Hugur - 01.01.1996, Qupperneq 44
42
Vilhjálmur Ámason
leit svo á að lagaleg og siðferðileg tengsl milli einstaklinga séu
sprottin af og endurspegli efnahagslegar afstæður og að kerfi
borgaralegra réttinda tryggi fyrst og fremst yfirráð og sérhagsmuni
ríkjandi stéttar, þótt þau virðist þjóna almennum hagsmunum.
Af þessum tveimur ástæðum hafa jafnaðarmenn einbeitt sér að því
að jafna lífsskilyrði fólks og breyta efnahagslegum afstæðum þess
með ríkisafskiptum. Helsti árangur þessara tilrauna er velferðarkerfi
nútímans. Hins vegar getur það ekki fjarlægt nema sumar þeirra
efnislegu hindrana sem hamla frelsi okkar; eitt og sér getur það ekki
skapað þau skilyrði sem nauðsynleg eru til að búa í haginn fyrir
frjálsa mannlega starfsemi, því framleiðslutengslin eru mikilvægust
þeirra. Samkvæmt þessu viðhorfi er hin sanna mennska, frelsi og
siðferði, ekki möguleg fyrr en maðurinn hefur frelsast í kommúnisma;
fyrst þá eru efnisleg skilyrði þjóðfélagsins með þeim hætti að þau
geri öllum kleift að hrinda áformum sínum í framkvæmd þannig að
vit sé í.19 Með öðrum orðum myndi það skapa þau félagslegu
skilyrði sem nauðsynleg eru til þess að „ríki markmiðanna“, eins og
Kant hugsaði sér það, sé mögulegt. Og hið sögulega verkefni að gera
þessa hugsjón að veruleika krefst þess að borgaralegu siðferði, sem að
hluta til er byggt á kröfunni um einstaklingsréttindi, sé varpað fyrir
róða. Samkvæmt kenningunni eiga þessi réttindi sinn þátt í að
viðhalda félagslegri kúgun sem aðeins verður upprætt með bylt-
ingu.20
í þriðja lagi leiðir af þessu aö jafnaðarstefnan um frelsið sem sjálf-
ræði er gegnsýrð af ákveðnum hugmyndum um eiginleg markmið
mannlegrar tilveru, hugmyndum um hvernig sönn manneskja á að
vera og haga sér. Fijálshyggjumenn leggja áherslu á fjölda þeirra leiða
sem standa einstaklingnum til boða, jafnaðarmenn hafa hins vegar
meiri áhuga á því hveijar þessar leiðir eru og horfa til þess að í vali
sínu á þeim eru menn að móta sjálfa sig veruleika sinn. Vitanlega fer
19 Jean-Paul Sartre, Search for a Method, þýð. Hazel E. Bames (New
York: Vintage Books 1968), s. 34.
20 Skýrasta dæmið um borgarleg réttindi sem afnema verður er eignaréttur
einstaklinga á framleiðslutækjunum. Sá réttur er meginástæða þeirrar
firringar sem heftir alla möguleika manna í borgaralegu samfélagi og
þar með frelsi þeirra: „Þetta afl lýtur eigin þróun ... og er í raun helsti
stjóraandi vilja þeirra og gerða“. Marx og Engels, Þýska hugmynda-
frceðin, s. 33.