Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 17.12.1969, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 17.12.1969, Blaðsíða 1
Verzlið í sérverzlun. Það tryggir gæðin. TÓBAKSBÚÐIN Brekkugötu 5 . Sími 12820 ALLT TIL MATARGERÐAR VERIÐ VELKOMIN EYRARBÚÐIN - opið til kl. 20.00. FRAMKÖLLUN — KOPIERING HAFNARSTRÆTI 85 . SÍMI (96)11520 PEDROMYNDIR Akureyri Jy\ '-gSSHMSgjgggiRpNMBi ROS OG ILLGRESI AM BIRTIR liér á eftir einn kafla úr nýútkominni bók eftir akur- eyrska konu, er valið hefur sér skáldanefnið Hanna Brá — og er kaflinn birtur með góðfúslegu leyfi höfundar — og hefur skáld- konan jafnframt tekið frarn, að hún muni ekki krefjast neinnar greiðslu fyrir frá blaðinu, varðandi bírtingu káflans, sem AM þakkar af alhug fyrir, því það er ekki neinn leyndardómur að AM berst fyrir tilverurétti sínum við guðinn Mammon, þar sem kjör-^ orðið er: Án peninga er enginn guð til. ÓLGANDI BLÓÐ nefnist bók Hönnu Brá, sem án langdreginar vífilengja, bregður upp raun- sönnum svipmyndum úr lífinu. AM þakkar Hönnu Brá fyrir vin- semd og liðsemd og mælist um leið við lesendur sína að kaupa bókina, hún er þess virði, vel skrifuð, án mærðar, þótt tilfinniug- arnar tali opinskátt. AM birtir mynd er á vel við kafla bókarinnar, er birtist hér á eftir. En hér kemur kaflinn, Rós og illgresi. Það var heitur sumardagur og Hulda lagði leið sína í kirkju garðinn, með rósir á leiði Fann eyjar. Hún var álút við að hagræða rósunum og veitti því ekki at- hygli að kona gekk til hennar. Hugur Huldu var líka hjá F.lvu Dís, sem var heima þjáð af lífs- leiða og vonleysi. — Fallegt leiði þetta. Einhver rödd fékk Huldu til að líta upp. Þessi orð voru sögð til hennar af konu, er hún kannaðist ekk- ert við. — En auvirðuleg sál, sem liggur þama niðri. Ég þekki þig ekki og þú þekkir mig ekki, hélt konan áfram. — En ég þekkti þessa konu sem þér er það annt um, að þú hugsar um leiði hennar. Ég þekkti hana fyrir löngu og kynntlst því, er lá á bak við fallega framkomu hennar. Hún var vinliona min, að ég hélt, en sveik vináttuna. Ég hef hatað hana yfir tuttugu ár. Hulda stóð upp. — Af tilvilj- un veit ég, að þú ert Auður. Hvernig er hægt að lifa með slíkt hatur. Að koma inn í kirkjuigarð gagntekin hatri? — Það er mitt mál. Það til— heyrir skapgerð minni að hata eða elska. Ég fyrirlít veikleik- ann. Enginn er frjáls nema þekkja sannleikann. Ég hef alltaf virt hann og lifað sam- kvæmt honum. Fanney var fangi lyginnar, veiklunduð og ósjálfstæð. Huldu leið illa. Þessi köldu orð áttu ekki heima í kyrrð og friði kirkjugarðsins. — Ég þoli ekki, að sjá þessi fallegu blóm. Auður gekk um leiðið og tætti upp blómin. — Á þessu leiði ætti aðeins að vaxa illgresi. Hulda lét hana afskiptalausa, sagði ekkert. Hvert einasta blóm var rifið upp og traðkað niður. — Það er lítilmennska að fyi-irgefa. Það á að taka hart á yfirsjónum annarra. Þú ert kannski ein af þeim, sem hefur samúð með þeim seku og spilltu? — Já, svaraði Hulda. — Ég á til samúð og skilning með öll- um. Ég er þa'kklát að eiga þessa eiginleika. Það er mín skoðun Auður, að þér hði betur ef þú nú við leiði Fanneyjar gætir fyrirgefið. — Oþörf orð, hreytir Auður út úr sér, — mér líður ágætlega. Ég er þess fullviss að skoðun mín á lífinu er sönn. Elzti sonur minn fórst í bílslysi. Hann ók undir áhrifum víns — og hlaut sinn dóm. Hann vissi, að hann átti ekki að drekka vín, ekki að aka bíl drukkinn — og hlaut réttláta refsingu. Sonur minn var alinn upp á heimili, þar sem mikil áherzla var lögð á hvað er rétt og hvað er rangt. Að hafa samúð með þeim seku, hvort það eru nánustu ættingjar, eða óviðkomandi aðilar er það sem er að eyðileggja þjóðfélag okk- ar. Það á að taka hart á þeim sem á einn eða annan hátt bregðast eða brjóta lögin. Aga- leysi og kæruleysi eru hættu- -legar meinsemdir er þarf að uppræta. Hulda starði orðlaus á þessa konu, sem var lagleg, en kalt viðmót og hörkuleg augu gerðu hana fráhrindandi. Það var augnabliksþögn og ódulin heift lá í orðum Auðai-. — Ég mun aldrei framar ónáða þetta leiði — en fyrir mig var það léttir og útrás að láta þessa sál, sem þama liggur, finna að ennþá er hún hötuð. Auður gekk hvatlega út úr garðinum. Hulda horfði á sundurtætt leiðið. Hún tók blómaslitrin sam an í eina hrúgu og ýtti til mold- inni. Hún gerði sér ekki ljóst hvemig henni leið. Allt hafði skeð svo skyndlega. Hún yrði að fara aftur á morgun og ganga betur frá leiðinu. Hulda gekk hægt heim á leið. Niðursokkin í fortíð, nútíð og framtíð. Þegar hún nálgaðist kirkjuna, blöstu við fagurgræn- ir stallar, blómum prýddir, ásamt beinvöxnum trjám. Sterk ur ilmur blómanna, fékk hana til að stanza — og hún settist á bekk, er var við einn stallinn. Þá fann hún, hversu mikil and- leg áreynsla hafði gripið hana. Hún skildi ekki þetta hatur Auð ar, sem náði yfir líf og dauða. Hatur er nagdýr, tortíming sál- arinrrar. — Fanney, þú varst svo lífsglöð. Vildir hfa lífinu lifandi, lézt oft tilfinningarnar ráða — og svo komu eftirköstin. Viðurkenndir eigingirni — en gazt ekki breytt eðli þínu. Hulda horfði yfir bæinn, sund in blá og fjöllin. Fortíðin greip hana. Nótt, sem hafði gert sterk þáttaskil í lífi hennar. Ein nótt, er hafði breytt draumlyndri, áhyggju- lausri stúlku í lífsreynda konu. Nótt, sem var ógleymanleg, átti helzt aldrei að taka enda, en varð að líða sem aðrar nætur. Daginn eftir sigldi skip út fjörðinn, með manninn í lífi hennar. Síðan liðu dagar, alteknir minningum, er áttu að vara að eilífu. Fleiri dagar liðu, lasleiki ásótti hana, höfuðverkur, ógleði. — Læknir gaf þann úrskurð, að hún væri barnshafandi. Þá greip hana örvænting. Kvöld eitt fór hún á skemmti stað með vinstúlkum. Þar var iðandi mannhaf, kannski surnir að leita eftir félagsskap, eða gleyma, gleyma sjálfum sér, verulei'kanum, þar sem aðeins líðandi stund skyldi gilda við vín og dans. — Hulda drakk ört, hló og gerði að gamni sínu með stöllum sínum — en þegar einn piltannna þrýsti henni fa9t og græðgislega að sér greip hana ógleði, hún sleit sig frá honum og hljóp að borði sínu. Þungur reykmökkur lá yfir salnum, söngur og hlátur bland aðist saman við ýskrandi tóna hljómsveitarinnar. Það var sem rynni af henni einhver víma, er hafði um stund sefjað hana. Hún fann að hún var hræðilega ein í þessum mannfjölda — og kannski voru fleiri það. Fólk nútímans hræðist einveruna — sækir til fjöldans — og sumum hlotnast hamingja, en öðrum þjáning. Hulda tók veski sitt og yfir- höfn, fór án þess að kveðja. Hún gekk eirðarlaus um mið- bæinn, að lokum lá leið hennar fram á bryggjuna. Hún var auð, aðeins nokkrir mannlausir bát- ar, er biðu eftir síldarævintýr- um sumarsins, minntust við dekk bryggjunnar. Rökkrið hvíldi yfir bænum, gerði hann lífvana og stirðnaðan, sem klettaþyi-pingu inn til heiða. Hún gekk alveg fram á enda hryggjunnar, þar var kassa- ræfill og hún settist og horfði út á sjóinn. Sjógangur var nokkuð mikill, en loftið var hreint og svalandi. Hugsanir komu og fóru sem myndir á tjaldi. Væri ekki gott að láta sig falla niður í freyð- andi bylgjurnar, er myndu soga hana niður, kannski hrista hana svolítið til — og síðan draga hana alveg niður í djúpið, þangað, sem engin mannleg vera gat lífi haldið. Ætlar þú að gefast upp, Hulda, við fyrsta mótlæti, fannst henni hvíslað, rödd henn ar eigin hrópandi sálar .... Nei, nei, ég er bara að hugsa um barnið, sem ég geng með. Ég get ekki boðið því líf án föð- urs. — Ertu ekki aðeins að kenna í brjóst um sjálfa þig var aftur hvíslað? .... Hulda horfði sem dáleidd á öldurnar. Ein þeirra reis mun hærra en aðrar, en hvarf síðan og hjaðnaði hægt og rólega. Oldurnar voru eins og mann- hafið, einmana öldur, er risu og féllu með mismunandi hraða. Maður í mannhafi glatar sér, eða finnur sig .... Finnur að hann getur vaxið og staðið einn. Horfzt í augu við tóm einver- unnar- og lifað lífi, sem ekki byggist á ótta eða flótta. Reykjarmökkur, vínþefur, áfergjuleg andlit, blekkjandi atlot í danssal, hvarf smám sam an úr vitund Huldu. Hreint sjávarloftið, minning um stjörnubjartan Pollinn og nótt- ina einu gaf henni innri frið. — Fyrirgefðu, sagði hún lág- um rómi við Pollnn. — Ég hélt að ég gæti ekki tekið þeirri byrði, sem lífið ætlast til að ég axli. Þessa nótt á bryggjusporðin- um tók hún þá ákvörðun að taka hverju mótlæti, að gefast aldrei upp. Fortíðin hvarf. Hulda sat enn á bekknum með angan blóm- anna í vitum. Kona gekk niður tröppurnar, er lágu niður á milli stallanna og hvarf í fólks- fjöldann í miðbænum. — Þar fór Auður. — Kona, sem lagði allt kapp á það, að sannleikur- inn væri leiðarljósið, heimtaði það af sjálfri sér og öðrum, gerði sannleikann að eigingirni og eignarétti. En hve undarleg- ar andstæður búa í okkur mönn unum, hugsaði Hulda, og við erum að berjast við þessar and- stæður allt okkar líf. Erum við ekki of háð áliti annai’ra. sem truflar okkur, veldur ái'ekstr- um og illindum. Tæknin og menningin er að gleypa okkui', gera lífið að ói-aunveruleika, er fær okkur til að gleyma, að það sem mestu máli skiptir er lífið sjálft, fi-jálst og fagm-t. Hulda stóð upp. Heima var Elva Dls. — Elsku stúlkan mín. Ég vildi að ég gæti sagt þér frá lífsreynslu minni, en þú vilt ekkeiú með mig hafa — og hey- ir nú lífsleið harða bai'áttu, mikið mótlæti, en ég bið og vona að trúin á lífið muni aftur vakna í brjósti þér og gera þig frjálsa. Hulda horfði út á sjóinn, meðan hún gekk niður tröpp- urnar. Eitt sinn hafði hvai'flað að henni að hverfa í bylgjur hafs- ins. Haldið að byrðar lífsins yi'ðu of þungar. Milt bros leið um varir hennar. Bros konu, sem varð að líða þjáningu til að skilja hamingju. Glata ham- ingju til að skilja þjáningu. Þessi lífsreynsla hafði gefið henni frelsi, sem fæst ekki nema skilningxu' sé fyrir hendi, hvoi't sem um er að x'æða soi'g eða gleði. Aljiýðiimaðurinn Síðasta blað af AM kemur út á laugardaginn, 20. desember. Hulda sat með angan blómanna í rttum. í AUGSÝN: ** Urval af SÓF ASETTIl M nýkomið! AUGS™HF- LVJL SÍM! 2-16-90

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.