Hugur - 01.01.1988, Page 68
SIÐFRÆÐIN OG MANNLÍFIÐ
HUGUR
Þegar allt kemur til alls, stuðla því bæði þessi sjónarmið að
þeirri firringu og því ófrelsi sem að þeirra mati einkennir líf
fólks í nútímaþjóðfélagi. Hér er því ekki verið að framfylgja
hinni siðfræðilegu hugsjón að bæta mannlífið, heldur er óbein-
línis unnið gegn henni.
í þessu tilliti hafa existensíalismi og marxismi fallið í sömu
gryfjuna og flest síðari tfma siðfræði hefur gert en það er að
nálgast ekki viðfangsefnið á þann hátt sem hæfir því. Báðar
þessar stefnur setja fram mikilvæga gagnrýni jafnt á forsendur
sem innihald siðfræðinnar en gagnrýni þeirra tekur ekki til
þess sem kann að skipta sköpum í þessu tilliti en það er form
siðferðilegrar orðræðu og ákvarðana. í þessu efni er vel við
hæfi að tala um einræðuíorm. Gert er ráð fyrir því að hver og
einn einstaklingur geri upp hug sinn samviskusamlega ýmist af
sjálfsdáðum eða í samræmi við það sem kenningin segir að
honum beri að gera, t.d. með því að spyrja sig að því hvort
skynsamlegt sé að gera ráð fyrir því að allir aðrir taki hegð-
unarreglu hans til fyrirmyndar, hvort hegðun hans auki á al-
mannaheill eða hvort athafnir hans dragi úr kúgun og stuðli að
frelsun mannkyns. Augljósasta dæmið um slíka siðferðilega
einræðu er hið skilyrðislausa skylduboð Kants: „Breyttu ein-
ungis eftir þeirri lífsreglu sem þú getur viljað að verði að al-
mennu lögmáli.“
Þessi afstaða kemur fram á sláandi hátt hjá Sartre á einum
stað. Hann segir frá því að til sín hafi komið nemandi í sið-
ferðisvanda. Pilturinn gat ekki gert það upp við sig hvort hann
átti að fara í herinn og berjast með félögum sínum eða vera hjá
móður sinni sem þarfnaðist hans. Sartre bendir réttilega á að
engin bókuð siðfræði geti leyst vandann fyrir hann. Hann bend-
ir líka á að ráðgjafar séu aldrei óvilhallir og þess vegna hafi
hann aðeins getað gefið nemanda sínum eftirfarandi svar með
góðri samvisku: „Þú ert frjáls, veldu þ.e.a.s. fínndu einhver úr-
ræði. Engin almenn siðfræði getur sagt þér hvað skal gera: það
er engin æðri tákn að finna í heiminum."18 Hér sem fyrr sér
Sartre ekkert nema afarkosti. Annaðhvort á siðfræðin að segja
mönnum beinlínis hvað þeir eiga að gera eða þeir verða bara að
18 Sartre, samarit, bls. 14-15.
66