Hugur - 01.06.2002, Page 164
Hugur
Kristján G. Arngrímsson
En eins og Gadamer bendir á eru þessum skilningi á eðli tungu-
málsins ströng takmörk sett. Til þess að geta „notað“ tungumál eins
og verkfæri þyrftum við að geta nálgast það úr tiltekinni átt og
þannig vera í aðstöðu til að geta ákveðið hvort við notum það eða
ekki. En þessa ákvörðun yrðum við að taka á einhverju ákveðnu formi
og það form myndi óhjákvæmilega vera tungumál. Þannig höfum við
enga upphafsstöðu utan tungumálsins, stöðu þaðan sem við myndum
seilast eftir tungumálinu, ef svo má að orði komast, því að
við erum aldrei stödd frammi fyrir heiminum í ástandi orð-
leysis, meðvitund þreifandi eftir verkfæri skilningsgáfunnar.
Það er heldur svo að í því að við vitum af sjálfum okkur og í
því að við vitum af heiminum erum við alltaf þegar umkringd
því tungumáli sem er okkar eigið.20
Það sem Gadamer vill sýna fram á, er að þetta „ástand orðleysis" geti
ekki verið raunveruleiki en yrði að geta verið raunveruleiki ef verk-
færisviðhorfið til tungumálsins á að ganga upp. Gadamer hefur enn-
fremur bent á, að sjálfsgleymi, eða sjálfsvitundarleysi tungumálsins
skipti hér máli, það er að segja, að það sé eins og við gerum okkur ekki
grein fyrir því að þegar við tölum um tungumálið erum við þegar inn-
an þess. „Til eðlis tungumálsins heyrir nefnilega beinlínis botnlaust
meðvitundarleysi þess um sjálft sig.“21 Það er einmitt þetta tungu-
málsástand, sem vitund manns er þegar í, sem kemur í veg fyrir að
maður geti hoppað háðslega upp úr hlutskipti sínu. Það er svona, seg-
ir Gadamer, sem hefðin heldur manni í greipum sínum.
En eru þessi rök Gadamers sannfærandi? Vandinn við að svara
þeirri spurningu er ekki síst sá, að hann setur ekki fram nákvæma,
formlega röksemdafærslu, og stundum býður hann ekki upp á annað
en fullyrðingar er bjóða heim gagnrýni sem hann gerir þó enga til-
raun til að sjá fyrir. Til dæmis mætti velta fyrir sér hvort það sé ekki
einfaldlega hægt að komast að því með athugunum að það sé stað-
reynd að nýfædd börn uppgötvi í raun að þau eru „stödd frammi fyr-
ir heiminum í ástandi orðleysis, meðvitund þreifandi“, það er, einmitt
í því ástandi sem Gadamer fullyrðir að sé óhugsandi. Fyrir hönd Gad-
amers mætti svara þessari gagnrýni á þá leið, að þótt ungabörn hafi
vitund megi efast stórlega um að þau byrji meðvitað að nota tungu-
málið, svona eins og maður myndi meðvitað taka sér hamar í hönd og
20 Sama rit, bls. 168.
21 Sama rit, bls. 167.
162