Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 07.04.1976, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 07.04.1976, Blaðsíða 1
ALÞYÐUMAÐURINN ----- Sunnlenskir báfasjómenn stunda svívirðilegar veiðar 46. árgangur - Akureyri, miðvikudaginn 7. apríl 1976 - 12. tbl. Ein sú mesta svívirða, sem upp hefur komið á þessum síðustu og verstu tímum eru veiði- þjófnaðir og landhelgisbrot sunnlensku bátanna, sem Land helgisgæslan hefur verið að taka undanfarna daga og það allt upp undir kálgörðum hjá sunnlenskum bændum. Einir 8 trollbátar voru teknir fyrir helgina síðustu og 10 netabát- ar á mánudaginn, sem voru á alfriðaða svæðinu á Selvogs- banka. Þetta skeður á sama "S Hörmulegur atburöUr 28 ára gamall maður, Guð- björn Tryggvason, fannst lát- inn að morgni sunnudagsins sl. við Heiðarlund hér í bæ. Hafði hann verið skotinn 5 riffilskotum í hnakkann og lá byssan og skotfæri skammt frá þar sem líkið fannst. Klukkan að ganga 5 á sunnu dagsmorgun ætlaði Guðbjörn að fara út að ganga og hitta kunningja sinn, en hann kom aldrei þangað þar sem þeir höfðu mælt sér mót. Síðan var það rétt um kl. 7 að Guðbjörn fannst þar sem að framan er getið, í Heiðarlundi, stutt frá Lundsskóla. Það kom þegar á daginn að brotist hafði verið inn í Sportvöruverslun Bryn- jólfs Sveinssonar og stolið þaðan riffli og skotum og ein hverju af peningum. Það var ungur maður, 18 ára gamall, sem þar var að verki og varð fyrir þeirri ógæfu að verða banamaður Guðbjörns heitins. Lögreglan náði þessum pilti á mánudaginn og mun hann hafa játað verknaðinn fljót- lega. Alls voru þeir ókunnug- ir, Guðbjörn og pilturinn, og er talið að hann hafi framið verknaðinn í einhvers konar heift eða brjálsemi og þá hefði hver sem er getað orðið fyrir barðinu á honum. Lík Guðbjörns var sent suður til Reykjavíkur til krufningar og verður banamaður hans send- ur í geðrannsókn, en að öðru leiti er málið allt í rannsókn. ^ v ' .. JÖTIJIMIM má ekki fara s Eins og kunnugt er mislukkað- ist önnur borholan, sem bor- uð var að Syðra-Laugalandi og nú stendur til að flytja bor inn Jötunn austur að Kröflu. Þetta myndi kosta seinkun um eitt ár hvað hitaveitufram- kvæmdirnar snertir og setja úr jafnvægi áætlanir um hita- veitu til Akureyrar. Þetta eru alveg óhugsandi ráðstafanir og finnst mönnum að ævintýramennskan í raf- orkumálum Norðlendinga sé komin í hámark þó hitaveita til Akureyrar verði ekki látin verða fyrir barðinu á Kröflu- ævintýrinu. Menn eru enn jafn bjartsýnir þó þetta óhapp hafi skeð með aðra holuna og talið er að ekkert spursmál sé að nægilegt heitt vatn sé þarna til staðar. Akureyringar munu bíða í ofvæni eftir að fá hita- veitu til bæjarins og ekki leggja neina áherslu á að fá rafmagnsreikninga sína hækk- aða um helming með tilkomu Kröfluvirkjunar. Þessvegna er krafan sú, að Jötimn fari ekki austur að Kröflu að sinni. tíma og sjómenn Landhejgis- gæslunnar eru í eilífri lífs- ' hættu við að trufla veiðar breskra veiðiþjófa fyrir austan land, og sendimenn okkar reyna að verja málstað okkar íslendinga á erlendri grund varðandi einhliða útfærslu landhelginnar. Þessi forstokkun og lítils- virðing fyrir því alvarlega ástandi, sem ríkir í fiskveiði- málum okkar og efnahagsmál- um er með eindæmum, og næsta óskiljanlegt að nokkur íslendingur skuli haga sér svo löðurmannlega, sem raun ber vitni. En svo kemur rúsínan í pylsúendanum. Bátarnir eru færðir til hafnar og liggur við að þeir séu verðlaunaðir fyrir veiðiþjófnaðinn. Sektirnar hjá trollbátunum voru frá 100 og upp í 400 þúsund krónur, sem þýðir frá rúmu einu tonni af fiski og upp í sjö tonn, afli og veiðarfæri gerð upptæk í orði, en sjaldnast er því framfylgt og þar af leiðandi má segja að veiðiþjófarnir sleppi með skrekkinn. Er þetta ekki dæmigert ís- lenskt dómkerfi? N Abyrgbarlausir sinubrunar í góðviðrinu nú upp á síðkast- ið hefur verið mikið um það, að Slökkvilið Akureyrar hefur verið kallað út vegna sinu- bruna í bæjarlandinu. Svo rammt hefur að þessu kveðið, að mörg slík útköll hafa verið sama daginn og er það engin spurning hve alvarlegar afleið ingar þetta getur haft, ef á sama tíma yrði um útkall að ræða vegna húsbruna, þar sem hver mínúta er dýrmæt að Slökkviliðið komist sem fyrst á staðinn. Slökkviliðsstjóri, Tómas Búi, bað því blaðið að koma því á framfæri, að al- gjörlega væri óheimilt að kveikja í sinu í bæjarlandinu og yrðu þeir, sem valdir eru að slíku látnir sæta ábyrgð ef þessu héldi áfram. ’OOOí1 1873 TONIM í MARS S t'c:r naia rcynit nukil afia- og happaskip togaiarnir sem keyptir voru af Færeyingum. Togarar Útgerðarfólags Akur- eyringa öfluðu 1873 tonn af fiski í mars-mánuði síðastliðn um og hefur verið stöðug vinna í frystihúsinu og oft þurft að vinna á laugardögum. Áður hafa birst hér tölur um afla einstakra tQgara á tíma- bilinu 1.—15. mars, en hér fara á eftir tölur um afla þeirra seinni hluta mánaðar- ins. 17/3 Svalbakur 159 tonn. 19/3 Harðbakur 129 tonn. 22/3 Sólbákur 136 tonn. 25/3 Sléttbakur 134 tonn. 29/3 Kaldbakur 128 tonn. 31/3 Svalbakur 112 tonn. Þann 26. mars lestaði Sel- foss 11.316 kassa af freðfiski á ameríkumarkað og Bæjar- foss lestaði 28 tonn af skreið 2. apríl. Ertu að byggja? Alltaf eitthvað nýtt! Þarftu að bæta? Viltu breyta? Demin pils, vesti og kjólar IBÚÐIN TRYGGVABRAUT 22. - SÍMI: 2-24-74. KLEOPATRA Strandgötu 23. — Sími: 2-14-09. FASTEIGNASALA - LÖGFRÆÐISKRIFSTOFA Steindór Gunnarsson, lögfræðingur. Ráðhústorgi 1. — Sími: 2-22-60.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.