Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 22.04.1976, Blaðsíða 6

Alþýðumaðurinn - 22.04.1976, Blaðsíða 6
 Grunnskólalögin til framkvæmda *S Unglingar þeir, sem nú eru i| 2. bekk Gagnfræðaskóla Akur eyrar munu verða fyrsti ald- ursárgangurinn, sem starfar að námi sínu samkvæmt grunnskólalögunum frá 1974 og eftir námsskrá, sem sniðin er eftir ákvæðum þeirra. Áf því leiðir að tilhögun námsins breytist nokkuð frá því, sem verið hefur og munu þær breytingar verða mestar á næsta ári. Þegar þeir ungling- ar koma í 9. bekk, sem þá mun verða kallaður, en samsvarar að nokkru leyti núverandi 3. bekk, stóreykst námsval þeirra þannig að þeir ættu að geta sett saman verkefna- og viðfangsefnaskrá sína nokkuð eftir eigin höfði í samræmi við áhugaefni sín, framtíðaráform og æfileika. Námið í 9. bekk skiptist í þrjá höfuðþætti þ. e. kjarna, valbrautir og valgreinar, en kjarnagreinarnar verða allir nemendur að taka, sem eru ís- lenska, danska, enska og stærð fræði svo og leikfimi og sund. Valbrautirnar eru síðan fjórar þ. e. almenn bóknámsbraut, iðnbraut, sjóbraut og verslun- arbraut. Þá er ætlast til að hver nem andi velji sér að auki allt að fjórar námsgreinar til viðbót- ar námi í kjarna og á valbraut. Landspróf miðskóla verður þreytt í síðasta sinn nú í vor, en eftir það lýkur skólavist nemenda í grunnskóla með grunnskólaprófi eftir 9. bekk. Form prófsins hefur ekki ver- ið mótað til fulls, en sennilega verður a. m. k. hluti þess sam- ræmdur um land allt (lands- próf). !Ekki verður um það að ræða á|S neinn „falli“ á grunn- skólap^ófi í þeim skilningi, sem lagður hefur verið í það orð. Hins vegar munu viðtöku skólar, þ. e. framhaldsskólar (menntaskólar, iðnskólar og sérskólar af ýmsu tagi) setja ákveðin einkunnalágmörk sem inntökuskilyrði hver hjá sér. ALÞYÐUmAÐURINN ----->000------ 46. árgangur - Akureyri, fimmtudaginn 22. apríl 1976 - 14. tbl. s Söluaukning á atengi var Jll, J70 Áfengissalan frá 1. janúar til 31. mars 1976 var sem hér segir: Söluaukning, miðað við sama tíma 1975, er 30.3%. Þess ber að geta að nokkrar verðhækkanir hafa orðið á áfengi. Áfengisvarnaráð. Jarðarbúar 4000 millj. Hinn 28. mars sl. er talið að fólksfjöldi jarðar hafi farið yfir 4 milljarða manna. Jarðar búum fjölgaði t. d. um 72 milljónir manna frá miðju ári 1973 til miðs árs 1974 skv. skýrslum Sameinuðu þjóð- anna. Helmingur jarðarbúa býr í Asíu, en fjölgunin er mest í Afríku. Næstum 8 af hverjum 10 búa í einhverju af 25 fólks- flestu ríkjum jarðar. Efst á list anum eru Kínverjar, sem telj- ast 824.96 milljónir. Síðan kemur Indland með 586.06, Sovétríkin með 252.06 milljón ir og Bandaríkin með 211.91 milljónir. í skýrslunni kemur fram að stúlkur, sem fæðast í Svíþjóð geta reiknað með því að lifa í 77.66 ár, en piltar verða að láta sér nægja 72.12 ár. Konur í Noregi, Hollandi, Frakklandi, Kanada, íslandi, Sviss, Danmörku, Japan, Bandaríkjunum, Puerto Rico, Englandi og Hong Kong hafa hærri meðalaldur en 75 ár. í Noregi, Hollandi, Dan- mörku, íslandi, Japan, ísrael, og Sviss er meðalaldur karla nú yfir 70 ár. Barnadauði er lægstur í Sví þjóð, en á hæla Svíum koma í þessum efnum Finnar, Hol- lendingar, Japanir, íslending- ar og Norðmenn. Mestur barnadauði er á Grænhöfðaeyjum, í Chile og í Guatamala. Heildarsala: Selt i og frá Reykjavík Akureyri ísafirði Siglufirði Seyðisfirði Keflavík Vestmannaeyjum kr. 813.055.265 116.282.295 28.782.320 17.582.260 30.014.230 47.446.000 30.148.485 N Kr. 1.083.310.885 Sömu mánuði 1975 var sal- an sem hér segir: Nýtt skipulag - Breikkun á Glerárgötu Selt í og frá kr. Reykjavík 640.349. Akureyri 76.744. ísafirði 22.894. Siglufirði 12.410. Seyðisfirði 19.053. Keflavík 32.099. Vestmannaeyjum 27.812 790 420 .760 Kr. 831.365 Nýtt skipulag og breytingar á 501 legu gatna er nú byrjað að sjá dagsins ljós. Þannig var fyrir hátíðarnar byrjað á að hreinsa 9^0 til aus.tan megin Glerárgöt- unnar og fyrsta „fórnarlamb- ið“ var húsið Gránufélagsgata 15. Næsta hús, sem brotið verð ___ ur niður er svo Glerárgata 4, 471 en þar eru íbúarnir fluttir í burtu og búið að rífa allt inn- an úr því svo ekkert er að van búnaði að hefjast handa. Þessi hús eru látin víkja til þess að breikka Glerárgötuna, sem síð an á að liggja til suðurs í gegn um dokkina á milli Torfunefs- bryggjanna og síðan til suð- vesturs fyrir framan Prent- verk Odds Björnssonar og tengjast götunni, sem liggur undir Samkomuhúsbrekkunni. En þetta er bara rétt byrjunin á því sem koma skal í endur- skipulagningu Miðbæjarins og umhverfis hans og mun það eiga eftir að taka mörg ár að skipuleggja og framkvæma í framhaldi af því. Glerárgata 4 verður næsta „fórnarlamb“ hins nýja skipulags. AM óskar lesendum sínum gleðilegs sumars! Heyrt Að nu sé skipt hlutverkum lijá stjórnarflokkunum. Nú séu það Framsóknarmenn, sem vilji endilega halda stjórninni við lýði, en Sjálf stæðismenn, sem gjarnan vilji gera reikningana upp og bregða búi. Frétt Að hallinn á rekstri Kröflu virkjunar sé áætlaður 980 milljónir króna á ári á tímabilinu 1977 til 1980. Heyrt Að einkunnarorð Gunnars Thoroddsen í orkumálum séu: Ein virkjun á dag kem ur kerfinu í lag. 'i' f'-'Tii1 Hlerað Að Mitsubishi sé japanska og þýði „nes sólarinnar“. i

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.