Hugur - 01.06.2002, Page 142
Hugur
Guðmundur Heiðar Frímannsson
(e. rectification of injustice in holdings) sem gengur út á að leiðrétta
eldra ranglæti. Það er síðan viðbótarforsenda kenningarinnar að all-
ir framleiddir eða skapaðir hlutir verði ekki til öðruvísi en að einhver
eigi tilkall til þeirra. Allur fyrri hlutinn fer í að útfæra þessa kenn-
ingu.
Það er ástæða til að hafa orð á tvennu í útfærslu Nozicks. Annars
vegar er kenningin söguleg sem þýðir að hún segir ekki tiltekið
ástand í samfélagi á tilteknum tíma réttlátt eða ranglátt heldur velt-
ur allt á því hver ferill tiltekinnar eignar er. Var hún upphaflega rang-
látlega orðin eign einhvers? Varð hún einhvern tíma eign einhvers í
ranglátum skiptum? Sé þessum spurningum báðum svarað játandi
þá á núverandi eigandi ekki réttmætt tilkall til eignarinnar jafnvel
þótt hann sjálfur hafi eignast hana með réttmætum hætti. Hitt lykil-
atriðið er að tilkallskenningin útilokar allar kenningar sem kveða á
um tilteknar lyktir eða dreifingu eigna í samfélagi. Ef kenningin er
rétt þá er merkingarlaust að tala um að tiltekin dreifing eigna sé rétt-
lát eða ranglát, það eina sem skiptir máli er upphaflegt ástand hlut-
arins: Hvernig kemst hann fyrst í eigu einhvers og hver er ferillinn
við að skipta um eigendur? Að síðustu er að nefna að Nozick fellst á
fyrirvara Lockes um upphaflegt eignarhald á hlut. Fyrirvari Lockes
er sá að það að ég eignist hlut með einhverri fyrirhöfn minni, vinnu
eða öðru, má ekki skaða aðra, það verður að vera nægilega mikið eft-
ir handa öðrum til að þeir geti endurtekið sama leikinn. Fyrirvari
Lockes gengur raunar líka út á að ég taki ekki meira en ég hef not fyr-
ir en það skiptir ekki máli hér.
Síðari hluti sjöunda kaflans er um kenningu John Rawls um rétt-
læti en Nozick fer ekki í neinar grafgötur um að sú kenning er glæsi-
legt framlag til stjórnmálaheimspeki tuttugustu aldarinnar, kannski
það varanlegasta. Rawls nálgast viðfangsefni sitt með svolítið öðrum
hætti en Nozick. Hann veltir fyrst fyrir sér sanngirni og réttlæti og
lítur á hugtök á borð við réttindi og velferð. Aðferð hans við að kom-
ast að niðurstöðu er að hugsa sér hóp einstaklinga sem eru í þeirri
stöðu að þeir eru skynsamir, frjálsir og hugsa um að tryggja hags-
muni sína, og verkefni þeirra er að koma sér saman um réttlætisregl-
ur samfélagsins. Þeir hafa enga hugmynd um hver er staða þeirra í
samfélaginu, þess vegna stýrir sú vitneskja ekki skoðunum þeirra og
ákvörðunum heldur einvörðungu skynsemin og eiginhagsmunirnir.
Þessar aðstæður nefnir Rawls upphafsstöðuna (e. original position)
eða að einstaklingarnir séu undir fávísisfeldi (e. veil of ignorance).
Rawls heldur því síðan fram að niðurstaða slíks hóps verði sú að
140