Hugur - 01.01.1996, Page 105
Það sem skjaldbakan sagði við Akkilles
103
„Geri ég það?“ sagði skjaldbakan sakleysislega. „Við skulum koma
þessu alveg á hreint. Ég fellst á A og B og C og D. En hvað ef ég
neitaði samt að fallast á Z?“
„Þá gripi rökfræðin þig kverkataki og þvingaði þig til að gera
það!“ svaraði Akkilles sigurviss. „Rökfræðin segði ,Þér er ekki sjálf-
rátt. Þar sem þú hefur fallizt á A og B og C og D, þá hlýturðu að
fallast á Z.‘ Þú átt engra kosta völ, skilurðu.“
„Hvaðeina sem rökfræðin vill segja mér er þess virði að skrifa
niðurf sagði skjaldbakan. „Viltu vera svo vænn að skrifa setninguna í
bókina þína. Við köllum hana
(E) Ef A og B og C og D eru sannar, þá hlýtur Z að vera sönn.
Ég þarf ekki að játa Z fyrr en ég hef játað þessari setningu. Eins og þú
sérð, er það alveg nauðsynlegt skref.“
„Það sé ég,“ sagði Akkilles og það var vottur af hryggð í röddinni.
Þegar hér var komið sögu varð sögumaður, sem átti brýnt erindi í
bankann, að hverfa frá þessum glöðu tvímenningum og kom ekki
aftur á þennan stað fyrr en nokkrum mánuðum seinna. Þegar það átti
sér stað sat Akkilles enn á baki sárþreyttrar skjaldbökunnar og skrifaði
í minnisbókina sem virtist næstum full skrifuð. Skjaldbakan sagði
„Ertu búinn að skrifa síðasta skrefið niður? Það er eitt þúsund og
fyrsta, ef ég hef talið rétt. Það eiga nokkrar milljónir eftir að bætast
við. Og vildirðu að gera mér greiða í ljósi þeirrar kennslu og
útskýringa sem þessi samræða okkar skapar rökfræðingum nítjándu
aldarinnar - væri þér sama þótt þú verðir nefndur Bak-ann?“
„Eins og þú vilt!“ svaraði þreyttur stríðsmaðurinn með holum
örvæntingarhljómi í röddinni og gróf andlitið í höndum sínum. „Að
því tilskildu að þig megi kalla Afbakan!“
Guðmundur Heiðar Frímannsson þýddi