Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 17.10.1969, Blaðsíða 5

Alþýðumaðurinn - 17.10.1969, Blaðsíða 5
Frónskir iðnaðarmenn í vinnu hjá svenskum í Málmey Rætt við Reyni Ragnarsson húsgagnasmið EINN af okkur fimnimenningununi frá Akureyri, er heimsóltu jafnaðarmenn á Húsavík, var Reynir Ragnarsson húsgagnasmiður. Mér fannst hann ágætur og skemmtilegur ferðafélagi. Á heimleið falaði ég af honum viltal, þar sem ég vissi að hann var svo til ný- kominn frá Málmey í Svíþjóð. Ekkert vilyrði gaf Reynir mér þá, en ég hélt áfram að jamla í honum — og endirinn verður sá að ég uni mér sl. laugardag á vistlegu heimili Reynis og konu hans Hólmi fríðar Árnadóttur að Þórunnarstræti 83. Þá er Reynir skilar mér til baka — og ég er koniinn upp í ritstjórnarkompu mína trúi ép| vart úri mínu, það var sem sé farið að ganga 6, en kl. 2 var ég mætt ur á licimili þeirra hjóna. Svona getur tíniinn verið misjafnlega fljótur að h’ða. Á heimili þeirra Hólmfríðar og Reynis var andrúms- loftið svo gott, ef svo má taka til orða, að ég gleymdi bókstaflegá timanum, já og fyrir það færi ég þeim hjónunum beztu þökk því víst er gott að geta gleymt tímanum endrum og eins. I Eins og lesendum er kunnugt er Málmey þriðja stærsta borg Svíþjóðar og telur um 250 þús- und íbúa og er borgin mikill iðnaðarbær og stendur á slétt- lendi við Eyrarsund, kyrrlátur og vinalegur bær var samdóma álit þeirra hjóna. Auðheyrt var að Reynir hafði kynnt sér sögu borgarinnar. Hann sagði að fyrsta verzlunarbréf er gefið var út í Málmey hafi séð dags- ins ljós árið 1175. En fyrirtækið er hann vann við, Kockum mekinska verkstæðið, var stofn að árið 1840 — og er nú eitt af stærstu iðnfyrirtækjum Sví- þjóðar. Kockum hefir framleitt margt, allt frá stígvélum upp í járnbrautarvagna, en fyrsta skip fyrirtækisins sigldi út á saltan mar árið 1870, hét það Svalan og var 750 tonn að stærð. Það var gaman og fróð- legt að heyra Reyni rekja sögu Málmeyjar en því miður rúms- ins vegna verð ég að þessum formála loknum að snúa mér að viðtalinu. Hvers vegna fórstu til Málm- eyjar Reynir? Ég gerði það fyrst og fremst til þess að kynnast nýjum við- fangsefnum, einnig virtist at- vinnuástand hér heima ekki vera svo glæsilegt. Já, og svo voru launakjörin freistandi. Mun betri en hér heima? Já, að miklum mun, tímakaup ið voru 15 kr. sænskar, eða 255 krónur íslenzkar, en tekið skal fram að um nokkra yfirborgun var að ræða. Hvenær fóruð þið trésmiðirn- ir út og hve margir voru þið? Við fórum 28. apríl og vorum 84, allt trésmiðir í það sinn. Hvernig gekk ykkur svo frónskum iðnaðarmönnum að sanna haglcik ykkar hjá þeim sænsku? Ég verð að játa það, að það var erfitt að komast inn í verk- ið í upphafi. Verksvið okkar var að einangra tanka í tveim hundrað þúsund tonna gasflutn ingaskipum, sem Kockum var að byggja fyrir amerískt námu- félag er á gasnámur í Alaska og munu þessi skip eiga í fram- tíðinni að flytja gas frá Alaska til Japan. Þessi skip eru þau fyrstu af þessum stærðarflokki sem byggð eru í heiminum. Kockum hefur áður byggt tvö gasskip, en mun minni og eru þau ennþá í notkun. Japanir byggðu þrjú slík skip, en þau sprungu öll í loft upp á sjó úti. Gas er mjög eldfimt og því fylg ir mikil sprengihætta. í japönsku skipunum var gasið aðeins kælt niður í mínus 80 gráður á celsíus, en í sænsku skipunum verður það kælt nið- ur í mínus 160 gráður á celsíus, en það þýðir að þá er gasið fljót andi og er talið að sprengihætta sé hverfandi lítil — og fulllest- uð ættu þessi skip að geta inn- byrt 75 þúsund lestir hvort, en sökum þessa mikla kulda þurfti einangrunin að vera mjög öflug. En viltu skýra fyrir mér og lesendum, hvernig þið íslenzkir einöngruðu þessi gasskip fyrstu sinnar tegundar? Einangrunin var þannig byggð upp að innan í gastank- ana, er voru sérsmíðaðir í skip- unum, voru lagðir krossviðar- kassar, sem voru framleiddir í Finnlandi. Þessir trékassar voru fylltir steindufti frá Frakklandi — og utan um kassana lagðar stálplötur og það starf önnuð- ust íslenzkií járniðnaðarmenn. Síðan tók annar umgangur við, aðrir krossviðarkassar og annað stálplötuþil, þá var einangrun- in fullgerð 40 cm. þykk. í hverju skipi voru 78 þúsund kassar. Þessa einangrunarað- ferð hafa franskir hugvitsmenn einkaleyfi á. Blaðamenn lilera margt Reyn ir. Ég hefi fregnað að þú liafir verið verkstjóri á annarri vakt- inni? Eigi var það ætlunin, en ann- ar vaktstjórinn, sem ráðinn var þoldi ekki lofthæðina vegna slyss, sem hann hafði orðið fyr- ir áður — og það réðst svo að ég tók við starfi hans. Hvernig lyntu ykkur íslend- ingum við þá sænsku? Vel, vil ég fullyrða, þótt nokk urrar tortryggni hafi gætt í fyrstu af ráðamönnum Kockum, en hún hvarf við fyrstu kynni — og seinna eignaðist ég þar vini, sem ég stend í mikilli þakkarskuld við. í stöðinni unnu á milli 4500 til 5000 manns, t. d. frá öllum Norður- landaþjóðunum, einnig Frakk- ar, Júgóslavar, ítalir og Þjóð- verjar — og aldrei urðu neinir árekstrar milli þessa þjóðabrota. En ég vil biðja þig úr því að þú plataðir mig út í þetta viðtal, að minnast drengilegs stuðnings Jóns Snorra Þorleifssonar for- manns Trésmíðafélags Reykja- víkur, fyrir tilstuðlan hans njóta nú íslenzkir iðnaðarmenn sömu réttinda í Svíþjóð og sænskir starfsbræður, og einnig Sigurðar Ingvarsson'ar, en hann hafði yfirumsjón með verkum okkar íslendinganna. Hér hefur verið um vakta- vinnu að ræða? Já, fyrri vaktin byrjaði kl. 6 að morgni og vann til hálf 3, þá tók hin við og vann til 11 að kveldi. Yfirleitt var unnið á sunnudögum en ekki á laugar- dögum. Eitt var það sem vakti athygli okkar, að ekki má vinna nema 48 yfirvinnustundir á mánuði, þá var mörgum okk- ar hugsað heim, til þeirra miklu yfirvinnu, er íslenzkir iðnaðar- menn hafa oft þurft að leggja á sig. En Reynir, tekur það ekki langan tíma að byggja slík risa skip? Jú, þessi skip eru seinunnin, en þau eru ekki aðalframleiðsla Kockums nú eru það olíuflutn- ingaskip 250 þúsund tonn að stærð — og tekur það aðeins um 6 mánuði að fullgera slík skip. Skipin eru unnin þannig í stöðinni að stórar einingar eru soðnar saman og þær síðan flutt ar á dráttarvögnum í „stóru dokkina" þar sem skiphlutarn- ir eru soðnir saman — og eftir hálfan þriðja mánuð er svo skip inu rennt á flot eina nóttina, svo að hægt sé að byrja á öðru Hér sézt yfir skipasmíðastöð Kockums í Málmey, þar sem fjölmennur hópur íslenzkra iðnaðarmanna vann í sumar. strax kl. 6 morgunin eftir. f sumar var „dokk“ stöðvarinnar upptekin til sumarsins 1972, það þýðir að 9 samskonar skip höfðu verið pöntuð. Ég hygg að það hafi verið aðaláhyggjuefni forráðamanna Kockum að ef þessi nýju gasflutningaskip reynast vel, muni stöðin ekki geta annað smíði skipskrokk- anna, því að notkun slíkra skipa mun verða mikil í framtíðinni. Varaforstjóri þessa fyrirtækis er íslendingurinn Olafur Sig- urðsson. Þið hafið haldið nokkuð lióp- inn þið íslendingarnir? Já, það gerðum við og vil ég þakka öllum félögum mínum samstarfið, það var vegna reynslu þeirra að þetta tókst. Við vorum 84 er fórum fyrst, en við vorum orðnir 170 er við vorum flestir — og urðum þá að búa á 3 stöðum, einn hópurinn t. d. í háskólabænum Lundi, sem er í 15 km. fjarlægð frá Málmey. Jú, við héldum oft fundi og allt var bókað er þar gerðist og er það í góðra manna höndum. Það voru svo sem lista menn í hópnum, t. d. harmon- ikkuleikari og oft var tekið lag- ið, sungin íslenzk lög. Gátuð þið eitthvað ferðast um landið? Já, einnig voru baðstrendur sjálfrar Málmeyjar vinsælar, oft var heitt í veðri, komst upp í 31 stig. Margir keyptu sér reið- hjól því vegirnir voru góðir og fljótt að bera sig yfir þótt á reið hjólum væri. Sumir keyptu sér bíla, en notaðir bílar voru ekki í háu verði og eitt sinn skruppu nokkrir alla leið til Oslóar, en ég held að ferjan til Kaup- mannahafnar hafi verið vinsæl- ust og þá einkum sökum mat- arins. Sökum matarins? Já, maturinn var okkar vanda mál, hann var framleiddur í verksmiðjunni og geymdur hraðfrystur og matarskammt- arnir síðan þýddir, ekki lysti- legur matur og léttust flestir landarnir til að byrja með. Fisk fengum við aðeins einu sinni í viku, var það þá makríll eða einhver feitur fiskur annar, oft hugsuðum við um nýja ýsu, skyr og annað íslenzkt góðmeti. En hvernig féll ykkur við bjórinn? Mér fannst sænski bjórinn vondur, en danski Tuborgbjór- inn fannst mér ágætur með mat. Annars var bjórþamb ekk_ ert vandamál hjá okkur íslend- ingunum. Nú er það staðreynd Reynir, að margir íslenzkir bygginga- iðnaðarmenn liafa setzt að í Málmey með fjölskyldur sínar. Ilyggur þú kannske að yfirgefa Frón með þína fjölskyldu? Reynir brosir og lítur til konu sinnar. Nei, ég held ekki. Hér höfum við komið okkur upp heimili, sem við munum ekki yfirgefa. Hins vegar getur vel verið að ég skreppi aftur um stundarsakir út fyrir Pollinn, ef tækifæri bjóðast. Ég tel það mikilsvert fyrir iðnaðarmenn okkar að fara slíka ferð eins og við fórum og læra ný vinnu- brögð. Það er sífellt verið að tala um fjárhagsörðugleika hjá iðnaði okkar. En við verðum að gá að einu — og það er hve ís- lenzkur iðnaður er ungur að ár (Framhald á blaðsíðu 6).

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.