Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 02.06.1976, Blaðsíða 5

Alþýðumaðurinn - 02.06.1976, Blaðsíða 5
Jósep Kristjánsson Sandvík sjötugur 14« maí 1976 Afmæliskveðja til afa frá Sigurgeir, Elvu, Höllu, Atla, Nönnu, Unni, Rósu og Völu. Sólroðin fjöllin fönnum krýnd, fjörðurinn blátær, lygn og sléttur, vaxandi gróður, vorblær léttur. Vxðmótsþýð mynd, sem þér er sýnd. Verkefni fyrir hendur hagar hljóta sín form er lengjast dagar. Lyftast í höndum listamanns, í lofgjörð á trú og ættjörð hans. Sjötugum nú við sendum þér síðbúna kveðju, ósk með heita. Megi þér gæfan gjöful veita ómælda gleði, ást og frið. Heilsa og fjör þitt haldi velli hárrar svo megi njóta elli, ástvinum þínum una hjá einlægur nú sem þakkir tjá. ÍÞRÓTTIR Gölluð jarðalög að hafa elt óheppnina uppi í leikjunum á undan. Dómari var Gísli Sigurðsson og dæmdi illa, línuverðir Arnar Einars- son og Kjartan Tómasson. 2. deild. íþróttabandalag Vestmanna eyja heldur sínu striki og nú um helgina vann liðið IBÍ 2:0 á ísafirði í hörkuleik. Er lið ÍBV nú eina liðið í 1. og 2. deild er ekki hefur tapað stigi. Ármann vann Hauka örugg- lega á Laugardalsvellinum — sem ekki var of ,,blautur“ nú — 2:1. Virðast Ármenningar vera mjög líklegir til stórræðna í sumar en liðið leikur einmitt við KA núna í vikunni. ÍBV er efst með 6 stig, en bæði Akureyrarliðin hafa 3, eftir 3 leiki. 1. deild. Valur heldur einnig ^sínu striki og vann lið ÍBK örugg- lega 2:0 í nokkuð góðum leik. Hefur flugið heldur betur lækkað hjá ÍBK nú að undan- förnu eftir góða byrjun. KR hefur lengi verið mesta jafn- teflisliðið í 1. deildinni og um helgina gerði KR jafnt við Breiðablik 0:0 í tilþrifalitlum leik. Virðist sem Valur sé með lang skemmtilegasta og um leið frískasta liðið í 1. deild- inni og eru nú líklegir til stór- ræðna í sumar, ef þessari góðu byrjun er fylgt eftjr, nógu er af að taka þar. Lið ÍA, ÍBK, Fram og ICR virðast koma þar á eftir þó svo reikna megi með að lið íslandsmeistaranna fari nú að taka við sér. Víkingur er eins og svo oft áður óþekkta stærð- in og geta komið mjög á óvart á sumrinu. UBK og Þróttur hafa ekki farið vel af stað en óheppnin hefur fylgt Þróttur- um mjög nú í fyrstu leikjunum. FH byrjaði líka ömurlega með 1:6 tapi en ná|5i svo jöfnu á Kanlakrika 0:0 gegn ÍA, svo liðið virðist til alls líklegt, þó það sé talsvert veikt nú og lendir sjálfsagt í basli í sumar. íslenska unglingalandsliðið er tekur þátt í Evrópukeppn- inni í Ungverjalandi er með 2 stig eftir jafntefli við Tyrki og Sviss 0:0. Efstir í riðlinum eru Spánverjar með 3 stig, en liðið gerði jafnt við Sviss 0:0. Sviss er einnig með 2 stig. Alls taka 16 lið þátt í þessu móti, en sem kunnugt er unnum við Luxem- borgara áður í keppninni og tryggðum okkur þátttöku rétt í þessum 16-liða úrslitum. MÞ/SA. Undir þinglok voru samþykkt á Alþingi ný jarðalög, sem kunna á ýmsa lúnd að hafa vrahugaverðar afleiðingar. Bragi Sigurjónsson átti sæti í Ed, þegar frumvarp að lög- um þessum var afgreitt í land- búnaðarnefnd deildarinnar, og varð ekki sammála öðrum nefndarmönnum um af- greiðslu málsins, en skilaði sér áliti og allmörgum breytingar tillögum við frumvarpið. Sér- álit Braga Sigurjónssonar var svohljóðandi: „Frumvarp þetta að jarða- lögum hefur það að mark- miði meðal annars að torvelda að góðar bújarðir og vel í sveit settar — kannske með eftir- sóttum hlunnindum — lendi í tröllahöndum brasks, svo að not jarðanna til búskapar kunni að misfarast sem og valda bændastéttinni og við- komandi sveitarfélagi ýmsum vandkvæðum. Undirritaður er samþykkur þessu markmiði og því úrræði, að viðkomandi sveitarfélög hafi yfirleitt for- kaupsrétt að jörðum innan marka sinna, að frágengnum ábúanda, ef fyrir hendi er. Annað markmið frumvaips- ins virðist að festa í sessi eign- ar- og umráðarétt sjálfseign- arbænda og sveitahreppa yfir öllu landi, bæði þinglýstum jarðeignum sem og afréttum og óbyggðum öllum, lóðum og lendum utan skipulagðra þétt- býlisstaða, gögnum lands og gæðum, sbr. 3. gr. frumvarps- ins. Undirritaður telur, að jafn- afdráttarlaust yfirráða- og valdsvið fyrirhugaðra jarða- nefnda, sem frumvarpið legg- ur til að verði, og skipaðra með þeim hætti, sem frumvarp ið ætlast til, hljóti að leiða til árekstra með íbúum sveita- hreppa og íbúum þéttbýlis- staða, þar eð skipan jarða- nefndanna virðist miðuð við hagsmuni sjálfseignarbænda og sveitahreppa einvörðugu. Hætt er við, að líkir árekstr ar kunni að skapast varðandi úthlutun og ákvörðun útilífs- svæða og sumarbústaðalóða, einnig ráðstöfunarstjórn á fasteignum, sem eitt sveitar- félag á í öðru, t. d. Reykjavík- urborg í Grafningshreppi (Nesjavellir) eða Hafnarfjarð arbær i Grindavíkurhreppi (Krýsuvík), svo að dæmi séu nefnd. Enn er að geta slíkra tilfella, þegar íbúar þéttbýlis- staða telja sig þurfa að kaupa jörð, jarðir eða jarðahluta í öðru sveitarfélagi sér til land- rýmis. Þarf hér að koma sveigj anlegri sjónarmiðum að með skipun jarðanefnda, en ætla verður að skipan samkvæmt frumvarpinu bjóði upp á, og er tillöguflutningur í sam- bandi við þetta nefndarálit m. a. við þetta miðaður (breyt. á 4. gr. og 6. gr.). Undirrituðum þykir var- hugavert að færa söluákvörð- un ríkisjarða úr hendi Al- þingis til ráðherra og leggst gegn því, um leið og hann lýs- ir þeirri skoðun sinni, að Al- þingi beri að vera mjög að- gætið um sölu ríkisjarða. Loks lýsir undirritaður þeirri skoðun sinni, að ekki eigi að lögleyfa óðalsjarðir hér á landi, enda innflutt lenska, Bókaklúbbur Almenna bóka- félagsins hefur nú gefið út bók ina PAPILLON eftir Henri Charriere í þýðingu Jóns O. Edwvald. Bókin Papillon kom út fyrir síðustu jól hjá bókaútgáfunni Setberg. Samkomulag tókst um, að hún kæmi einnig út á vegum BAB og er þetta því í fyrsta skipti sem félagsmönn- um bókaklúbbsins stendur til boða bók, sem hefur áður komið út á íslensku. Henri Charriére fæddist 16. nóvember 1906 í Ardéche, nokkuð afskekktu héraði í suð urhluta Frakklands, en faðir hans var skólastjóri í þorps- skóla þar. Þegar Charriére hafði lokið herþjónustu í flot- anum, hélt hann til Parísar og varð brátt þekktur í undir- heimum borgarinnar. Þar hlaut hann viðurnefnið Papillon eða Fiðrildið. Hann var glöggur á lög og siðareglur undirheim- anna og fylgdi þeim stranglega. Þó var hann enginn mann- drápari en hann komst í kast við lögregluna. Þegar hann var svo tekinn fastur, grunaður um að hafa drepið hórmangara, var hann dæmdur sekur. Upp- loginn framburður eins vitna ákæruvaldsins, tregar gáfur og fella beri lög um óðalsjarð- ir úr gildi. Eins og af nefndarálitum meiri og minni hluta landbún- aðarnefndar um frumvarp til jarðalaga er ljóst, náðist ekki samkomulag um afgreiðslu þess úr nefnd. Flytur undirritaður nokkr- ar breytingartill. við frum- varpið á sérstöku þingskjali.“ Frumvarpið fór lítið breytt í gegnum báðar deildir, þrátt fyrir talsvert deildar meining- ar um það í stjórnarflokkun- um. B. S. kviðdómendanna og algjört mannúðarleysi sækjandans, á- samt óréttlátum dómi, urðu honum tilefni sárrar gremju, því að líkt og margir félagar hans, bjó hann yfir miklu sterk ari réttlætiskennd en algengt er meðal venjulegra borgara. Auk þess var dómurinn óvenju lega þungur. Hann var dæmd- ur til ævilangrar þrælkunar í fanganýlendunni í Frönsku Guayana án nokkurrar vonar um styttingu refsingarinnar. Þá var hann 25 ára gamall. Hann sór þess dýran eið að afplána þann dóm ekki og það heit efndi hann. I þessari bók segir hann frá síendurteknum flóttatilraunum og flótta úr klóm kerfis, sem var þó þekkt að því af hafa haldið þúsund- um harðsvíraðra afbrota- manna. Bólcin er hörð ádeila á sam- félag, sem hefnir sín á afbrota- mönnum með því að steypa þeim í algjöra niðurlægingu og vonleysi, lætur loka þá niðri í steyptum brunnum, sem eru lokaðir með járngrindum, læt- ur þá hírast þar í algjörri þögn og draga fram lífið á sultar- fæði þar til þeir grotna niður, verða að líkamlegum flökum framhald á bls. 4. Gjaldskrá Hafnarsjóðs Akureyrar Hinn 1. júní 1976 tekur gildi ný gjaldskrá fyrir Hafnarsjóð Akureyrar. Gjaldskráin liggur frammi á skrifstofu bæjarins Geislagötu 9. Akureyri 28. maí 1976, BÆJARSTJÓRI. PAPILLOIM ALÞÝÐUMAÐURINN — 5

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.