Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 21.11.1969, Page 1

Alþýðumaðurinn - 21.11.1969, Page 1
VerzliB i aérverzlun. Það tryggir gæðin. TÓBAKSBÚÐIN Brekkugötu 5 . Simi 12820 ALLT TIL MATARGERÐAR VERIÐ VELKOMIN EYRARBÚÐIN - opið til kl. 20.00. FRAMKÖLLUN — KOPIERING HAFNARSTRÆTI 85 . SÍMI (96)11520 PEDROMYNDIR Akureyri árgangur — Akureyri, föstudaginn 21 1969 — 27. tölublað Atvinnuástand versnar á S.króki HAFA HUG Á ÞVÍ AÐ KAUPA SKUTTOGARA Sauðárkróki 7. nóv. J. K. Atvinnuástand versnandi. Nú fer atvinnuástandið að versna til muna hér á Sauðár- króki. Sláturhúsavinnunni er að ljúka og útivinna við bygg- ingar og framkvæmdir á vegurn bæjarins að stöðvast. Rækjuleit í Skagafirði. Hráefnisskortur háir hrað- frystihúsunum. Af sjósókninni er það að segja að Drangeyjunni hefur gengið sæmilega í sumar og haust, eftir því sem gerzt hefur hjá tog- bátum fyrir Norðurlandi. Þó hefur aflinn farið minnkandi upp á síðkastið. Þrír bátar vöru á dragnót fram til síðustu mán- aðamóta og höfðu gert það all- gott, miðað við síðustu ár. Segja má að afli þeirra hafi skapað verulegan hluta þeirrar frysti- húsavinnu, sem var síðari hluta sumars og í haust. Einn þessara báta er nú að búa sig á línu- veiðar, annar á þorskanet og hinn þriðji er að fara til rækju- leitiar á Skagafirði á vegum Haf rannsóknarstofnunarinnar. Bæði frystihúsin eru í gangi, en hráefnið, sem þeim berst er ekki nándar nærri nóg til að um stöðuga vinnu sé að ræða. Á vegum Útgerðarfélags Skagafjarðar er nú unnið að könnun á nýsmíði á skuttogara, sem kosta mun samkv. áætlun 60—70 milljónir kr. Tólf íbúðir á vegum Fram- kvæmdanefndar byggingar- áætlunar. Framkvæmdanefnd bygging- aráætlunar á Sauðárkréki er nú að hefja byggingu 12 íbúða sam býlishúss. Er þegar búið að grafa fyrir húsinu, en óvíst er um frekari framkvæmdir fyrr en að vori. Sauðárkróksbær á 20% byggingarinnar. íbúðirnar (Framhald á blaðsíðu 5) Ný stjórnmálasamtök UM síðustu helgi voru stofnuð ný stjórnmálasamtök í Ryekja- vík og hlutu þau nafnið „Sam- tök frjálslyndra og vinstri manna.“ Með þessum samtök- um er formlega sagt sundur lög um og griðum deilenda innan Alþýðubandalagsins, sem upp- hófst við síðustu alþingiskosn- ingar, er þar með lokið rauna- legu samstarfi Hannibals Valdi- marssonar við kommúnista, sem hann átti að vita af fyrri reynslu í samskiptum við þá að gæti aldrei blessast. Stjórn hins nýja stjórnmála- flokks skipa: Hannibal Valdi- marsson alþingismaður, formað ur, Bjarni Guðnason prófessor, Björn Jónsson alþingismaður, ritari og framkvæmdastjóri stjórnarinnar og Haraldur Henryson ,gjaldkeri. EINHUGUR RlKTI Á FLOKKSSTJÖRNAR- FUNDIALÞYÐUFLOKKSINSI RVlK. Samþykkt einróma aðild að EFTA. - Að atvinnu- leysi verði útrýmt. - Hækkun bóta almanna- trygginga og lífeyrissj. fyrir alla landsmenn. FLOKKSSTJÓRNARFUNDUR Alþýðuflokksins var liáður unn síðustu lielgi í Reykjavík og var hann fjölsóttur og ríkti einhugur á fundinum og mun AM hér á eftir geta helztu ályktana fi'.ndarins, Jafnaðarmannaflokkur í hálfa öld. Alþýðuflokkurinn var stofn- aður fyrir liðlega hálfri öld sem flokkur lýðræðissinnaðra jafn- aðarmanna á íslandi. Hann hef- ur áorkað miklu á þessu tíma- bili. En baráttan heldur áfram. Takmark Alþýðuflokksins er, að íslenzkt þjóðfélag sé og verði réttlátt menningarþjóðfélag, þar sem allir eiga kost á vinnu við sitt hæfi og búi við góð lífskjör, mannréttindi og vaxandi félags legt öryggi. Eins og nú háttar í íslenzkum þjóðmálum, telur Alþýðuflokk- urinn brýnasta þörf á að vinna að eftirfarandi verkefnum og markmiðum: Atvinnuleysi útrýmt. 1. Atvinnuleysi verði útrýmt og kornið á fjölbreyttari atvinnu hátturn í þeim byggðalögum, þar sem borið hefur á árstíðar- og staðbundnum atvinnuskorti vegna einhæfni í atvinnureksti'i. Sérstök áherzla verði lögð á að tryggja næga atvinnu í vetur. Jafnframt verði stuðlað að end- urþjálfun er auðveldi fólki að fá atvinnu við sitt hæfi í þjóð- félagi, sem vélvæðist í æ ríkara mæli. 2. Næg atvinna verði búin þeim tuttugu þúsund manns, sem næsta áratuginn munu bæt öst við fjölda starfandi fólks í landinu, og launþegum tryggðar sem hæstar rauntekjur. í þessu skyni verður að búa höfuðat- vinnuvegunum, útvegi, landbún aði, iðnaði, verzlun og samgöng um sem heilbrigðust skilyrði til vaxtar og hagnýtri miðlun. Samvinna. 3. Náin samvinna ríkisvalds, verkalýðshreyfingar og atvinnu rekenda í atvinnumálum hefur gefið góða raun. Nauðsynlegt er, að þeirri samvinnu verði haldið áfram, þar eð sameigin- legt átak þessara aðila stuðlar að uppbyggingu atvinnulífs og tryggir launþegum raunhæfar og skjótar kjarabætur. EFTA. I 4. Aðild að Fríverzlunarsam- tökum Evrópu mun stuðla að stofnun nýrra útflutningsgreina og meiri hagkvæmni og aukn- um markaði þeirra iðngreina, sem nú starfa í landinu. Auk þess mun áðild að EFTA færa sjávarútveg og landbúnaði auk- inn markað og hærra verð er- lendis og á, þegar frá líður, að tryggja sams konar þróun launa og lífskjara hér og í hinu-m há- þróuðu EFTA-ríkjum. Þau inn- gönguskilyrði, sem íslendingar eiga nú kost á, eru þeim hag- stæð, og mundi því EFTA- aðild verða íslenzku atvinnulífi til eflingar. Á hinn bóginn verð ur að gæta þess, að íslenzkur iðnaður sitji við sama borð hvað samkeppnisaðstöðu snertir og iðnaður EFTA-landanna. — Flokbsstjórnin telur, að ísland eigi að gerast aðili að Fríverzl- unarsamtökunum. (Framhald á blaðsíðu 6). S\NV N Brönugrasið rauða Leikst jóri: SIGURÐIIR ÖRN ARNGRÍMSSON SL. FIMMTUDAG fumsýndi Leikfélag Akureyrar sjónleik- inn Brönugrasið rauða eftir Jón Dan. Leikstjóri er Sigmundur Örn Arngrímsson, tónlistin er samin af Magnúsi B. Jóhanns- syni og leikmynd unnin af Jóni Þórissyni. Brönugrasið rauða er fyrsta verk höfundar sem sýnt er á sviði, en hann hefur áður gefið út skáldsögur og eina ljóðabók. í leikskrá segir, að höf. hafi gert ýmsar ba-eytingar á leiknum „nauðsynlegar vegna breytti-a aðstæðna og afstöðu til verks- ins.“ Efnislega fjallar leikritið um ungan tónlistarmann, Ara Más- son, og hans innri baráttu; hann þróir listina, þráir lífið og ást- AFLALEYSI OG JARÐBÖNN Húsavík 19. nóv. G. H. ÞAÐ sem af er þessum mánuði hafa verið nær stöðugar ógæft- ir, en þá er á sjó hefur verið komizt hefur afli verið sára- lítill, eða svo til enginn. Jarðbönn. í norðanáhláupinu á dögun- um kom hér töluverður snjór — og það sem ég hefi frétt úr sveit um sýslunnar mun vera alger jarðbönn fyrir sauðfé, en eins og kunnugt er hófst áhlaupið með bleytuhríð og er því storka yfir öl'lu. — í dag hefur gengið. á hér með éljum. Þórey Aðalsteinsdóttir og Amar Jónsson á sviðinu. Ljósmyndastofa Páls. ina, krefst fi’elsis til að vora hann sjálfur og lúta þeim til- finningum, sem leiða manninn á æðra stig. f fyrstu setur hann listina ofar öðru en verður að lokum að lúta þeim mætti sem öllu er æðri, ástinni. Yfir verk- inu í heild er talsvert rómantísk ur blær, það gerist bæði í heimi drauras og vöku og verður þar af leiðandi nokkuð langdregið á köflum þótt telja verði verkið vel skrifiað og þar er gripið á mörgum meinsemdum mann- ’legs lífs. Arnar Jónsson leikur Ara Mána með miklum ágætum. Honum tekst vel að túlka bar- áttu listamannsins, leikur hans er sannfærandi og hrífandi. Rósa Kristín Júlíusdóttir leik ur Gyðu, unnustu Ara. Leikur hennar er hélzt til daufur í byrjun en verður ákveðnari þegar líður á verkið. Þráinn Karlsson leikur mál- arann Egil og gerir honum all- góð skil. Þórey Aðalsteinsdóttir leikur draumastúlkuna með ágætum og gamall maður er leikinn af Guðmundi Gunnarssyni, sem skifar sínu hlutverki vel. Auk þess koma fram í minni hlutverkum Þórhalla Þorsteins dóttir, Páll Kristjánsson, Jón Kristinsson, Odda Margrét Júlíusdóttir, Kristín Konráðs- dóttir o. fl. Sem fyrr segir var leikstjóri Sigmundur Örn Amgrímsson og verður ekki annað sagt en honum hafi tekizt vel til þótt ávallt m'egi deila um einstök atriði í uppsetaningu, lýsingu, senuskiptingu o. s. frv. AM hvetur að lokum fólk til að fjölmenna í Samkomuhúsið og eiga þar ánægjulega kvöld- -stund. X. X.

x

Alþýðumaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.