Hugur - 01.01.1996, Qupperneq 30
28
Kristján Kristjánsson
mjög heilann um: Hvemig getur raunvemleg dygð eins og hugprýði,
sem almennt á að vera holl, stundum verið löstur í fari okkar,46 sam-
anber kjark illmennisins sem er „vesalt hreysti sinnar“?
Ég vona að ég sé ekki einn um að finnast eitthvað bogið við
þennan hugarheim. Vitaskuld hlýtur nytjastefnumaður eins og ég að
fallast á að þegar öllu sé til skila haldið stuðli dygðugt mannlíf
almennt að farsæld og þroska sem flestra einstaklinga. En heldur þykir
mér það andbælisleg siðfræði sem gerir sjálfsgælumar að æðsta boð-
orði um breytni og þar með að meginheimanfylgju siðlegs uppeldis;
siðfræði sem býður ekki upp á annað en þann gmnn að dygðir séu
jafnan hollar mér sjálfum - þannig að ofþroskaðar dygðir verða að ráð-
gátu - og gerir svo í þokkabót umhyggju fyrir öðrum eingöngu að
einni dygð meðal annarra.47 Það skiptir ekki svo miklu máli hvernig
veröldin veltist, bara ef ég slepp með óflekkaðar hendur og heill á
líkama og sál! Sölvína Konráðs sálfræðingur kennir álíka hugsunar-
hátt við „sjálfsdýrkunarkynslóðina“, er hún nefnir svo í eftirminnilegri
skiptingu sinni á unglingakynslóðum frá stríðslokum 48 Ég vona að
það sé bara hending að þetta er einmitt sú kynslóð sem Sölvína telur
að nú sé að komast á fullorðinsár.
V
Nú er ekki svo að skilja að allir dygðafræðingar okkar tíma séu
sammála túlkun Hursthouse á fræðum þessum sem fullburða sið-
ferðiskenningu, hvað þá að þeir fallist á greiningu hennar á fóstur-
eyðingavandanum. Því fer raunar fjarri. En hvaða trjám veifa þeir þá í
staöinn þegar kemur að klípusögum af því tagi sem ræddar hafa verið
í þessari ritgerð?
Maclntyre fullyrðir að reglan um að breyta í samræmi við dygð
hljóti að vera skilyrðislaus, binda okkur án undantekninga.49 Hann
46 Sjá „Virtues and Vices“ í Virtues and Vices and Other Essays in Moral
Philosophy, bls. 15-17.
47 Þessa skoðun, að umhyggja fyrir öðrum sé aðeins „ein dygðanna“, má
m.a. finna hjá Foot í „Utilitarianism and the Virtues", bls. 205.
48 Sjá ritgerð hennar, „Ungt fólk“, í Tilraunin ísland í 50 ár, ritstj.
Kristján Kristjánsson og Valgarður Egilsson (Reykjavík: Listahátíð í
Reykjavfk, 1994).
49 Sjá „Plain Persons and Moral Philosophy...“, bls. 11.