Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 07.04.1976, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 07.04.1976, Blaðsíða 2
 0 ALI LM ; Otgefandi: AlþýBuflokksfélag Akureyrar. — Ritstjðri og ábm. - Hjörleifur Hallgríms. UMAÐURINN Afgreiðsla og auglýsingar Strandgötu 9, sími 1-13-99. ÞORSKA- STRIÐIÐ Ásiglingar brezku herskipanna á íslandsmiðum á íslenzk varðskip gerast nú æ tíðari og virðast menn vera hættir að kippa sér upp við það, þótt íslenzkum skipum og löggæzlu- mönnum sé hvað eftir annað stefnt í beinan voða. Mikið er rætt um, hvað styrkja þurfi landhelgisgæzluna, en það gengur hægt að að koma því af umræðustiginu. Skuttogarinn Baldur hefur reynzt ágætlega í landhelgis- gæzlunni og virðist sjálfsagt að við tökum systurskip hans til sömu nota. Eldd skaðar að taka togveiðiskip til annarra nota en þorskveiða eins og nú er ástatt um fiskistofnana og samfélagið getur vel staðið undir útgerðarkostnaði land- helgisgæzlunnar þótt sldpum verði fjölgað. Bretar hyggja sjálfsagt gott til glóðarinnar, þegar veður batna og þeir þora að senda herskip sín á miðin fyrir Norður- og Vesturlandi. Við verðum að mæta þeim þar með auknum skipaflota og vissulega myndu hraðbátar auka mátt hans, þótt lítil von sé til þess, að bandamenn okkar í NATÓ geti séð af þeim í bili. Frammistaða brezka flotans á íslandsmiðum sýnir glöggt að hann er gagnslaus fyrir NATÓ og hin ríkin mega því ekld missa neins í flota- styrk sínum, ef mæta á hinum milda óvini. En við getum endurtekið, að sá þarfnast ekld óvina, sem á Breta fyrir bandamenn. Það kostar peninga að halda úti strandgæzlu okkar og við verðum að taka það á okkur með niðurskurði óþarfari hluta og auknum sköttum, ef með þarf. Við gætum líka lagt fram sjálfboðaliðsvinnu í þágu landhelgisgæzlunnar, t. d. á orlofstíma gæzlumannanna. Jafnframt þessu verðum við enn að herða stjórnmála- sókn okkar á erlendum vettvangi. Nú stendur yfir hafrétt- arráðstefnan í New Yorlc, sem dregur athygli heimsins í auknum mæli að hafréttarmálefnum. Þetta eigum við að notfæra okkur og við verðum að setja hóp manna í það, að matreiða áróðursefni fyrir erlenda fjölmiðla. Sókn okkar á vettvangi NATÓ hefur nú fjarað út og stjórnmálaslitin við Breta eru ennþá bara leikaraskapur, meðan fjölmennt starfslið brezka sendiráðsins stundar enn víðtæka njósnastarfsemi á íslenzkri grund. Ríldsstjórnin verður að standa sig betur í landhelgis- málinu en hún hefur gert hingað til. Hún verður að sýna margfallt meiri hörku og einbeitni og hún verður að hætta að tala tungum tveim. — BF. f ÞRÖTTIR llrslit í Hermanns- mótinu í Hlíðarf jalli Um fyrri helgi var haldið hið svokallaða Hermannsmót og var keppt í svigi, stórsvigi og alpatvíkeppni. — Úrslit urðu sem hér segir: KONUR: Stórsvig: 1. Steinunn Sæmundsd., R 2. Margrét Baldvinsd., A 3. Jórunn Viggósdóttir, R Svig: 1. Marrgét Baldvinsdóttir, A 2. Jórunn Viggósdóttir, R 3. Katrín Frímannsdóttir, A Alpatvíkeppni kvenna: 1. Margrét Baldvinsdóttir, A 2. Jórunn Viggósdóttir, R 3. Katrín Frímannsdóttir, A KARLAR: Stórsvig: 1. Haukur Jóhannsson, A 2. Tómas Leifsson, A 3. Árni Óðinsson, A Svig: 1. Haukur Jóhannsson, A 2. Árni Óðinsson, A 3. Tómas Leifsson, A 4. Karl Frímannsson, A Alpatvíkeppni karla: 1. Haukur Jóhannsson, A 2. Tómas Leifsson, A 3. Árni Óðinsson, A 4. Karl Frímannsson, A Þess má geta, að helsti keppinautur Akureyringanna, Sigurður H. Jónsson, ísafirði, tók ekki þátt í mótinu, en hann er sem kunnugt er far- inn til Ítalíu til æfinga og keppni. Óviðunandi ástand Framhald af bls. 6. byggðastefnu í kjördæmi sínu. Póstbáturinn Drangur hefur á prentaðri áætlun sinni hálfs mánaðar ferðir, en nú ber svo við að 3 vikur líða á milli ferða bátsins, bæði fyrir og eftir páska. Drangur átti að koma hér þann 1. apríl, en samkvæmt ósk ráðamanna ÚKE hérna var ferð bátsins frestað og kemur hann því ekki fyrr en fimmtudaginn 8. apríl. Rétt er að taka fram, að ekki var óskað eftir frestun af útibússtjóra ÚKE hér, lengur en til þriðjudagsins 6. apríl, en framkvæmdastjóri Drangs taldi á því öll tormerki sök- um þess, að á þriðjudögum færi báturinn fram og til baka í áætlun sinni til Siglufjarðar. Var því frestun lengd til fimmtudags. Tel ég þessa frest un furðulega af ráðamönnum ÚKE hér, þar sem mjólkur- laust var orðið, og ungbörn eru hér í Eyjunni. Framkvæmdastjóri Drangs sagði mér í símtali, að sér hefði verið sagt, að frestunin á áætluninni hefði verið rök- studd meðal annars með því, að húsmæður hér í Eyjunni hefðu óskað eftir henni. Vil ég vart trúa þeirri fullyrð- ingu þótt ég hafi ekki ráðist í neina skoðanakönnun hvað þessa fullyrðingu áhrærir. Ég held, að ef skilningur væri fyr ir hendi hefði frekar átt að fjölga ferðum bátsins en fækka þeim úr því að hægt er að sniðganga prentaðar áætl- anir eftir geðþótta. Prentaðar eru 2 flugáætlan- ir á viku til Grímseyjar frá Flugfélagi Norðurlands, en oft valda óveður og slæmt ástand flugvallarins í Eyjunni að sú áætlun er aðeins pappírsgagn. En ekki var því til að dreifa sl. fimmtudag, því þann dag var flugáætlun hingað, en var frestað til föstudags sökum þess, að eini farþeginn, sem átti pantað flugfar, endurskoð andi frá KEA, óskaði eftir frestun á fluginu til dagsins í dag og varð F. N. við þeirri ósk, þótt fimmtudagsflug sé aðeins póstflug og ekki hafði verið flogið í heila viku. Rétt er að taka fram, að mjólk kom með flugvélinni, sem bætti úr brýnustu þörf. Ég þakka Sigurði Aðalsteins syni, framkvæmdastjóra F. N., fyrir kurteis svör er ég bar fram kvörtun mína hvað þetta snerti, um leið og ég óska hon- um og félagi hans allra heilla með nýju flugvélina. Vænti ég: þess að F. N. verði traustur hjálparaðili til að rjúfa ein- angrun Eyjarinnar í framtíð- inni með tilkomu betri flug- vallar, sem vonandi er á næsta leiti. S. J. Ibúðir til sölu Erum að hefja sölu á 110 fermetra íbúðum í 2ja hæða raðhúsi við Litluhlíð. Bílskúr fylgir. Ibúðirnar seljast fokheldar, tilbúnar undir tréverk eða tilbúnar undir málningu. Verða fokheldar í haust. Akurfell hf. STRANDGÖTU 9. - SÍMI: 2-23-25. TILKYIMIMIIMG frá Landsvirkjun Vegna framkvæmda við Sigöldu er nauðsynlegt að geyma vörur í Búrfellsstöð. Vegna þessa hefur verið ákveðið að loka stöðinni fyrir umgangi fram á næsta haust. EIRÍKUR BRIEM, framkvæmdastjóri. 2 - ALÞÝÐUMAÐURINN

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.