Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 22.04.1976, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 22.04.1976, Blaðsíða 2
ZJ Ml Otgefandi: Alþýöuflokksfélag áF *'■[ \/ II Akoreyrar. — Ritstjóri og ábm. J----“~J * ■ **- Hjörleifur Hallgríms. ALÞÝÐUMAÐURINN m..... L Afgreiðsla og auglýsingar Strandgötu 9, sími 1-13-99. Því ekki stálbræðslu á Hjalteyri? Svo mjög sem raforkumál Norðlendinga hafa verið í brennidepli nú undanfarnar vikur og mánuði og þá sér- sem fáum hafi komið til hugar hvernig hægt væri á sem hagkvæmastan hátt að nýta allt það uframrafmagn, sem skapast með tilkomu ICröfluvirkjunar og hinnar svo- kölluðu byggðalínu. Alþýðuflokkurinn og þingmenn hans hafa réttilega gagnrýnt mjög hvernig staðið hefur verið að allri fram- kvæmd við byggingu Kröfluvirkjunar og komið með tillögur um að draga verulega úr hraða framkvæmda þar eystra, þar sem markaður fyrir alla Kröfluframleiðslu er ekki fyrir hendi og enn minnkar þörfin með tilkomu hitaveitu Akureyrar, sem ekki virðist á þessu stigi eiga Iangt í land. Rétt er það, að Norðlendingar hafa búið við algjört raforkusvelti undanfarin ár, en það réttlætir það samt ekki sem koma skal með tilkomu allt of mikillar raf- - orkuframleiðslu og þar með óheyrilega dýrt rafmagns- verð og það svo, að óbærilegt yrði. En þvi þá ekki að leggjast á eitt með að finna lausn við vandanum? Því ekki að vinda bráðan bug að því að skapa markað fyrir raforkuna? Fáir eða engir staðir hér Norðanlands væru betur fallnir til að Icoma upp stðriðjuveri á, og Hjalteyri við Eyjafjörð. Þá kæmi mjög vel til greina að setja þar upp stálbræðslu og mælir svo margt með þvi að það yrði gert. Til er orðið hér á landi svokallað Stálfélag og sagt er að þegar sé til hönnun stálvers, svo Iítið virðist vera því til fyrirstöðu að hefjast handa. Þá má benda á, að varla er hægt að finna heppilegri byggingarstað fyrir slíka verksmiðju, þar sem flatlendi er gott og jarðvegur hinn ákjósanlegasti til slíkrar byggingar. Einnig eru hafn- arsldlyrði við Hjalteyri hin ágætustu svo vart verður betra kosið og fjárhagslega ekki þungt að gera þar góðan viðlegugarð. Brotajárn það, sem safnast árlega hér innan- lands yrði svo væntanlegt hráefni stálversins og það sem á vantaði til árs rekstursgrundvallar hverju sinni yrði sjálfsagt auðvelt að útvega erlendis frá. Framleiðslan mundi að töluverðu leiti geta notast hér innan lands í formi stálbita og stykkja ýmiskonar, og einnig væri hægt að flytja það beint úr stálverinu til Akureyrar og nærliggjandi byggðarlaga og nota það I sambandi við gatnagerð svo sem að steypa niðurföll og holræsi, svo einhverjir af möguleikunum séu nefndir. Um mengun frá slíku stálveri þýðir ekki að tala því möguleikarnir eru orðnir það miklir til að koma í veg fyrir þá hættu. Hér að framan hefur verið stildað á stóru um möguleika til nýtingar umframorku, sem fyrir- sjáanlegt er að til verður á næstu mánuðum og ættu ráða- menn orkumála svo og þingmenn Norðurlandskjördæmis eystra að taka hann til gaumgæfilegrar athugunar. H.H. f ÞRÓTTIR Skíðalandsmótið í Hliðarf jalli við Ak. Nú um sl. helgi þ.e.a.s. á páskunum lauk einum stærsta íþróttaviðburði ársins, Lands- móti íslands á skíðum, og þótti framkvæmd mótsins tak ast mjög vel. Hlíðarfjall við Akureyri skartaði sínu feg- ursta og bæði keppendur og áhorfendur voru geysilega margir. Þama voru saman komnir allir bestu skíðamenn og konur landsins enda varð baráttan um hvert sæti gífur leg. Það leyndi sér ekki að breiddin er að aukast til muna þannig að veldi okkar Akur- eyringa var svo sanarlega ógn að. Augu flestra mændu að sjálfsögðu að hinum leikna Sigurði H. Jónssyni, hinum unga ísfirðingi. En það var ekki Sigurður sem stóð uppi sem sigurvegari í Alpagrein- unum, heldur voru það tveir ungir Akureyringar. Þessir ungu menn eru þó langt frá því að vera óþekktir hér á landi — Tómas Leifsson og Karl Frímannsson. Þetta eru tveir afburða skíðamenn og enn nýjar stjörnur er koma héðan frá Akureyri. í kvenna greinum bar mest á Reykjavík ur-stúlkunni Steinunni Sæm- undsdóttur, en hún vann þó engan veginn auðveldan sigur á Akureyrarstúlkunum sem stóðu sig með prýði eins og vænta mátti. Mótið gekk brösulega fram an af og varð t.d. að fresta keppni í tvígang vegna óhag- stæðs veðurs, en mótið komst í gegn að lokum og þurfa stjórnendur mótsins ekki að skammast sín fyrir framkvæmdina á mótinu því hún gat vart verið betri. Þegar upp var staðið unnu Ólafsfirðingar langflest gull eða 10. Unnu nær allar nor- rænu greinarnar, er það alveg augljóst að ef Akureyri ætlar að halda sínu forystu hlut- verki þá verður að gera rót- tæka breytingu. Nú verður að hlúa að öllum mætti að nor- rænu greinunum og það sem fyrst, ekki einblína á Alpa- greinarnar. En allt um það Ólafsfjörður varð því íslands meistari, Akureyri fékk 4 gull, ísafjörður 3, Siglufjörður, og Reykjavík 2 gull hvort. Hér á eftir koma úrslitin í Alpagreinunum: stórsvigi, svigi, alpatvíkeppni og flokka svigi. En í næsta blaði koma úrslit í norrænum greinum og jafnvel viðtöl við keppendur. Áður tilkynnt viðtal við Þór- odd Hjaltalín verður því að bíða um stundarsakir. STÓRSVIG KARLA: 1. Sigurður H. Jóns. 132.51 2. Tómas Leifsson A. 134.02 3. Karl Frímannsson A 134.63 STÖRSVIG KVENNA: 1. Steinunn Sæm. R. 130.01 2. Aldís Arnardóttir A. 133.61 3. Margrét Vilh. A. 135.35 SVIG KARLA: 1. Tómas Leifsson A. 98.07 2. Karl Frímannsson A. 99.01 3. Árni Óðinsson A. 99.28 4. Haukur Jóhanns. A. 100.53 SVIG KVENNA: 1. Margrét Baldvinsd. A 88.80 2. Steinunn Sæm. R. 89.11 3. María Viggósson R. 91.01 ALPATVÍKEPPNI KARLA: Grátlegt var að sjá þegar sveit Akureyrar stefndi að glæsilegum sigri er Haukur Jóhansson gleymdi neðsta portinu og sigurinn flaug um leið. Sigursveitin: Sigurður H. Jónsson (átti besta brautar- tímann), Valur Jðnatansson, Hafþór Júlíusson og Gunnar Jónsson. Sveif Akureyrar: Tómas, Karl, Haukur og Ámi. FLOKKASVIG KVENNA: 1. Sveit Akureyrar 285.68 Sveit Reykavíkur úr leik. Sigursveitin: Margrét Bald- vinsdóttir, Aldís Arnardóttir, og Katrín Frímannsdóttir. ALPATVÍKEPPNI KARLA: 1. Tómas Leifsson A. 2. Karl Frímannsson A. 3. Bjarni Sigurðsson H. ALPATVÍKEPPNI KVENNA: 1. Steinunn Sæmundsd. R. 2. Aldís Arnardóttir A. 3. Margrét Vilhelmsd. A. Svig Stórsvig Samt. 0.00 7.14 7.14 5.05 9.99 15.04 21.68 18.72 40.40 Svig Stórsvig Samt. 1.84 0.00 1.84 13.53 17.20 30.73 25.49 25.34 50.83 MÞ SA Lið Þórs, sem varð meistarar 2. deildar kvenna í handbolta. 2 - ALÞÝÐUMAÐURINN

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.