Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 02.06.1976, Side 1

Alþýðumaðurinn - 02.06.1976, Side 1
ALÞYÐUMAÐURINN . SJUKRAHOTEL Á AKUREYRf 46. árgangur - Akureyri, miðvikudaginn 2. júní 1976 - 20. tbl. Nýlega festi Rauði Krossinn, Akureyrardeild, kaup á hús- eigninni Skólastígur 5 hér í bæ og hikst þar reka sjúkrahótel, sem er það fyrsta sinnar teg- undar utan Reykjavíkur, og YFIRVINIMUBANIM HJÁ BORMÖIMIMUNUM - Yfirvinnubann hefur verið nú um nokkurt skeið hjá bor- mönnum og hefur það meðal annars komið niður á borunar framkvæmdum að Syðra- Laugalandi. Vinna hefur af þessum sök- um fallið niður á helgidögum, “s Borinn aftur laus Eins og fyrr hefur komið fram, þá festist borinn Jötunn þar sem hann er að bora þriðju holuna að Syðra-Laugalandi. Þetta átti sér stað, er komið var niður á 900 — 1000 metra dýpi. Nú um nokkurn tíma hefur verið unnið að losun borsins og er því verki nú lok- ið þannig að borun getur hafist af fullum krafti að nýju. Þá er langt komið að fóðra holuna niður á rúmlega 900 metra dýpi og á það að vera til varn- ar því, að hrun myndist í henni aftur, svo borun geti haldið áfram án nokkurra óhappa eða tafa. það er frá föstudagskvöldi til aðfaranætur mánudags. Orsakirnar fyrir þessu banni munu vera þær, að yfirleitt eru gerðir sérsamningar við bor- menn og ýmsa aðra vinnuhópa þegar að heildarsamningar eru gerðir, en að þessu sinni hefur ekki enn verið samið um þessi sérákvæði þó liðnir séu 3 mán- uðir frá gerð heildarsamning- anna á síðastliðnum vetri. Dagsbrún mun þó vera búin að leggja fram uppkast að samningum fyrir þessa hópa, og eitthvað verið um það fjall- að, en endar ekki náðst saman ennþá. Þó mun hafa verið fund ur með samningsaðilum í gær og vonir standa til að úr rætist næstu daga. Flaggslupið Týr við bryggju á Akureyri. mun í framtíðinni verða rekið með svipuðu sniði og þar. Þá er átt við hótel, sem sjúklingar með fótavist geta búið á ef þeir þurfa að leita sér lækninga á Akureyri. Kaupverð hússins var 12 milljónir króna og stendur Ak- ureyrardeildin ein að kaupun- um en nýtur stuðnings Rauða Kross íslands. Húsið verður afhent í ágústmánuði næstkom andi og til að byrja með eiga að geta gist þar 6—8 manns í einu, en með breytingum, sem fyrirhugaðar eru mun verða þar gistirými fyrir 10 — 12 manns. Guðmundur Blöndal, starfsmaður Akureyrardeildar Rauða Krossins tjáði blaðinu, að lengi hefði verið brýn þörf fyrir slíkt sjúkrahótel á Akur- eyri. Fundarsam- þykkt Fundur haldinn í Friðbjarnar- húsi 13. maí 1976 í stúkunni Ísafold-Fjallkonan nr. 1 þakk- ar Starfsmannafélagi Akur- eyrarkaupstaðar fyrir sam- þykkt um að skora á bæjar- stjórn Akureyrar að hætta að veita áfengi í veislum sem bær inn heldur. Fundurinn fagnar því einnig, að bæjarstjórn Siglufjarðar hefur hætt að veita áfengi í þeim veislum, sem eru á henn- ar vegum. xX>» - N Öll tilboðin undir kostnaðaráætlun Nýlega voru opnuð tilboð í byggingu fjölbýlishússins að Hjallalundi 1, 3 og 5, sem stjórn Verkamannabústaða ætlar að láta reisa. Þrjú tilboð bárust og voru þau frá eftir- töldum aðilum: Smári hf. 84.451.500.00 Híbýli hf. 91.896.000.00 Aðalgeir og Viðar hf. 95.300.000.00 Kostnaðaráætlun gerð af Teiknistofunni Ármúla 3, Reykjavík, hljóðaði upp á 102.628.420.00. Tilboðin eru miðuð við bygg inguna fullfrágengna að öðru leyti en því, að í þeim feiast ekki smíði á eldhúsinnrétting- um, innihurðum og skápum í herbergi, en þessi atriði verða boðin út síðar. “S Yarðskip í höfn Tvö af varðskipum Landhelg- isgæslunnar, Týr og Þór voru hér í höfn í gær og fyrradag. Þór var tekinn til botnhreins- unar hjá Slippstöðinni, en ekki er vitað hvað Týr var að gera annað en það hafi verið „kurt- eisisheimsókn“ og „vopnahlé" það sem nú er á miðunum hafi verið notað til að hvíla mann- skapinn. Gárungarnir töluðu þó um, að freigáturnar hefðu verið sendar út fyrir og þá hefðum við íslendingar enn einu sinni þurft að sýna oklcar heims- fræga „þjóðarstolt“ með því að senda varðskipin til hafnar á meðan samningar standa yfir við Breta um að minnka afla- magn okkar sjálfra um tugi þúsunda tonna, án viðurkenn- ingar á 200 mílna fiskveiðilög- sögu okkar og stórri hættu á nýjurn ofbeldisaðgerðum að nokkrum mánuðum liðnum, í skjóli Efnahagsbandalagsins. Ertu að byggja? Alltaf eitthvað nýtt. FASTEIGNASALA - LÖGFRÆÐISKRIFSTOFA Þarftu að bæta? Viltu breyta? Amerískar blússur og bolir. ÍBOÐIN KLEOPATRA Strandgötu 23. — Sími: 2-14-09. Steindór Gunnarsson, lögfræðingur. TRYGGVABRAUT 22. - SÍMI: 2-24-74. Ráðhústorgi 1. — Sími: 2-22-60.

x

Alþýðumaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.