Dagblað

Tölublað

Dagblað - 03.02.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 03.02.1925, Blaðsíða 1
Þriðjudag 3. febrúar 1925. íbagBíaé I. árgangur. 2. ^ tölublað. Ýrasir þeirra, er alið hafa aldur sinn að mestu eða öllu ieyti hér í höfuðborg íslauds, eru nú komnir á efri ár, og aðrir eru enn á bezta skeiði. Hvorirtveggja muna hér æfina aðra. Breytingarnar hafa verið ærið stórstígar undanfarið. Borg- in hefir vaxið ört, fært út kví- arnar og hefir haft fataskifti svo, að útlit hennar er nú alt annað en áður var. Bærinn iitli er orðinn borg, með borg- arstjóra og nál. 20 þús. íbúum. Rúmur fimtungur allra lands- manna eiga hér heimili, og stunda ílestir þeirra atvinnu hér alt árið. 1 stað opnu bátanna færa nú €;imknúð fiskiskip aflann að iandi. Umhverfis bæidn voru áður mógrafir, mýrar og óræktarmó- ar, nú vélræktuð svæði, grösug 4ún og mörg nýbýli. Torfbæir voru hér víða, og húsakynni fátækleg og léleg; nú eru hér rúmgóð og vönduð steinhús, og stórhýsi á einstaka staði Götur voru hér fáar og for- ugar; nu eru viða stór stein- lögð stræti. Strætin hafa verið holgrafin ;mörgum sinnum, og þar komið fyrir leiðslum fyrir vatnsskólp, gas og rafmagn. Nú er stutt í vatnið, og oftast bjartara inni og úti en áður fyr. Margvíslegar breytingar aðrar hafa átt sér stað, og aukin menning á marga lund, og er bygging hafnarinnar langnauð- *ynlegasta framfarasporið, sem stigið hefir verið hér í borginni. Tekjurnar hafa aukist, en út- gjöldin hafa einnig aukist að stórum mun, og álagabyrðin er mörgum borgaranum ísjárvert áhyggjuefni. Sumum þykir sem stjórn borgarinnar hafi færst heldur mikið í fang og að safn- , að hafi verið skuldum að óþörfu að undanförnu. Skal þetta nánar athugað hér 1 blaðinu bráðlega. I>ýrtídin. Nýustu Hagtíðindi birta skýrslu urh smásöiuverð á ýms- um nauðsynjavörum hér í Rvík, eins og það var í janúarmánuði að meðaltali, eftir skýrslum kaupmanna. Sézt á yfirlili þessu, að þær vörur, sem yfirlilið grein- ir, eru 15 °/° hærri í verði held- ur en á sama tíma í fyrra, en 208 °/o hærri í verði heldur en fyrir 10 árum. Og þó hefir orð- ið 3 °/o lækkun 'síðan í október i haust. Við þennan útreikning er það að athuga, að tekið hefir verið meðaltal af verðhækkun var- anna án þess að gerður sé nokk- ur greinarmunur á þeim eftir því hvort þær eru notaðar mikið eða lítið. En svo hefir Hagstof- an gert áætlun um framfærslu- kostnað 5 manna fjölskyldu hér í bæ og samkvæmt henni þarf sá maður, er hafði 1800 króna tekjur árið 1913 að fá nú um 6000 krónur til þess að standa ekki ver að vígi en þá, í bar- áttunni fyrir tilverunni. Matvöru- útgjöld hafa hækkað um 203 °/o, en útgjöld til Jjósmetis og eldsneytis um 174 °/o. Síðastlið- liðinn ársfjórðung hefir þó orðið !/s °/o lækkun á matvörum að meðaltali, og 6 % af ljósmeti. Er iækkun sú eÍÐgöngu á korn- vörum, garðávöxtum, sýkri og fiski, en aftur á móti hafa allar aðrar vörur hækkað í verði, sérstaklega brauð (10°/o). Útfluttar vörur árið sem Ieið. Samkvæmt skýrslum þeim, er gengisskráningarnefnd fær um útflutning islenzkra afurða, jafn- skjótt og þær fara á skip, hefir verðmagn þeirra numið lúmum 80 miljónum króna árið sem leið, þar af eru 50 miijónir fyrir fisk og tæpar 6 miljónir fyrir síld. Til samanburðar má geta þess, að árið 1921 nam verð- magn útfluttra afurða 46 milj., eða nær helmingi minna en árið sem leið. Stafar þessi mikli munur aðallega af þvi, að sjáv- arafurðir hafa orðið meiri í ár en endranær; en þó munar það mestu, hve verðið, sem fengist hefir fyrir þær, hefir orðið miklu hærra en venjulega. Að öllu samtöldu mun fram- leiðsla á verkuðuni fiski síðasta ár hafa orðið 40°/o meiri en árið þar á undan. l£Ln.d.i Ixverjw. Um líkt leyti og það var á- kveðið hér i bæjarstjórn að láta smiða landgöngustiga til þess að ijá þá skipum, sem liggja hér við hafnarbakkana, var skip- stjóri nokkur dæmdur i Hull til þess að greiða 25 Sterlingspunda sekt fyrir það, að skip hans átti, ekki sæmilega landgöngubrú. JSý flug-vél. í Engiandi hefir verið í smíð- um flugvél af alveg nýrri gerð og á hún að vera í förum milli Lundúna og meginlands Evrópu. Flugvél þessi er í fisklíki, væng- irnir í laginu eins og uggar, en stýrið eins og sporður. Henni er ætlað að flytja átta farþega i senn og fljúga 115 enskar mílur á klukkustund.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.