Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 21.11.1969, Blaðsíða 7

Alþýðumaðurinn - 21.11.1969, Blaðsíða 7
Heyrt, spurt... (Framhald af blaðsíðu 4) RADDIR FÓLKSINS. Þessi klausa er í raun og veruj áfranihald af fyrstu grein þátt- arins f dag — og af gefnu tilefni. Þessi þáttur hefur frá fyrstu byrjun af ritstjórans hálfu verið ætlaður sem frjáls vettvangur lesenda AM, sem og þátturinn Stakan okkar. Inn í þennan þátt liefur að vísu á stundum verið kastað á milli nokkrum „pill- um“ er heyra pólitík til — og hafa þær (þ. e. pillurnar) verið vörn eða sókn af gefnu tilefni á hendur ritstjóra hinna vikuhlað anna — og munu ekki Iesendur vera mér sammála um, að slík skriffinnska hafi verið svona kaup kaups milli kollega viku- blaða á Akureyri og vil ég full- yrða að eigi ríki nein persónu- leg óvild, þótt köpuryrði fljúgi á stundum á milli. En þetta var útúrdúr. Það er lýðræði á fs- landi og einnig prentfrelsi — og því vil ég af mestu vinsemd spyrja ýmsa er senda bréf í þennan þátt, hví þeir séu svo hræddir, ef nafn þeirra stæðu undir bréfi þeirra — og ég beð- inn í guðsbænum að flíka þeirri ekki. Slikar óskir hafa komið mér á óvart — og minnt mig óneitanlega á einokunarvaldið danska meðan það réði í ein- veldi sínu hér upp á Fróni — og ég sem kennari áður fyrr kenndi og lagði út af íslands- sögu Jónasar Jónssonar frá Hriflu. Því varð mér það á að hugsa, þá er mér barst í henduri ásökun, að ég hefði ekki birt bréf, er AM barst í byrjun októ ber, nafnlaust, er fól í sér rætna ádeilu á þekkt fyrirtæki hér í bæ er stendur höllum fæti. Þessu nafnlausa bréfi stakk ég í ruslakörfuna. En nú fyrir viku síðan barst mér annað bréf frá sama aðila. Og sökum þess að það er persónulega eingöngu stílað til undirritaðs mun ég birta það. „Hr. ritstjóri. Þú hefur ekki birt bréf mitt, því ertu hýena, sem er ekki túskildings virði. Þú ert bleyða, er ég hefi andstyggð á — og við! bleyður á ég engin bréfavið- skipti framar.“ Ég vil tilkynna bréfritara, að þrátt fyrir heilasjúkdóm, er kollegi minn hjá íslendingi- fsafold segir mig þjást af, hefi ég fyrir Iöngu síðan vitað hver bréfritari væri, vil þó taka fram að AM hefur enga njósnara und ir höndum. Ég tek þetta sem dæmi af fjölmörgum. Ríkir ekkí skoðanafrelsi á íslandi í dag — og hví eru menn þá hræddir að tjá skoðanir sínar óþvingað og feimnislaust. Ég vil á engan hátt trúa því að óreyndu, að livorki KEA, vóldugasta at- vinnufyrirtækið hér í bæ, sé á því stigi hugsjóna sem Skúli Iandfógeti átti í orrustu við á 18. öld. Þáttur AM vill túlkai gagnrýni eður þakklæti frjálsra manna. Ég trúi eigi að hýðingar kannske í svolittlri breyttri mynd sé enn refsidómurinn á þá er tjá vilja sig. Því bið ég alla eftirleiðis er skrifa þættin- um að vera frjálsa án ótta við refsiróm. Frjáls skrif í lýð- frjálsu landi er ósk AM og ósk- in bezta til ykkar lesendur góð-< ir — og munið, þar til annað verður sannað, að frjáls túlkun á prenti er við líði á íslandi, sem iegi á upp á pallborðið hjá ríkjum austan járntjalds og NATO-ríkjum, þar sem fasistar ríkja svo sem í Grikklandi og Portúgal. — s. j. STULDUR ÚR FRYSTI- HÓLFUM. Margir hafa orðið fyrir þung- um búsifjum sökum stuldar úr frystiliólfum, er þeir liafa á leigu hjá Sláturhúsi KEA, þar sem þeir hafa ætlað sér að geyma matvæli til vetrarins. Ég veit um æðimarga sem komið hafa að frystihólfum sínum gal- tómum, þá er þeir hafa ætlað að taka af þessum vetrarforða sín- um, en komið að þeim upp- sprengdum. En önnur hafa að vísu verið lokuð og allt virzt eðlilegt, svona utan frá séð, en þegar hólfin hafa verið opnuð er engan mat að finna, matvæli sem búið var að kaupa fyrir þúsundir króna gjörsamlega horfin, sem áttu að vera búbót fyrir heimilin í vetur. Þetta finnst mér svo alvarlegt mál, að vart sé hægt að þegja yfir slíku! — og vona ég að undir það' munu margir taka. Akureyringur. EKKI RÉTT HLERAÐ. í síðasta blaði var sagt frá þvf að blaðið hefði lilerað að núver- andi formaður Alþýðubandalags ins á Akureyri hefði veitt lög- reglunni ómetanlega hjálp við að koma upp um leynivínsala í bænum. Nú hefur blaðið lilerað það, að þessi hlerun hafi verið röng, heldur hafi það verið for- maður landssamtaka Alþýðu- bandalagsins, sem hjálpina veitti. HVAÐ ER KASKO- TRYGGING? Mig langar til að biðja AM að spyrja tryggingarfélög lands ins að því, og það að gefnu til- efni, hvað kaskotrygging á bif- reiðum r é í raun og veru? Mér var tjáð að kaskotrygging þýddi að tryggingafélögin greiddu á matsverði allt það tjón, er bif- reið yrði fyrir, en reynsla mín hefur því miður orðið önnur í sambandi við þáð tryggingar- félag er ég kaskotryggði bifreið mína hjá. Er kaskotrygging fé- laganna aðeins féfletting af hálfu tryggingarfélaganna? Ég krefst þess að tryggingarfélögin geri hreint fyrir sínum dyrum — og skýri án aðstoðar frá lög- fræðingum, hvort kaskotrygg- ing sé ætluð sem öryggi fyrir bifreiðaeigendur, eða einungis ætluð sem eitt auðgunarkerfi tryggingafélaganna. Bílstjóri. TIL SKAMMAR FYRIR AKUREYRINGA. Nú fyrir nokkru gat blaðið ýtarlega frá fyrirhugaðri starf- semi Leikfélagsins á yfirstand- andi leikári — og ber vissulega að viðurkenna, að ráðamenn félagsins hefðu fullan hug á því að halda uppi frjóu leiklistar- lífi í vetur, sem vissulega er þakkar og virðingarvert. En livernig brcgðast Akureyringar við þessu framtaki Leikfélags- ins. Jú, m. a. með því að annarri Ieiksýningu á Brönugrasinu rauða hafi þurft að aflýsa, sök- um þess að aðeins 5 áhorfendur mættu á leiksýninguna. AM finnst þetta vera algjör skömm af Akureyringum og eigi Leik- félagið það sízt skilið eftir hálfr ar aldar starf að auknu menn- ingarlífi í höfuðstað Norður- lands. — s. j. - Stórkostleg íþróttahátíð (Framhald af blaðsíðu 2). tíðahaldanna hafa þeir Olafur Stefánsson og Þórarinn B. Jóna son. Geta má þess að í undirbún- ingi og á sjálfri vetraríþrótta- hátíðinni munu starfa um 150 manns að langmestu leyti í sjálf boðavinnu, þetta fólk vonar að vel til takist við undirbúning og framkvæmd. Keppendur, gestir, ferðafólk og bæjarbúar, þurfa að leggja sitt á móti með því að sækja hátíðina og taka þátt í henni, ef allir leggjast á eitt er enginn vafi á því að þessi fyrsta vetraríþróttahátíð ÍSÍ sem hald in er á Islandi fer vel fram og verður vetraríþróttum lyfti— stöng. Skrifstofa veti*aríþróttahátíð- arnefndar er í Hafnarstræti 100, Akureyri, sími 1-27-22. Póst- hólf 128 og 546. Viðtalstími 5—7 alla virka daga. j iiiiiniiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiimiimi iiiiiiiimiiimiim imimmmmmmmmmmmmmmm - Læknaskorturinn í strjálbýlinu (Framhald af blaðsíðu 4) Til að sýna frám á, hve læknaleysið er tilfinnanlegt vandamál víða, telc ég hér dæmi úr Norðurlandskjör- dæmi eystra, þar sem ég þekki hezt til. Hygg ég þó, að sums staðar séu dæmi jafnvel verri, og mun þeim þá væntanlega lýst af þingbræðrum mínum, sem betur þekkja til þeirra. í Norðurlandskjördæmi eystra eru 8 læknishéruð, og eru skipaðir héraðslæknar í 4 þeirra aðeins, en í einu að auki til bráðabirgða aðeins, og alls óvíst um framhald. Er þar urn Kópaskers- og Raufarhafnar- læknishérað að ræða, en þar búa um 1200 manns, og hefir það verið óskipað, svo árum skiptir, en læknar á faraldsfæti setið þar stopult um sumur stundum, en ella hefir orðið að leita læknis til Húsavíkur eða Reykjadals, og er það mikið langræði á vetrum og stundum ófært með öllu nema snjóbíll hafi komið til. Ekki er vitað, að hér sé úrbóta að vænta á næstunni, nema læknir verður þar vísast í vetur, en óbundið þó. Þá er Þórshafnarlæknishérað óskipað, og hefir verið um 3—4 ára skeið, en héraðinu þjónað frá Vopnafirði, ef þar hefir þá verið læknir. Er þá yfir snjóþunga heiði að sækja á vetrum, og liefir Vegagerðin ekki viljað takast þær skuldbindingar á hendur að lialda f jallvegi þessum færum einu sinni í viku hverri vetrarlangt. Við þetta öryggisleysi um læknisþjónustu búa um 900 manns á Þórshöfn og um Skeggjastaðahrepp og Þistil- fjörð, en ágætt íbúðarhús og góð aðstaða við algeng læknisstörf býður læknis á Þórshöfn, sem enginn fæst. Þá er nú orðið læknislaust í Breiðumýrarlæknishéraði í S.-Þing., en það er bæði víðlent og fjölmennt, og eru á því svæði fjölmennur héraðsskóli, kvennaskóli auk 3—4 barnaskóla. Mun héraðsbúum nú ætlað að sækja læknisþjónustu til Húsavíkur, og þó það sé vandræða- minna en aðrir verða sums staðar að búa við, bregður þar öllum stórlega við, þar sem þeir höfðu úrvalshér- aðslækni til skamms tíma. Margir hafa leitt huga að því, hvað valdi tregðu lækna til að taka að sér læknishéruð til fastrar þjón- ustu. Sumir eru svo dómharðir að segja, að hinn ungi læknir í dag líti ekki á læknisstarfið sem líknarstarf, heldur álitlega leið til tekjuöflunar, ef vel sé á málum haldið og á góðum stað setið. Vera kann, að einhverjir í læknastétt hugsi svo, en ósanngjarnt er að dæma heila stétt eftir fáeinum einstaklingum. Ýmsir forsvarsmenn læknasamtakanna mikla í augum aðbúnaðarskort og lélega aðstöðu til læknisstarfa í héruðunum, en þó er livort tveggja til í bezta lagi, þar sem læknar fást þó eigi. Enn er talað um einangrun héraðslækna og slæma aðstöðu til að mennta börn sín. Sumir eru sagðir mikla fyrir sér ábyrgðina gagnvart erfiðum sjúkdómstilfell- urn einir og óstuddir, en fyrr hefir margur læknirinn orðið að glíma við þá ábyrgð, og ekki hopað af hólmi. En vafalaust eru orsakirnar fleiri en ein og fleiri en tvær, en mér kæmi ekki á óvart, að sú væri eigi veiga- minnst, að héraðslæknisstarfið er nú svo bindandi, að nærri stappar héraðsfjötrum. Þeir verða að vera við- búnir kalli allan sólarhringinn árið um kring. Um regluleg sumarfrí hefir ekki verið að ræða né frí um sinn sakir til náms og þekkingaröflunar, því að lækna til afleysingar hefir ekki verið að fá, svo að ganga mætti að sem vísu. Hefir þannig aðstaða héraðslæknis- ins stórspillzt frá þeirri tíð, þegar það var fastur liður í menntun livers læknis að þjóna héraði 3—6 mánuði að loknu háskólanámi. Vil ég því leyfa mér að halda fram, að við eigum að taka upp þá gömlu skipan, með- an við bíðum annarrar nýrrar, t. d. læknamiðstöðv- anna, og slá þannig tvær flugur í einu höggi: bæta að- stöðu héraðslækna til fría og endurmenntunar og veita læknislausum héruðum þjónustu verðandi lækna, en fyrir því er gömul og ný reynsla, að slík læknaþjónusta liefir gefizt ágætlega. Æskilegast liefði verið, að læknasamtökin sjálf hefðu hér komið með skjótvirkar úrbætur, en fyrst svo hefir ekki orðið og fjölmörg læknishéruð eru læknislaus og engar horfur á skjótum umskiptum, nema eitthvað róttækt sé tekið til bragðs, er hér lagt til, eins og fyrr segir, að engir læknar fái ótakmarkað lækningaleyfi nema þeir hafi áður gegnt læknishéraði eða verið að- stoðarlæknar héraðslæknis um allt að 6 mánaða skeið. Svo margir læknar sem útskrifast hér árlega, ætti þessi ráðstöfun að gefa skjótvirka raun. Þyki lagabreyting þessi harðleikin og óþörf, er stundir líða, er hægurinn hjá að nema hana úr gildi, er hún hefir lokið sínu hlutverki og gert sitt gagn. En í dag er hún bráð nauð- syn, áður en enn meiri vandræði standa af læknaskorti úti í strjálbýlinu. >111111111111111111111111 lllllllllllllllll•lllllllll•llllllllllllllllllllllllllllllllllllll•lllllllllllllllllltlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll•lllllllllllllllllltllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll•IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIII•llllllll•l •iiiiiiiil»iiif»Miiiiiiiliiiiiiiiiiiifiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii»iiii»iiiiiiiiimiiiiiiiiniiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii»iiiiiiiiiiiiiiiniiiiiniiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii»iiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiii»iiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiii»iiiilii»

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.