Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 31.10.1969, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 31.10.1969, Blaðsíða 1
Verzlið i íérverzlun. ÞaS tryggir gæSin. TÓBAKSBÚÐIN Brekkugötu 5 . Sími 12820 ALLT TIL MATARGERÐAR VERIÐ VELKOMIN EYRARBÚÐIN - opið til kl. 20.00. FRAMKÖLLUN — KOPIERING HAFNARSTRÆTI 85 . SÍMI (96)11520 PEDROMYNDIR Akureyri Vænleiki dilka í Reykjadal er í góðu meðallagi KARTÖFLUUPPSKERAN í REYKJADAL GOÐ 39. árgangur — Akureyri, föstudaginn 31. okt. 1969 — 26. tölublað' EINN af þeim mörgu er litu inn á kjördæmisþing jafnaðar- manna var Tryggvi Sigtryggs- son bóndi að Laugabóli í Reykja dal og innti blaðið hann tíðinda úr heimabyggð sinni. Kvað Tryggvi að heyskapur hefði haf izt seint sökum hve rýr spretta hefði verið, er stafað hefði af miklum kalskemmdum á undan förnum árum, en heyfengur bænda þar um slóðir sarnt telj- ast góður — og einnig hefði kartöfluuppskera verið í góðu meðallagi. Dilkar góðir og kúm beitt enn. Tryggvi sagði að vænleiki dilka hefði verið betri þar um slóðir nú en undanfarin haust — og bændur í Reykjadal beita kúm sínum enn, en að sjálf- sögðu er þeim gefið með. Skólastjóraskipti við Húsmæðra skólann á Laugum. I haust urðu skólastjóraskipti við Húsmæðraskólann. Jónína Hallgrímsdóttir lét af störfum en við tók Jónína Bjarnadóttir frá Héðinshöfða. — Báðir skól- arnir, Alþýðuskólinn og Hús- mæðraskólinn, munu vera full— setnir. Kjöriiæmisiiiny norflenzkra jafnafiarmanna einkenndist af sóknarhug. - Lýðræðisjafnaðar- stefnan nuin innan tíðar verða sferkasta stjórn- málaflið á íslandi sem cg i nágrannalöndunum KJÖRDÆMISÞING Alþýðuflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra var háð liér á Akureyri um síðustu helgi og var fundarsókn mjög góð, ef miðað er við þann árstíma er það var haldið á, og voru Húsvíkingar sérstaklega áhugasamir að fjölsækja þingið og færir AM þeim hér með beztu þakkiri fyrir dugnað sinn — og í fundarlok bauð Bjöm Friðfinnsson bæjarstjóri á Húsavík að næst^ kjördæmisþing jafnaðarmanna yrði haldið á Húsavík. framsögumanna Bragi Sigur- jónsson og ræddi hann einkum urn hagsmuna og nauðsynjamál Formaður kjördæmisráðsins, Valgarður Haraldsson náms- stjóri, setti þingið og stjórnaðl því og bauð sérstaklega vel- komna gesti þingsins, þá Bene- dikt Gröndal varaformann Al- þýðuflokksins og Örlyg Geirs- son formann Sambands ungra jafnaðarmanna. Framsöguerindi fluttu síðan Benedikt Gröndal og rakti hann á breiðum grundvelli stjórn- málaviðhorfið í dag og drap á hæði það sem mælti með og móti áframhaldandi stjórnarsam starfi — og vék einnig að mál- flutningi stjórnarandstöðunnar, og þá einkum Framsóknar- flokksins — og lét að því liggja sem AM hefur oft minnzt á að ef Alþýðuflokkurinn dragi sig út úr ríkisstjórn væri Fram- sókn þegar setzt við hlið Sjálf- stæðisflokksins — og livaða launþegi eða alþýðumaður á fs- landi myndi óska eftir sliku stjórnarsanistarfi? Örlygur Geirsson flutti ágæta i ,t ræðu — og ræddi aðallega um viðhorf unga fólksins til stjórn- málaflokkanna í dag og kvað það að það hefði verið æskufólk fyrst og fremst er stuðlað hefði að sigri Alþýðuflokksins í síð- ustu alþingiskosningum. Guðmundur Hákonarson for- seti bæjarstjórnar Húsavíkur tók næstur til máls — og ræddi var gert þinghlé til kl. 9.30 á sunnudagsmorgun, eri áður hafði kjördæmisráð skipað 2 nefndir, fjárhags og skipulags- málanefnd og stjórnmálanefnd, er skyldu skila áliti morgunin eftir. Stundvíslega kl. 10.30 hófst þingið að nýju og skiluðu þá nefndirnar tillögum sínum. Framsögu fyrir fjárhags og skipulagsnefnd hafði Guðmund ur Hákonarson — og í tillögum nefndarinnar var einkum fjall- að um framtíð Alþýðumannsins og var það samróma álit allra þingfulltrúa, að framtíð blaðs- ins yrði að tryggja og efla í (Framhald á blaðsíðu 2) BONDI OG VERKAMAÐUR Á ÞINGI kjördæmisráðsins kvöddu sér hljóðs aldraður verkamaður hér á Akureyri, Haraldur Þorvaldsson, og Tryggvi Sigtryggsson bóndi að Laugabóli í Reykjadal. Báðir þessir öldruðu menn í bænda- og verkamannastétt lýstu yfir afdráttarlausum stuðningi að leið Alþýðu- flokksins og þar með jafnað- arstefnunnar væri raunhæf- asta leiðin til samvinnu þess arra stétta við sveit og við sjó. Báðir hinir öldruðu full- trúar eldri kynslóðarinnar fluttu mál sitt sköruglega og traust handtak að loknum málflutningi milli verka- mannsins á eyrinni og bónd- ans í Reykjadal austur sann færði fyrrverandi ritstjóra AM um að undir merkjum jafnaðarstefnunnar er hægt að sameina alþýðustéttir fs- lands til sjávar og sveitar — og með því kveða niður merkingu er minna á eyrna- mörk á unglömbum, er íhald og framsókn hafa stundað dyggilega á undanförnum árum. s. j. Veiztu þetta - æskumaður? ( Valgarður Haraldsson. Björn Friðfinnsson. aðallega um skipulag Alþýðu- flokksins innan kjördæmisins og kvað hann hrýna nauðsyn 4 að skipuleggja flokksstarfsem- ina betur, t. d. með stofnun nýrra flokksfélaga ,svo sem á Raufarhöfn, Þórshöfn, endur- reisn félagsins á Dalvík og sam eiginlegs félags sjávarplássana út með Eyjafirði, Hauganesi, Litla-Árskógssandi, Hrísey, og fleiri staði mætti tilnefna, svo sem Grenivík og Svalbarðseyri, og livatti hann til aukinnar sanl vinnu í kjördæminu, betri en verið hefur til þessa. Að síðustu talaði af hálfu Hreggviður Hermannsson. kjördæmisins og einnig þau mál sem Alþýðuflokkurinn myndi heita sér fyrir á þessu þingi, svo sem hækkun bóta til elli- og örorkulífþega og fleiri réttlætismál, sem Alþýðuflokk- urinn myndi leggja áherzlu á. FJÖRUGAR UMRÆÐUR. Að framsöguerindum loknum hófust fjörugar umræður og tóku margir til máls og var fjöl mörgum fyrirspurnum komið á framfæri til þingmanna Alþýðu flokksins er þingið sátu, þ. e. Benedikts Gröndals og Braga Sigurjónssonar. Til máls tóku: Björn Friðfinnsson, Kolbeinn Helgason, Einar Fr. Jóhannes- son, Guðmundur Hákonarson, Ingólfur Jónsson, Bragi Hjartar son og fyrirspurnum var varp- að fram úr sætum af fleiri. Þing mennirnir svöruðu fyrirspurn- um og tóku oft sinnis til máls. 1 Margt athyglisvert kom fram í málflutningi ræðumanna — og er fréttamanni hvað minnis- stæðast ræða Ingólfs Jónssonar á Dalvík og Einars Fr. Jóhann- essonar og Björn Friðfinnssonar frá Húsavík. Um kl. 19 á laugardagskvöld VEIT æskufólk í raun og veru, hver er sá stjómmála- flokkur er treystir æskunni bezt? Ef svo er ekki skal égj segja ykkur það. Það er flokkur jafnaðarmanna — Alþýðuflokkurinn. Hann hef ur nú þegar náð þeim mikils verða áfanga að kosninga- aldur hefur verið lækkaður niður í 20 ár — en takmark hans í þessu efni er ekki tveggja tuga aldur, heldur aðl kosningaaldur verði færður niður í 18 ár og sú barátta næst ef æskan fylkir sér um Alþýðuflokkinn. Alþýðu- flokkurinn er flokkur æsk- unnar. Með þá staðreynd í huga hlýtur æskufólk að fylkja sér um jafnaðarstefn- una og Alþýðuflokkinn í næstu kosningum. Lesið ályktanir norð- lenzkra jafnaðarmanna á 5. síðu blaðsins í dag. IIIMMMMIIIIIIMMIIMIMMIIMIIIIIIIIIIIIMMHMIIMIIMMIMMIMIIIIIMIIHMIIMMIMIMIMIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIM

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.