Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 08.12.1976, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 08.12.1976, Blaðsíða 2
Snúið við blaði Eins og Alþýðumaöurinn hefur skýrt frá, hafa þingmenn Alþýðuflokksins í efri deild Alþingis, þeir Bragi Sigur- jónsson og Jón Ármann Héðinsson, lagt fram í deildinni ítarlegt frumvarp að lögum um eignarráð á landinu, gögn- um þess og gæðum. Nokkur undanfarin þing hafa þing- menn Alþýðuflokksins flutt þingsályktunartillögu um þetta efni, og hefir ekki brugðist, að einhver þingmaður Alþýðubandalagsins hafi andmælt þingsályktun auk þing- manna í röðum Sjálfstæðis og Framsóknar. Nú hefir hins vegar brugðið svo við, að fám dögum eftir að frumvarp Braga og Jóns Ármanns var Iagt fram, þá lögðu þingmenn Álþýðubandalags í efri deild fram frumvarp til stjórnskipunarlaga, og er frumvarpið við- bót við 67. gr. stjórnarskrárinnar, en til 67. gr. hefir oft verið vitnað sem vörn gegn alþjóðareign á landinu, gögn- um þess og gæðum. ! tillögugerð sinni koma Alþýðubandalagsmenn mjög til móts við tillöguflutning Alþýðuflokksins, þótt aðra leið vilji fara að markinu, og ber vissulega að fagna þess- um sinnaskiptum, en upphaf tillögugreinarinnar hljóðar svo: „ÖU verðmæti í sjó og á sjávarbotni innan efnahags- lögsögu, svo og almenningar, afréttir og önnur óbyggð lönd utan heimalanda, teljast sameign þjóðarinnar allrar, einnig námur í jörðu, orka í rennandi vatni og jarðhiti neðan við 100 m dýpi.“ Fyrsti fluttningsmaður frumvarps Alþýðubandalags- manna, Ragnar Arnalds, vildi staðhæfa, er hann tók til máls um frumvarp Braga og Jóns, að hann hefði raunar fyrir 10 árum flutt tillögu á Alþingi í svipaða átt varðandi eignarrétt á landinu, gögnum þess og gæðum og hann gerði nú, og er hér ekki dregið í efa, að hann muni það rétt. Hitt er staðreynd, að hvorki hann né meðflutnings- menn hans nú virðast hafa rámað í þetta undanfarin þing fyrr en nú, að þeir stíga galvaskir fram á vígvöllinn. Eitthvað rámar mann meira að segja í það, að á sl. vori væri Ásmundur Stefánsson, hagfræðingur ÁSl, að furða sig á því í Þjóðviljanum, hve afturhaldssöm afstaða Stefáns Jónssonar, alþingismanns væri til eignarráðshug- mynda Alþýðuflokksins. Nú er Stefán einn af flutnings- mönnum fyrrgreindrar tillögu, og virðist þannig algerlega hafa snúið við blaði. „Krummagull66 kvikmyndað Nú í byrjun desember heldur Alþýðuleikhúsið frá Akureyri áleiðis til Svíþjóðar, þar sem ætlunin er að kvikmynda leik ritið „Krummagull“ eftir Böðvar Guðmundsson, fyrir sjónvarp. Það er Dramatiska Institutet í Stokkhólmi, sem mun annast gerð myndarinn- ar og leggja til stúdíó, filmur og annan tæknibúnað til myndatökunnar, en einn af stofnendum Alþýðuleikhúss- ins, Þráinn Bertelsson, hefur stundað þar nám í kvikmynda stjórn síðastliðin tvö ár. Al- þýðuleikhúsið leggur sjálft til leikara, leikmynd og búninga, en myndatöku annast nokkrir nýútskrifaðir nemendur Dramatiska Institutet, og fólk sem er að Ijúka námi þar. Dramatiska Institutet veitir nOkkurn fjárstyrk til farar- innar og einnig hafa Flugleið- ir veitt verulegan afslátt af fargjöldum. Leikarar munu búa á heimilum velunnara lei'khússins í Stokkhólmi með- an á dvölinni ytra stendur, en áætlað er að myndatakan standi yfir 10.—17. desember. Frá Matvörudeild KEA Byggðavegi, Höfðahlíð, Brekku- götu 1, Hafnarstræti 91, Kjör- markaði og Hrísalundi. önnur útibú lokuð. Byggðavegi, Höfðahlíð, Brekku- götu 1, Hafnarstræti 91, ICjör- markaði og Hrísalundi. Önnur útibú Ioka kl. 18. Byggðavegi, Höfðahlíð, Brekku- götu 1, Hafnarstræti 91, Strand- götu og Hrísalundi. önnur útibú Ioka kl. 20. Aðfangadag 24. desember op/ð fil kl. 12 á hádegi Gamlársdag 31. desember op/ð til kl. 12 á hádegi Matvörudeild KEA Ford Cortina 1977 IMú eru Fordverksmiðjurnar komnar með nýja Cortinu, glæsilegri en nokkru sinni fyrr Fyrsta sending væntanleg til Akureyrar næstu daga FORDUHfBOÐIÐ BÍLASALAN hf. Strandgötu 53 Akureyri - Simi 21666 Laugardag 11. des. op/ð til kl.18 i Laugardag 18. des. op/ð til kl. 22 i Fimmtud. 23. des. opib til kl. 23 i 2 — ALÞÝÐUMAÐURINN

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.