Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1924, Síða 67
ALMAJSTAlK
43
Fyrsta barnið fæðist.
Hið fyrsta innfædda barn af hvítum foreldrum
í Manitoba fæddist í janúar 1807. Var það stúlka.
Var hún vatni ausin og nefnd Reine, í tiléfni af því
að hún var fædd á afmælisdag konungsins.
Urn vorið næsta á eftir greip ferðalöngunin Jean
á ný. í félagi við Canada-Frakkana, sem áður hafa
verið nefndir, og Indíána-konur þeirra, lagði hann
af stað með konu sína og barn áleiðis þangað, sem
nú heitir Edmonton. Þeir fluttu sig á Indíána-bát-
rm ofan Rauðána, alt niður að Ósum, héldu svo
áfram norður með vesturströnd Winnipegvatnsins,
þangað til þeir komu norður að Saskatchewan-
ánni; þá byrjuðu þeir að róa upp eftir henni og
héldu áfram hér um bil 1000 rnílna vegalengd, þang-
að til þeir komust loks til Edmonton, seinustu dag-
ana í ágúst. Þegar þangað kom, gaf umboðsmað-
urinn, hr. Bird, þeim húsnæði á hultum stað fyrir
fjölskyldur þeirra yfir haustið og veturinn. En
sjálfir fóru þeir strax út til veiða.
Það mundi mega rita heila bók, ef lýsa ætti þó
ekki væri nema fáu af öllu því, sem kom fyrir frú
Lagimodiere þessi fjögur ár, sem hún dvaldi í Ed-
monton. Frá því snemrna á vorin þangað til seint
á haustin fylgdi hún manni sínum á sléttunum, þar
sem þau snöruðu, veiddu og verzluðu. Meðan á
þessum veiðiferðum stóð, bjuggu þau í lélegum
tjöldum, altaf umkringd af mismunandi kynflokk-
um Indíána, sem ávalt áttu í ófriði livorir við aðra.
Eitt æfintýri af mörgum.
Eitt dæmi næg:r t'l að sýna nokkra reynslu, og
einnig aðdáanlegt hugrekki, sem þessi fyrsta braut-
ryðjandakona hafði til að bera. Kvöld eitt seint í
júní 1809 höfðu þau hjj’nin tjaldað skarnt frá litlu
vatni. Alt í einu verða þau þess vör, að hestar þeirra
hafa slitið sig lausa og eru horfnir. Jean fer þá af
stað að leita þeirra, en skilur eftir konu sína og