Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 09.12.1972, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 09.12.1972, Blaðsíða 1
ALÞYÐUmAÐURINN ——\\v^-— Bókmenntir og listir Fundarboð 42. árg. — Akureyri, laugardaginn 9. des. 1972 — 18. tölublað I y y y y y y y y y y y y y y y y ♦2» Alþýðuflokksfélagið heldur fund í Strandgötu 9 fimmtudaginn 14. des. n.k. k|. 8,30. FUNDAREFNI: 1. Bragi Sigurjónsson ræðir um stjórnmála- viðhorfið. 2. Félagsstarfið. STJÓRNIN. y y y y y f g * y y y y y y y 1111 PÁSKASNJÓR eftir Braga Sigurjónsson Meðal jólabókanna frá „Skjald -borg“ í ár er nýjasta ljóðabók Braga Sigurjónssonar — sjö- unda bók höfundar. Bragi er Zöngu landskunnur eins og fleiri hans frændur af skáldskap, en vafalítið hefur engin ætt á svo skömmum tíma teflt fram eins mörgum skáldum eins og þeir Sandsmenn og væri það verðugt verkefni bókmenntafræðingum að bera saman skáldskap þeirra frænda — gera eins konar úttekt á skáldskap þeirra og skáld- hneigð. Ljóðrænan er eitt helzta einkenni þeirra og líklega ein- kennir hún engan þeirra meir en Braga nema ef vera skyldi Sigurjón faðir hans, en meðal ljóða hans eru einhverjar fáguð- ustu og tærustu Ijóðperlur úr skáldskap seinni tíma. Stirðleiki og stífni er fjarri ljóðum Braga Sigurjónssonar. Gekk ég mig á grænan skóg, glóði sól á lundi, hélt að gæfan hefði heitið sínum fundi. En annarlega í asparlaufi stundi. Gekk ég mig á grænan skóg, glóði dögg á stráum. Uppi sól á himni hló, himni morgunbláum. En þung var brún á þokukúfum gráum. Sagan er Braga hugleikin og oft velur hann sér yrkisefni úr íslenzkri sögu, svo sem hið á- gæta kvæði hans um Jón byskup Arason ber vitni og enn Ieitar hann til sögunnar — til hinna grimmilegu örlaga Ogmundar byskups Pálssonar .... Blindum verður vald og tafl verkasljótt í hendi. Þungt er manni að þreyta tafl þeim, sem vafans kenndi. Inniklemmdur upp við gafl efans gref ég mollarskafl, sem yfir varnarráðin mín öll renndi. Einna bezt tekst Braga upp í léttum háttum og ljóðrænum — þar nýtur sín bezt tilfinning hans fyrir náttúrunni og fegurðinni. Sat ég uppi í Seljahlíð. Silkiþræði spann kóngulóin fingrafim, en hjarta mitt brann. Uppi í sól og sumarþey á silfurvængi lýsti fiðrilla í fimum leik, en óró mig nísti. í Páskasnjó haslar Bragi sér einnig völl utan „rósafjötra rímsins“ og tekst mjög vel upp og mættu margir þeir, sem ný- lega hafa skipað sér á skálda- bekk, ýmislegt af honum læra og sannast þar enn einu sinni, að hvað, sem menn taka sér fyr- Frá leik KA og Þórs. Sjá baksíðu Lag:afrnmvarp 11111 námsflokka BRAGI SIGURJÓNSSON, sem nú situr á Alþingi, lagði fyrir skömmu fram frum varp til laga um greiðslu kostnaðar við Námsflokka, þar sem segir m. a.: „Starf- ræki sveitarfélög námsflokka, sem aðgang ur er frjáls að, skal fara um kostnað við rekstur þeirra eftir ákvæðum III. kafla laga um skólakostnað, nr. 49/1967, enda hafi menntamálaráðuneytið samþykkt fjárhagsáætlun hvers skólaárs, námsskrá og ráðningu skólastjóra eða forstöðu- manns og kennara.” Sjá nánar greinar- gerð Br. Sig. á öðrum stað í blaðinu.) Frumvarp þetta að lögum skiptir okk- ur Akureyringa mjög miklu máli sem og alla landsmenn, því að Námsflokkar Ak- ureyrar eru algerlega kostaðir af bæjar- sjóði og þeim Akureyringum, sem þar stunda nám. Á því ári, sem nú er að líða, nam fjárframlag Akureyrarbæjar til Námsflokkanna 450.000 krónum og var það fjárframlag svo lágt, að ekki hefði verið unnt, að starfrækja Námsflokkana í vetur, ef ekki hefði komið til hækkun námsgjalda. 200 manns stunda nú nám í Námsflokkunum, en kennt er í 24 flokk- um. Nemendurnir verða sjálfir að kosta að mestu leyti kennsluna og sjá allir sanngjarnir menn, að slíkt nær auðvitað ekki nokkurri átt, því þeir, sem nám stunda í Námsflokkunum eru að öllumjafn aði skattborgarar, venjulegt launafólk, sem um langan aldur hefur með skatt- greiðslum sínum staðið undir hinu al- menna skólakerfi og lagt sinn skerf að mörkum við menntun fjölmargra lang- skólagenginna manna. Þegar nú þetta fólk hefur til þess tækifæri að leita sér lærdóms og menntunar í stopulum frí- stundum frá striti og erfiði, er því gert að skyldu að greiða umtalsverðar fjár- hæðir í námsgjöll. Mikið er nú þessa stundina skrifað og skrafað um fullorð- innamenntun. Á nýafstöðnu Alþýðusam- bandsþingi var gagnmerk ályktun sam- þykkt um framhaldsmenntun fullorðinna, en ein af forsendunum fyrir vinnutíma- styttingu hefur verið sú, að veita bæri launafólki tækifæri til menntunar. Þörfin á fullorðinnamenntun er gýfurleg, eins og bezt sést á því, að á Akureyri skuli 200 manns leita til Námsflokkanna, þrátt fyrir margvíslega annmarka, sem eru á rekstri þeirra og stafa af fjársvelti og skilningsleysi j af nt ríkis sem sveitarfélags. Sérstök ástæða er til þess, að launþega- samtökin sinni meir þessrnn málum en þau hafa hingað til gert. Launþegasamtök Norðurlands eru sterk samtök, sem vel mættu láta til sín heyra um framhalds- menntun fullorðinna og ef þau létu þar til sín taka, væri einhverra tíðinda að vænta. Framhaldsmenntun fullorðinna má ekki verða eitt af þessum tízkumálum, sem glamrað er með í hátíðlegum sam- þykktum. Þar verður að hafast handa — en hætta að dæla fé í það fólk, sem ekk- ert vill læra og lítur á skólana sem hvíld- arheimili og lausn undan allri vinnu — hvíllarheimili á kostnað vinnandi fólks, sem sjálft verður að greiða stórfé sjálfu sér til menntunar. B. H. ir hendur þarf alúð, kunnáttu og umfram allt eðlishæfni til þess að vel fari. — Kvæðið Eg vil .... er að mínum dómi eitt bezta kvæði bókarinnar og tek ég upp erindi úr því kvæði um leið og ég þakka höfundi góða bók og kærkomnar ljós- glettur inn í skammdegis- skuggana .... Ég vil deyja inn í fegurð landsins, hinar mjúku línur þingeyskra heiða, hin björtu ris eyfirskra fjalla og blámóðuna leyndardóms- fullu, sem hjúpar, fjarskann um heita sumardaga. B. H. ÚR LÍFI SMALANS eftir Óskar Stefánsson Ein af jólabókum Skjallborg- ar í ár heitir „Ur lífi smalans“ og er eftir Óslcar Stefánsson frá Kaldbak, rúmlega áttræðan bónda úr Þingeyjarþingi. Það er ekki á hverjum degi, sem maður á nírœðisaldri gefur út bók og nœrri einsdæmi að um byrjenda verk sé að ræða. Bókin fjallar um líf og starf höfundar í dags- ins önn og lýsir afskaplega vel jafnt búskapparháttum sem breytingum þeim, sem orðið hafa bœði í lífi bóndans og þjóð arinnar í heild. Óskar hefur þann fágœta hæfileika, sem nú- tímafólk vantar svo oft, að hann kann að taka sjálfan sig og lífið mátulega hátíðlega. Hann er glettinn og greindur og heiðar- Framh. á bls. 2. Leiðari: i hvaða flokki á millistéttin heima? 1 þróttir, sjó baksíðu

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.