Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 05.05.1976, Side 1

Alþýðumaðurinn - 05.05.1976, Side 1
aM ALÞÝÐUMAÐURINN —•«. 46. árgangur - Akureyri, miðvikudaginn 5. maí 1976 - 16. tbl. Frá bæjarstjórn Með bréfi dagsettu 24. mars síðastliðinn, óskar Sjávarút- vegsráðuneytið eftir að Bæjar- ráð Akureyrar tilnefni einn mann í nefnd til að gera sér- staka athugun á kjörum á- hafna og afkomu útgerðar á stærri togurum (þ. e. 500 brl. og yfir) eftir breytingar þær, sem orðið hafa við nýja kjara- samninga og lagasetningu um útflutningsgjald af sjávarafurð um og Stofnfjársjóð fiskiskipa. Bæjarráð tilnefnir Sigurð Öla Brynjólfsson, bæjarráðsmann í nefndina. Bæjarráð hefur samþykkt sérsamninga milli Akureyrar- bæjar og Verkalýðsfélagsins Einingar um kaup og kjör verkafólks. Þá hefur bæjarráð samþykkt að veita Eimskipafélagi Islands hf. viðbótarlóð við vöruhöfn- ina sunnan Strandgötu ca. 6000 fermetra að stærð austan núverandi lóðar. ........ ~~,V1 Nýjar álögur frá ríkisstjórninni Ríkisstjórnin ræður ekki við neit t - Skuldasöfnunin óbærileg Ríkisstjórnin segi af sér - Gengið verði til kosninga nú þegar Eru verkföll framundan? Nær daglega nýjar álögur frá ríkisstjórninni tröllríða nú þjóðfélaginu, svo hriktir í stoð um efnahagslífsins. Nýjustu að gerðir hennar eru skattheimta á þegnana, sem nemur rúmum 2 milljörðum króna, án nokk- urrar viðleitni til sparnaðar af hálfu ríkisstjórnarinnar, í út- gjöldum ríkissjóðs. Framkomið frumvarp um efnahagsaðgerðir til hjálpar landhelgisgæslunni og aukning Sl. föstudag þann 30. apríl frumsýndi Leikfélag Akur- eyrar leikritið Umhverfis jörðina á 80 dögum sem Bengt Ahlfors hefur gert eftir sam- nefndri skáldsögu Jules Verne. Þetta er í fyrsta sinn að ís- lenskt leikhús sýnir þetta margfræga verk en áður hefur það þó verið flutt hér á landi af Lilla Teatern frá Finnlandi sem sýndi leikritið í Norræna húsinu við mikla hrifningu. Einnig hefur verið flutt fram- haldsleikrit í útvarpinu sem gert var eftir þessari sögu. L. A. ræðst hér í nokkurt stór- virki, því að fyrir utan það að persónurnar eru mjög þekktar og því vandgert til hæfis öllum þeim sem fyrirfram eru búnir að mynda sér skoðanir á því hvernig þær skuli leiknar, er sýningin mjög umfangsmikil, tæknilega flókin. Þrjátíu og fjórar persónur koma fram í leiknum, búningar eru marg- víslegir og vandfundnir, leik- urinn fer fram á þrjátíu og níu stöðum, yfir sjötíu innkomur eru fyrir tónlist og leikhljóð, ar á fiskileit og hafrannsókn- um réttlætir uppsögn nýgerðra kjarasamninga og þá blasa við verkföll. Vörugjald á að hækka um og Ijósabreytingar eru hátt á þriðja hundrað og þar að auki mjög hraðar. Sýningin reynir því mjög á öryggi og sainstill- ingu þeirra sem að henni vinna. Sviðssetningu gerði Eyvind- ur Erlendsson en hann þýddi jafnframt leikritið og gerði leikmyndina með hjálp Hall- mundar Kristinssonar. í helstu hlutverkum eru: Gestur E. Jónasson sem leikur Mr. Phileas Fogg, Aðalsteinn Berg dal sem leikur Passepartout, Þórir Steingrímsson sem leik- ur Fix leynilögreglumann og Saga Jónsdóttir sem leikur Mrs. Aoudu. Það er ráð að tryggja sér miða í tírna þar sem sýningum verður hraðað vegna þess að L. A- hyggur á leikför um Suður- og Austurland í vor. væntanlega með Kristnihald undir Jökli, auk þess sem fyr- ir dyrum stendur að leika Glerdýrin á listahátíð og að gera hljómplötu með Rauð- hettu. Með bréfi dagsettu 28. apríl síðastliðinn tilkynnti stjórn Byggingarfélags Akureyrar að samþykkt hafi verið að leggja félagið niður og óskar eftir að Akureyrarbær taki við félag- inu. Bæjarstjórn hefur verið falið að ganga frá yfirtöku á eignum og skuldbindingum fé- lagsins. Lögð hafa verið fram þrjú tilboð, sem borist hafa í II. áfanga Lundarskóla frá eftir- töldum aðilum: Börkur hf. kr. 96.496.545,00. Smári hf. kr. 107.746.816,00. Norðurv. hf. kr. 111.347.746. Áætlaður byggingakostnað- ur af teiknistofu húsameistara er kr. 111.237.000,00. Bæjar- ráð hefur lagt til að gengið verði til samninga við Börk hf. á grundvelli tilboðsins. Áskoranir um byggingu svæðisíþróttahúss hafa borist bæjarráði Akureyrar og eru það undirskriftalistar með um 1800 nöfnum bæjarbúa á. Þar er skorað á bæjarstjórn að hefjast þegar handa um raun- hæfar aðgerðir í byggingu húss ins. Af þessu tilefni samþykkti bæjarráð að sækja um fjár- veitingu til ríkissjóðs, svo unnt verði að hefja framkvæmdir af fullum krafti á næsta ári. Samkvæmt áætlun er gert ráð fyrir að húsið verði tekið í notkun haustið 1979 og lokið verði við það að fullu árið 1980. Bæjarráð hefur samþykkt að fela bæjarstjóra að sækja um til félagsmálaráðherra heimild til 10% hækkunar á álögð út- svör 1976, þar sem augljóst sé, að tekjur Bæjarsjóðs hrökkvi ekki fyrir áætluðum útgjöld- um. Þá hefur bæjarráð lagt til, að heimilað verði að hefja efniskaup og smíði viðbygg- ingar við Oddeyrarskóla, tvær kennslustofur í samræmi við fjárveitingu í fjárhagsáætlun. Þórir Steingrímsson sem Fix, reynir að fá Passcpartout, Aðal- stein Bergdal í samsæri gegn Fogg. LA sýnir Umhverfis jörðina á 80 dögum Ertu að byggja? Þarftu að bæta? Viltu breyta? ÍBÚÐIN TRYGGVABRAUT 22. - SlMI: 2-24-74. Alltaf eitthvað nýtt. Sumardraktir — sumarkjólar. KLEOPATRA Strandgötu 23. — Stmi: 2-14-09. FASTEIGNASALA - LÖGFRÆÐISKRIFSTOFA Steindór Gunnarsson, lögfræðingur. Ráðhústorgi 1. — Sími: 2-22-60.

x

Alþýðumaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.