Hugur - 01.01.1992, Page 25
HUGUR
Samtal við Karl Popper
23
Og sumar af þessum kenningum eru réttar, segirðu, en aðrar eru
ekki aðeins rangar heldur einnig skaðlegar. Og þú segir að hið raun-
verulega hlutverk heimspekinnar sé að kanna á gagnrýninn hátt
heimspekilega fordóma okkar sem við gerum okkur ekki alltaf fulla
grein fyrir og að leiðrétta þá sem þurfa leiðréttingar við?
Einmitt. Annars held ég ekki að þörfin á að leiðrétta það sem
atvinnuheimspekingar segja væri nægileg afsökun fyrir tilvist heim-
spekinnar.
Það er þveröfugt við skoðun Moores. Hann sagði einu sinni að
heimurinn sjálfur legði ekki til vandamál sem kœmu sér til að vilja
hugsa heimspekilega — að hann hefði einungis orðið lieimspekingur
vegna þess hve fjarstœðar kenningar aðrir lieimspekingar hefðu látið
sér um munn fara.
Að minni hyggju leiðir þetta til eins konar heimspekilegrar
innræktar. Það mundi gera heimspekina of sérhæfða, að fyrirmynd
nútíma raunvísinda. Nú hygg ég að sterk rök megi færa gegn þessari
sérhæfingu í vísindunum sem er allt of mikið í tísku; og rökin gegn
sérhæfingu í heimspeki eru jafnvel sterkari.
Þú nefnir nútíma raunvísindi — mér skilst þú hafir fengið einhverja
þjálfun í þeim, er það ekki?
Jú. Nám mitt hófst reyndar á sviði stærðfræði og eðlisfræði og
fyrsta kennarastaða mín var við framhaldsskóla í þessum greinum. En
ég var aldrei sérfræðingur og ég vann alltaf við það sem ég hafði
mestan áhuga á. I eðlisfræði var ég einungis áhugamaður, stundaði
hana aldrei að atvinnu. Ritgerð sem ég skrifaði til að fá kennara-
réttindi í stærðfræði var um frumsetningar rúmfræðinnar og seinna
vann ég að því að finna frumsetningar í líkindafræði.
Varþetta meginatriði í rannsóknum þínum?
Það er erfitt að segja. Ég gæti kannski sagt að rannsóknir mínar hafi
snúist um aðferðir raunvísindanna, einkum nútíma eðlisfræði; eða svo
ég noti nýtískulegra heiti, heimspeki vísindanna. Annars hef ég rnörg
önnur áhugamál.
Hverjar voru meginhugmyndirnar í fyrstu bók þinni, Rökfræði
vísindalegrar rannsóknar ?