Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 18.12.1969, Blaðsíða 8

Alþýðumaðurinn - 18.12.1969, Blaðsíða 8
Kínversk MATAR- cg KAFFISTELL, 12 manna, - aðeins kr. 4.250.00 KAUPFÉLAG VERKAMANNA KJÖRBÚÐ BARNABÆKUR V) •)•) STOFNAÐ hefir vei’ið í Reykja vík nýtt útgáfufyrirtæki „Bai'na bækur“. Stofnandinn er Konráð Þorsteinsson pípulagningameist ari, sem mörg undanfarin ár hefir starfað við sunnudaga- skóla og veitir nú forstöðu sunnudagaskóla kristniboðs- félaganna í Reykjavík. Aðdragandinn að stofnun bókaútgáfunnar var sú, að á sl. sumri endursagði og flutti Kon ráð í „Morgunstund barnanna" í Ríkisútvarpinu barnabók eftir sænska rithöfundinn Sonju Hed berg. Naut bókin mikilla vin- sælda yngri sem eldri og bár- ust margar fyrirspurnir varð- andi það hvort hún kæmi ekki út á íslenzku. Varð að ráði að stofna bóka- útgáfu þessa til þess að standa að útgáfu þessarar bókar og fleiri álíka og mæta með því að- kallandi þörf á aukinni útgáfu lesefnis fyrir börn, þar sem sam an færi göfgandi áhrif og spenn andi söguþráður. Annað varð einnig driffjöður varðandi útgáfu bókarinnar. Væntanlegur ágóði af henni mun renna til styrktar smnar- búðastarfi, sem undanfarin 17 ár hefir verið rekið að Ölver í Borgarfirði. Dreifing bókar þessarar verð ur að nokkru með nýstárlegum hætti. Auk þess sem hún verður til sölu í bókaverzlunum verður hún einnig afgreidd í sambandi við sunnudagaskólastarf til þess að spara dreifingarkostnað. Til kynningar bókinni hafa verið prentaðar nokkur þúsund aug- lýsingakápur, sem greina frá innihaldi og tilgangi bókarinn- ar. Gefst foreldrum þannig tæki færi til þess að gera sér nokkra grein fyrir hvortveggja. Bóka- gerðin „Lilja“ mun annast dreif ingu til bókaverzlana. „Barnabækur" hafa fyrst um sinn aðsetur að Háaleitisbraut 18, Reykjavík. Sími 83177. — Dreifingu á Akureyri og ná- grenni annast Jóhann Pálsson, Lundragötu 12, Akureyri. Sími 12150. Getið góðrar bókar LEIÐIN HEIM heitir bók, sem nýlega er út komin hér nyrðra. Er efni hennar frá miðilsfund- um frú Guðrúnar Sigurðardótt- Guðrún Sigurðardóttir. ur á Akureyri. Bókin hefst á ágætum skýringarorðum útgef- andans, Stefáns Eiríkssonar. Ennfremur er henni fylgt úr hlaði af hinni gagnmerku gáfu- konu, frú Aðalbjörgu Sigurðar- dóttur. í skýringarorðum Stef- áns og heimanfylgd frú Aðal- bjargar finna lesendur lykil, sem fær upp lokið þeim unaðs- Kveðja til foreldra frá BRAGA SIGFÚSSYNI, fædílur II. desember 1945 - dáinn 14. október 1969, ort í lians nafni. Grát þú eigi elsku móðir mín, mig engill fagur bar til ljóssins heima. Þar angla blóm og eilíft sólin skín, og allir sorg og heimsins böli gleyma. Hví skyldu tár þín falla, faðir minn? Af fegurð geislar lífs míns dýrðarstaður. Við helgan söng ég svíf um himininn, á sólabirtu hjartanlega glaður. Sigurður Þorgeirsson. BEZTI KNATTSPYRNUMAÐUR AKUREYRAR SÖKUM dræmrar þátttöku í getrauninni er úrslitum frestað þar til í 1. tölublaði AM 1970. Nýverið hafa knattspyrnumenn okkar unnið stórsigur, orðið Bikarmeistarar íslands 1969. Sá Ég kýs glæsilegi sigur ætti að örva les- endur til að taka þátt í getraun inni. En hér kemur atkvæða- seðillinn og AM hvetur lesend- ur sína að taka virkan þátt í keppninni. — SEM BEZTA KNATTSPYRNUMANN AKUREYRAR 1969 Nafn heimum, sem í bókinni felast. En þessa bók verður að lesa vel — með opnum huga, skiln- ingi og yfirvegun og fara um hania hreinum og nærfærnum höndum. Þeim, sem það gjöra veitir hún mikla auðlegð og yl, sem aldrei dvínar. Hinn háleiti blandast í engu hugur um grand og mannbætandi boðskapur bók arinnar á erindi til allra, sem eitthvað hugsa af alvöru um lífið — tilgang þess og rök. Og víst mun hún vísa þeim leið, sem vegvilltir eru og hrjáðir og blessa þá sem hugdaprir búa - við harmanna skugga. í fylgd þessarar bókar er gott að hverfa á vit komandi jóla. Hún hefur hvorttveggja að færa: Jólafögnuð og jólafrið —-- blessun frá honum, sem í Betlehem fæddist. Guðrún Sigurðardóttir er gædd miklum dulrænum hæfi- leikum og vinnur fyrir þeirra mátt og áhrif og af eigin hjarta- þeli ómetanlegt starf í þágu sjúkra og sorgbitinna. Áratuga kynni mín af þessari elskulegu konu eru slík, að mér blandast í engu hugur um grand varleik hennar og lotningu fvrir lífsins helgidómum. Hún horfir sikyggnum augum inn í dýrð hinna duldu heima og gefur okkur sem óskyggn erum hlut- deild í sinni sólarsýn. Og í gegn um miðilssamband hennar er (Framhald á blaðsíðu 4) 39. árgangur — Akureyri, fimmtudaginn 18. des. 1969 — 31. tölubb Þing fiskideilda á Norðurlandi 28. fjórðungsþing fiskideilda í Norðlendingafjórðungi var hald ið á Akureyri dagana 3. og 4. desember sl., að Hótel KEA. Á fundinum voru mættir alls 23 fulltrúar frá öllum deildum fjórðungssambandsins frá Skagaströnd til Raufarhafnar. Ennfremur sátu sem gestir fund arins fiskimálastjóri, Már Elís- son, og fulltrúar hans, þeir Jakob Jónsson og Þórarinn Árnason. Varaformaður samtakanna, ■ Magnús Gamalíelsson, útgm., Ólafsfirði, setti þingið í fjarveru formanns, Valtýs Þorsteinsson- ar, og bauð fulltrúa og gesti þingsins velkonma. Fyrir þinginu lágu mörg mál og voru gerðar ýmsar samþykkt ir og ályktanir vai'ðandi þau öll og ríkti mikill einhugur á þing- inu varðandi öll hagsmunamál samtakanna. í stjórn voru kosnir: Angan- týr Jóhannsson, Hauganesi, Heimili BRÚÐHJÓN. Fyrir nokkru voru gefin saman í hjónaband í Osló, ungfrú Bente Lie hái'greiðsludama frá Osló og Ólafur Ásgeirsson lögregluþjónn. Heimili þeirra er að Ásabyggð 18, Akureyri. Ljósmyndastofa Páls. Magnús Gamalíelsson, Ólafs- firði og Bjarni Jóhannesson, Akureyri. Varastjórn: Sigvaldi Þorleifs- son, Ólafsfirði og Jón Stefáns- son, Dalvík. Endurskoðendur voru kjörnir þeir Gunnar Níelsson, Hauga- nesi og Ingvar Jónsson, Skaga- strönd. Fulltrúar á Fiskiþing voru kjörnir: Angantýr Jóhannsson, Hauganesi, Magnús Gamalíels- son, Ólafsfirði, Bjarni Jóhannes son, Akureyri og Hólmsteinn Helgason, Raufarhöfn. Varafulltrúar: Sigvaldi Þor- leifsson, Ólafsfirði, Marteinn Friðriksson, Sauðárkróki, Jón Stefánsson, Dalvík og Ingvar Jónsson, Skagaströnd. Þinginu var slitið að kvöldi 4. desember með borðhaldi að Hótel KEA. A. M FÍLADELFÍA, Lundargötu 12, tilkynnir: Hátíðarsanikomur. Sunnudaginn 21. des. kl. 8.30 e. h. Jóladag kl. 8.30 e. h. Ann an dag jóla kl. 8.30 e. h. Sunnudag 28. des. kl. 8.30 e. h. Gamlársdag kl. 8.30 e. h. Ný- ársdag kl. 8.30 e. h. Söngur, ræða, vitnisburðir. Allir eru hjartanlega velkomnir á þess ar samkomur. — Sunnudaga- skóli hvern sunnudag kl. 1.30 e. h. Öll börn velkomin. — Saumafundir fyrir telpur á föstudaginn 19. des. kl. 5.30 e. h. Allar telpur velkomnar. — Fíladelfía. HJÁLPRÆÐISHERINN Syngjum jólin inn á , samkomunni n. k. sunnu dag kl. 16.30. Allir vel- komnir. — Munið jólapottinn. LEIÐRÉTTING. í blaðinu er með fylgir var sagt að síðasta blað AM kæmi út 20. þ. m. Margir geta misskilið þetta. Átt var við að það væri síð- asta blað ársins 1969. TRYGGINGAUMBOÐ Akur- eyrar og Eyjafjarðarsýshi' bið ur bótaþega, sem eiga eftir að vitja bóta sinna fyrir þetta ár, að gera það sem fyrst.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.