 1. október voru gefin saman í hjónaband í Akureyrarkirkju brúðhjónin Hjördís Gunnþórsdóttir og Sveinn Björnsson. Heimili þeirra verður að Brekkugötu 41, Akureyri. FILMAN, ljósmyndastofa.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.