Alþýðublaðið - 18.07.1923, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 18.07.1923, Blaðsíða 2
Sinnuleysi „framieiðendanna:‘ ALI»YBt3*LABS» Aiftýðnbranð gerðin. Ranðseydd rúgbrauð fást nú í brauðabúðinni á Laugavegi 61 og útsölustöðunum. Svo árum skiftir hefir því verið haldið fram af Aíþýðuflokknum hér í blaðinu, að nauðsyn bæri til að leita uppi nýja markaði fyrir íslenzkar sjávarafurðir, til þess að landsmenn væru ekki á flæðiskeri staddir, þótt eitthvað bjátaði á með þá markaði, seni hingað til hafa verið athvarí í þessu efni. Með því að klifa látlaust á þessu hefir það áunnist, að augu ýmsra hafa upp lokist íyrir þessari náuðsyn. Það hefir meira að segja komist svo langt, að ríkisstjórnin hefir sent mann í rannsóknar- ferð til Suður-Ameríku til þess að kynna sér horíur fyrir sölu á fsienzkum saitfiski þar. Maður sá, er sendur var, var Pétur A. Óíafsson ræðismaður, * þaulkunnugur maður sjávarút- vegi og fiskverzlun. Hann er nú fyrir nokkru kominn heim úr fó'r sinni og hefir sent skýrsíur um ferðir sínar til stjórnarráðs- ins; sumar af þeim skýrslum lágu meira að segja fyrir Al- þingi í vetur. En það skifti sér svo að kalla ekkert af þessu fiskverzlunarmáli á annan hátt en þann að fella frumvarp Jóns Baldvinssonár um einkasölu rík- isins á saitfiski/ Árangurinn af ferð Péturs A, Óiafssonar er í stuttu máli sá, að hann telur vfst, að í Suður- Amerfku megi vinna góðan markað fyrir íslenzkan saltfisk, ef rétt sé að farið. Það hefði nú mátt búast við, ef menn, en ekki sofandi sauðir, hefðu ráðin í meðferð á fisk- framleiðslu landsins, að þotið hetði verið upp til handa og fóta og þegar í stað farið að vinda bug að þvt að hagnýta sér þessa markaði, en það var nú •> öðru nær. Enginn hreyfði hönd né fót. í stað þess að snúa sér að þessu heimtuðu »framleiðendurnir< að eins, að kaup verkalýðsins væri lækkað. Það er nærri svo að sjá, sein »framieiðendunum < svo kölluðu sé sama, hvort þeir selja fram- íeiðsiuna eðá ekki eða að minsta kosti, hvað þeir fá fyrir hann; þeir viti, sem er, að þeir geti ait af unnið upp haliann með því að selja andvirði vörunnár, er þeir fá erlendis, fyrir okur- verð hér. Þeir gerðu ekkert, — hundsuðu að eins þær tilraunir, sem gerðar hafa verið af ríkinu, með aðgerðarleysi. Nú hefir sendimaður stjórnar- innar eigi lengur fengið orða bundist yfir þessum ósköpum. í »Vísi< á föstudaginn var, f sama blaðinu, sem ritstjórinn var að kenna togaraeigendum ráð tiL að kúga sjómennina, ritar Pétur A. Ólafsson grein, sem heitir »FisksöIuhorfur<, og sýnir þar fram á, »að hægt sé að notfæra sér að meira eða minna Ieyti þá möguleika, sem íyrir hendi eru til viðskifta þar suður frá< (þ. e. um Suður- og Mið-Amerlku), eins og hann segir sjálfur. Grein hans býrjar á þessum orðum: i »SinnuIeysi má það heita í meira lagi, að framleiðendur skuli ekki gerá neina tilraun til að hagnýta sér nýja fiskmarkaði, þegar horfur eru eins ískyggi- legar með sölu og verð, eins og nú á sér stað, til hinna gömlu viðskiftasambanda, og á sama tíma, sem keppinautar vorir hafa allar klær úti til að koma vöru sinni inn sem víðast.< Það er auðheyrð gremja í þessum orðum, og hún er sann- arlega ekki ástseðulaus. Þessu sinnuleysi er það að kenna, að þrátt.fyrir ágætis-árferði til lands og sjávar er meira atvinnuleysi og bágindi í landinu en verið hefir í tugi ára, þó færðar séu sönnur, á að ekki þurfi nema að gera tilraun, til þess að hér væri veltiatvinna. Hér í blaðinu mun aftur og aitur vikið að þessari merkilegu grein ræðismannsins, þótt hér verði staðár numið í bili. Að þessu sinni skal að end- ii ingu að eins spurt um það, hve S o y a, Panue Sanee, Worchester Sanee E e tschup nýkomið í Kaupfélagið. Muniö, að Mjólkurfélag Reykjavíkur sendir yður daglega heim mjólk, rjóma, skyr og smjör, yður að kostnað- arlausu. — Pantið í síma 1387. lengi svo á til að ganga, að sinnuleysi fáeinna manna sé Iátið troða alla alþýðu ofan í böl og bágindi. Er ekki kominn tími til að losa sig við yfirráð þessára sinnuleysingja? Et ástæða til að efla vald sinnuleysisins í Jándtnu? Þjóðmjti skipulag á framleiðslu og verdun í stað frjálsrar og skipulagslausrar framleiðslu og verdunar í höndum ábyrgðarlausra einstaklinga. Dagsverkagjafírnar til Alþýðuhússins. 2.— ij. júlí: Sigurgeir Hall- dórsson Lindargötu 36, Karl Karlsson Bergstaðastræti 21, Magnús Guðmundsson Selbúðum 8, Einar Jónssoa Seljalandi, Sig- urður Guðmundsson Freyjúg. 3 B,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.