Alþýðublaðið - 18.07.1923, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 18.07.1923, Blaðsíða 1
Oefíö út af ^.6Í>ýÖuíIolil£iiiam 1923 Miðvikudagiun 18. júlí. 161. tölublað. „MeS séfs skipiin:1 Þess var getið í blaðinu í gær að beiðni lögreglustjóra, að menn þeir, er vorn í fylgd við lög- regluna 11. þ. m., hafi verið til þess kvaddir >með sérstákri skipun< hans. Sllk >sérstök skipun< sem þessi gæti verið tilefni til marg- víslegra hugleiðinga. Það mætti t. d. íhuga, hvorthafi verið holl- ara fyrir þjóðina, það, sem gert var af hálfu lögregluiinar í natni laganna, eða hitt, sem gert var af hálfu sjómannanna í nafni lífslns, en því skal slept að sinni. Hér skal að eins vikið áð einu atriði. Svo segja menn, er á vett- vangi voru staddir, að þessir >aðstoðar<-lögregluþjónár, er þar komu fram, h;.fi á engan hátt borið þess merki, að þeir hefðu neinn sérstakan rétt, og árj ein- hvers slíks merk'ts var vitanlega ekki hægt að ætlast til, að menn gætu séð því um líkt á þeim mönnum. Raúnar er þess að geta, að einhverjir munu hafa heyrt, að lögreglustjóri Iýsti yfir því, að þeir væru honum til að- stoðar, en þegar svo sténdur á sem þá, er ekki hægt að vænta þess, að munnlegri yfirlýsingu sé veitt mikil eftirtekt. Það ætti að vera regla að kveðja menn ekki til aðstoðar við lögregluna, nema eitthvað alveg sérstaklega viðurhlutamikið sé á ferðinni og bIIs ekki í einkamálum manna, þvf að þess gerist engin þöff hér, og þá ekki heldur aðra menn en þá, sem alþektir eru að því aðgera sér ekki leik að illindum við aðra menn. t»að ætti sömuleiðis að vera regla að búa slíka menn einhverju auðkenni iíkt og hina eiginlegu logregluþjóna, sem sýndi án þess, að um þyrfti að ræða, hvern rétt þeir hefðu, enda gilti skipunin ekki lengur en þeir bæru siíkt auðkenni, enda mun og ætlast til þessa í lögum. Það þarf ekki mikið ímyndun- arafl til að sjá það f hendi sér, að iullkomin hætta er á, ef mikil brögð verða að slíkum >sérstök- um skipunum< óauðkendra >að- stoðar<-lögregIuþjóna, — og hefir ef til vitl þegar komið í ljós, — að ófyrirleitnir menn, er þykjast eiga sökótt við ein- hverja vissa menn, reyniaðvera sér úti um þær og án þess að segja til þess fari síðan að spana þá upp til Hlioda við sig til þess að get^ klekt á þeim fyrir >mótþróa við 15gregluna<. Myndi það geta haft í för með sér mikla torttyggni og úlfúð manna á milli, sem hægra er að vekja en seta, — jafnvel tortryggni við lögreglustjóra sjálfan. I>ess er 'því að vænta, að nú 'sé síðasta skiftlð, sem það kem- ur fyrir, að óauðkendir menn komi fram sem lögregluþjónar, og að lýsa þurfi yfir á eftir, að þeir hafi verið kvsddir >með sérstakri skipun.< 0fandáeyriiía, >Morgunblaðs<- ritstjórunum leikur öfund á hunds- eyrum, er þeir þykjast sjá & rit- stjóra Alþýðublaðsins. Raunar sjá þeir ekki annað en skugga af langeyrunum & sjálfum sér, afþví ao þeir eru háir í loftinu og horfa undan sól, en hann móti sól, og öfundin villir þeim sýn og leifam&r af mannlegri vitund um það, að hundar eru tryggir og glöggir, en asnar Btaðir og heimskir. En svona eru álög auðvaldsins, og hörmulegt er, þegar gáfaðir menn og góðir verða fyrir þeim ósköpum. Oltusmjðlk fæst allan daginn í Mjólkurbúð- inni á Bergstaðastræti 19. Verð 60 au. lítrinn. Yðrkamannaföt saumuð. Menn teknir í þjónustu. A. v. á. 2 kaupakonur og 1 kaupamaður óskast í sveit. Upplýsingar á Hverfisgötu 88 eftir kl. 7. Snotur' sölubúð til leigu á góð- um stað. A. v. á. Brýnsla. Heflii & Sog, Njáis- götu 3, brýnir 011 skerandi verkfæri; ÚtbrefSið Alþýðublaðið hwar sem þið eruð og hwert ssm þið fariðl „AB gefnu tilefni:' Aftur stendnr skrifað: Sælir eru hógværir, því að þeir munu landið erta.------- Sælir eru hjartahreinir, því að þeir munu guð sjá. Sælir eru friðflytjendur, því að þeir munu guðs synir kall- aðir verða.----------- Sælir eruð þér, þá er menn atyrða yður og ofsækja og tala Ijúgandi alt ilt um yður mín vegna. Matth. 5, — 5, 8. 9. iií Hirðirinn leit á málið frá >ýmsum hliðum.< — Hann var vfðsýnnt en sauðirnir. VIII.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.