Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 08.12.1976, Blaðsíða 5

Alþýðumaðurinn - 08.12.1976, Blaðsíða 5
FLUGLEIÐAFRÉTTIR Allt frá því að flugskýli nr. 5 og verkstæði Flugfélags Is- lands á Reykjavíkurflugvelli brunnu hinn 13. janúar 1974 og þar til fyrir skömmu, hafa flugvirkjar unnið störf sín við erfiðar aðstæður og tækni- deildin búið við húsnæðis- skort. Nú rofar hinsvegar til í þessum málum, því samfara endurnýjun á flugskýli nr. 4, sem Flugmálastjórn hefur lát- ið gera við, einangra og endur bæta, byggja Flugleiðir verk- stæðishús við hlið flugskýlis- ins, sem bæta mun verulega úr í þessum efnum. Nýja bygging in, sem stendur sunnan við skýli nr. 4, og verður tengd því, er rúmlega 1000 fermetr- ar að flatarmáli á einni hæð. Þarna fær sá hluti tæknideild ar sem sér um og annast við- gerðir 'og viðhald Fokker Friendship flugvéla Flugleiða aðstöðu. Þrátt fyrir það verður enn nokkur hluti starfseminn ar í óviðunandi húsnæði. I ný byggingunni, sem nú verður brátt tekin í notkun, verða verkstæði, lager og þar verða ennfremur forstöðumenn tæknideildar, verkfræðideild, skoðunardeild og skipulags- deild. Þá verða í byggingunni snyrtiherbergi og fataherbergi ásamt kaffistofu. Sem fyr segir verður gangur milli nýbyggingarinnar og þess hluta flugskýlis nr. 4, þar sem stærri skoðanir á F-27 Frend- ship flugvélum fara fram. Eld traustar hurðir verða beggja vegna gangsins. Flugskýli nr. 4 hefur verið endurbætt og framkvæmdi Flugmálastjórn endurbætur á húsinu sjálfu en Flugleiðir kostuðu lögn hita- veitu, uppsetningu hitatækja, lýsingu og ennfremur milli- vegg, sem aðskilur geymslu- rými fyrir flugvélar og 30 m langt svæði í austurenda húss ins þar sem stórskoðanir á Friendship skrúfuþotum fara fram. Þótt enn vanti nokkurt hús rými til þess að vel sé séð fyrir öllum þörfum tæknideildar á Reykjavíkurflugvelli, mun þó nýbyggingin ásamt og með end urbótum og breytingum á flug skýli nr. 4 skapa betri aðstöðu en áður hefur verið fyrir hendi. Ráðgert er að hluti nýja hússins verði tekinn í notkun um áramót, en að smíði verði endanlega lokið um miðjan febrúar n. k. Frá Kynningardeild Flugleiða hf. Auglýsið í Alþýðumanninum Til jólagjafa Telpunáttkjólar frá lir. 1445 Telpunátföt frá kr. 1735 Drengjanáttföt frá ltr. 1450 Náttserkir ltr. 3550 Sængurverasett, damask og straufrítt léreft, frá ltr. 3300 settið Dúkaverksmiðjan Kaupangi við Mýrarveg, sími 2-35-08 yfir landinu Á umliðnum árum hefur Bragi Sigurjónsson og síðar allir þingmenn Alþýðuflokksins lagt fram á Alþingi fyrst þingsályktunartillögu og nú á þessu þingi frumvarp til laga um eignarráðin yfir landinu. Bragi á upphaflega heiðurinn af flutn- ingi þessa stórmáls inn í þingsali og hefur haft með höndum stefnumótun í þessu máli. Hann á drýgstan þátt í mótun þeirrar stefnu, sem AI- þýðuflokkurinn ákvað sér á síðasta flokksþingi sínu í þessu máli. Hér er á ferð slíkt stórmál, að hiklaust má jafna til laganna um almannatrygg- ingar, sem endanlega voru samþykkt frá Alþingi 1946. Þar hafði Alþýðuflokkurinn forystu. Rétt þykir að birta hér í heild frumvarp þeirra Braga og Jóns Ármanns, en það var lagt fram í Efri deild. 1976 (98. löggjafarþing) — 85 mál. Ed. 93. Frumvarp til laga um eignarráð yfir landinu, gögnum þess og gæðum. Flm.: Bragi Sigurjónsson, Jón Árm. Héðinsson. 1. gr. Landið allt með gögnum þess og gæðum og mið- in umhverfis það, svo sem viðtekin efnahags- og fiskveiðilögsaga hverju sinni greinir, er sameign- þjóðarinnar allrar, að svo miklu leyti sem ekki er öðruvísi ákveðið í lögum þessum (sbr. 3. gr. og 11. gr.) 2. gr. Umráðaréttur eigna þessara er í höndum Al- þingis, en það getur með sérstökum lögum veitt sveitarfélögum, félagssamtökum og einstakling- um tiltekinn rétt til gagna og gæða lands og miða, enda fari það ekld í bága við hag almennings. 3. gr. Þrátt fyrir 1. gr. laga þessara skal bændum frjálst, ef og meðan þeir kjósa, að eiga jarðir til eigin búrekstrar. Bújörðum skulu fylgja þau hlunnindi, sem þeim hafa fylgt, ef einhver eru, og bændur hafa nýtt til bútekna, svo sem dúntekja, eggja- taka, sélver og reki, þó ekki veiðiréttur í ám né vötnum, sbr. 5. gr. 4. gr. Ríkinu skal skylt að kaupa bújarðir af bændum, ef þeir óska, og miðist kaupverð við gildandi gang verð jarða til búrekstar milli bænda hverju sinni. Sömuleiðis skal ríkinu skylt að kaupa af bænd- um hús og ræktun á jörðum, sem fara úr byggð vegna óbyggis eða strjálbýlis, og skal í reglugerð setja nákvæm fyrirmæli um það, hvernig slíkar eignir skuli meta til verðs. 5. gr. Ár og vötn eru sameign þjóðarinnar, svo sem önnur gögn og gæði landsins, þar með talinn virkjunarréttur og veiðiréttur. Frjálst er þó jarð- eiganda að virkja fallvatn fyrir landi sínu til eigin nota, ef það brýtur ekki í bága við almanna- þarfir. Við gildistöku laga þessara skal ríkið láta kanna, hver veiðihagur hefur verið talinn fram af hverri veiðijörð s. 1. 20 ár, og greiða eiganda hennar bætur samkvæmt því fyrir veiðiréttinn. Frjálst skal þó veiðieiganda, þegar lög þessi öðlast gildi, að velja á milli framangreindra bóta eða halda veiðiréttindum í allt að 20 ár eða uns sala viðkomandi veiðijarðar eða jarðhluta fer fram, ef fyrr verður, og lækkar þá bótaskylda ríkisins um V20 við hvert ár sem líður og fellur niður eftir 20 ár. 6. gr. Alþingi getur falið viðkomandi sveitarfélögum eftir nánar settum reglum umráðarétt veiði og fiskræktar í ám og vötnum gegn sérstöku gjaldi, er gangi til aukinnar fiskræktar, sömuleiðis sam- tökum ábúenda aðliggjandi jarða, áa og vatna, einnig sérstökum fiskræktarfélögum. Sama rétt má veita einstaklingum, sem einstæðan áhuga og árangur hafa sýnt í fiskræktarmálum. Skylt skal ábúendum jarða að veiðiám og veiði- vötnum að leyfa veiðileyfishöfum nauðsynlegan aðgang að veiðistöðum og umferð milli veiði- svæða, enda sýni veiðileyfishafar fyllstu nær- færni í umgengni sinni, svo að hvergi valdi spjöllum. 7. gr. Enginn getur átt né eignast óbyggðir né afrétti ufan heimalanda nema ríkið sjálft. Geti ein- hver við gildistöku laga þessara sannað eign sína á landi, skal það eigi að síður verða ríkiseign, en gjalda ber eiganda þess verð fyrir samkvæmt gildi þeirra nota, sem hann hefur af því talið fram s. 1. 20 ár. Viðkomandi sveitarfélög og/eða upprekstrar- félög skulu halda hefðbundnum afréttamotum sínum án endurgjalds, enda sinni þau og hefð- bundnum skyldum við afréttina, en skylt skal þeim að að hlíta settum reglum hverju sinni um ítölu sem og gróður- og náttúruvernd, einnig reglum um umferð og ferðafrelsi innan settra marka. 8. gr. Skylt er ríkinu að anna eftirspurn þýttbýlisbúa eftir leigulóðum undir sumarbústaði og láta skipuleggja slík bústaðahverfi, en falið getur það sveitarfélögum þeim, þar sem slík hverfi rísa, þessi verkefni, ef betur þykir henta. Þurfi að taka bújörð eignarnámi vegna sumar- bústaðahverfis, eða hluta bújarðar, skal bæta eiganda hennar samkvæmt mati með hliðsjón af þeim búnotum, sem af eignarnámslandinu hafa verið. 9. gr. Allur jarðhiti er eign ríkisins, nema á eignajörð sé, þá er sá jarðhiti, sem er ofan 200 m dýpis, eign viðkomandi jarðeiganda. Megi ætla, að bor- un ríkisins eftir jarðvarma og virkjun hans valdi notatjóni á viðkomandi bújörð eða aðliggjandi bújörðum, svo sem á matjurtarækt eða upphitun húsa, ber ríkinu að bæta slíkt samkvæmt mati. 10. gr. öll verðmæti í jörðu, á landi og landgrunni, sem finnast fyrir atbeina ríkisins og leyfis þess þarf til að leita eftir og vinna, eru eign ríkisins og háð valdi Alþingis. 11. gr. Allar lóðir og lendur undir húsum og öðrum mannvirkjum skulu eign viðkomandi sveitar- félags, nema ríkisins sé áður, en þá skal Alþingi fela sveitarfélaginu umráðarétt slíkra eigna. Sveitarfélög skulu bótaskyld til eigenda lóða og lendna þeirra, sem í einkaeign eru, þegar lög þessi öðlast gildi, en við ákvörðun bóta skal draga frá að % hlutum þá verðmætaaukningu, sem dómkvaddir matsmenn ætla að viðkomandi þéttbýlissköpun eða aðrar aðgerðir samfélagsins hafi valdið. Ekki er sveitarfélagi skylt að inna slíkar bæt- ur af hendi til eigenda nema við missi vinnu vegna aldurs eða örorku, dauðsfalla eða brott- flutning, og þá eigi fyrr en 2 árum síðar. Framangreind ákvæði skulu einnig gilda um lóðir og lendur undir hús og mannvirki í sveit- um, önnur en lúta að búrekstri, þar með taldar lóðir undir sumarbústaði. 12. gr. Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 1978. ALÞÝÐUMAÐURINN — 5

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.