Dagblað

Tölublað

Dagblað - 03.02.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 03.02.1925, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐ Höfn í eyðimörk. Merkílegasta mannvirki nútímans. Ismailia heitir smáborg nokk- ur í Egyptalandi. Stendur hún skamt fyrir vestan Súez-skurö- inn og eru þaðan um 50 enskar mílur til Port Said og um 75 milur til Kairo. Hjá þessari borg, sem er umkringd af eyðimörk, ætla Englendingar nú að reisa hið merkilegasta mannvirki nú- tímans. Er það 200 feta hár turn, sem á að notast sem »höfn« fyrir loftför þau, er brezka flug- málaráðuneytið ætlar að hafa í förum milli Englands, Indlands og Ástralíu. Loftförin eiga að bindast við turnhún og er þannig frá gengið, að þau geta snúist undan veðri, þannig að engin hætta sé á því að þau lemjist við turninn. Hanga þau þar líkt og fáni. Skamt fyrir neðan turnhúninn eru allmiklar svalir hringinn í kring um turninn og frá þeim er göngupallur úl í loftförin. Innan í turninum er rafmagns- lyfta, sem flytur farþega á svip- stundu upp og niður. Fyrsta loftfarið sem sent verð- ur í þessar ferðir, verður nefnt R. 36. Framan úr stafni á því verður langur gangur, sem farið er eftir aftur í farþegarúmin, en þau eru útbúin með öllum ný- tízkuþægindum eins og farþega- rúm á beztu skipum. í samhandi við þessar loft- skipaferðir verða sérstakar járn- brautarlestir látnar vera í ferð- um milli Ismailia og Port Said og Kairo svo að farþegar geti komist til og frá á svipstundu. Verður með þessu móti hægt að ferðast frá Norðurálfu til Ástra- líu á álíka mörgum dögum eins og ferðalagið tekur margar vik- ur nú með því að fara sjóleið- leiðina. Tiikynnmg. Með þessu 2. tbl. Dagblaðsins verður 1. tbl. afhent ókeypis þeim, sem ekki hafa fengið það en gerast vilja kaupendur. Borgin. Jarðarfarir. / gœr fór fram frá dómkirkjunni jarðarför Gísla heit. Jónssonar frá Þorlákshöfn, sem svo sviplega hvarf héðan í miðjum nóvember f. á. Lik hans fanst sjórekið hér í höfninni fyrir nokkrum dögum. / dag verður jarðsungin í dómkirkjunni Jófríður heit. Guð- mundsdóttir frá Porfinnsstöðum í Önundarfirði, er andaðist á Landakotsspitala 19. f. mán., og fer fram húskveðja á heimili systur hennar, frú Kristínar konu Einars Helgasonar í Gróðrar- stöðinni, kl. 1. íþróttablaðið heilir nýtt mánT aðarblað, sem íþróttasamband íslands gefur út og mag. Pétur Sigurðsson er ritstjóri að. Fyrsta blaðið kom út 1. þ. m. og er með myndurn. Leikhúsin. Haustrigningar, skopleikur sá er undanfarnar vikur hefir verið leikinn hér, borgarbúum til óblandinnar á- nægju, verður endurtekinn í kvöld í 11. sinn. Hlátur er hverjum manni hollur og færi vel á því að hér væri oftar á boðstólum hollari en jafnframt ódýrari al- mennar skemtanir en nú gerast að jafnaði. Kvenfólag fríkirkjnnnar held- ur í kvöld aðalfund sinn í Hafn- arstræti 20, kl. 8 síðd. Skjaldarglíma Ármanns var háð í Iðnó í fyrradag kl. 4 sið- degis. Handhafi skjaldarins var áður Magnús Sigurðsson, en nú varð Porgeir Jónsson frá Varma- dal hlutskarpastur. Skipafregnir. Es. lsland fer til Leith og Kaupmannahafnar í dag kl. 4 síðd. Es. Goðafoss er á leið hingað kringum land, væntanlegur á morgun. Es. Willemoes fór 29. f. m. frá Rvík með lýsi og rotaðar gærur til Hull og Leith, og er væntanlegur til Hull í dag. Vör- ur þessar eiga að fara þaðan til Boston. Es. Lagarfoss fer frá Hull á fimtudag. Es. Gullfoss kom í gærmorg- un, fer héðan í kvöld kl. 9 lil Leith og Kaupmannahafnar. — Farþegar verða margir. HðagBlaÖ. ££&* ., f Árni Óla. Ritstjórn: -j G. Kr. Guömundsson. Afgreiðslat Lækjartorg 2. skrifstofa J Sími 744. Ritstjórn til viðtals kl. 1—3 síðd. Prentsmiðjan Gutenberg hf. Auglýsingaverð: Kr. 1.50 pr. cm. Blaðverð: 10 aura eint. 'Ííðarfar. í gær var hiti um alt land og suðvestlæg átt. Heit- ast á Akureyri, 3 stig. Veður- athuganastöðin spáir suðvest- Iægri átt og jeljagangi á Suður- landi. í Kaupmannahöfn var 2 stiga hiti, en í Leirvík á Hjalt- landi 7 stiga hiti. Á Jan Mayen var frost eitt stig. Sjávarföll. Hádegisflæði kL l,2o. Síðdegisflæði kl. 12,45 Nætnrlæknir í nótt Gunnlaug- ur Einarsson. Næturvörður i Laugavegs Apoteki. Dánaríregn. Porleifur J. Jóns- son barnakennari, gamall og góðlcunnur borgarbúi, andaðist i fyrrinótt, á heimili Leifs son- ar sins, Laugaveg 25. „Dýralífið“ heitir lílið mán- aðarblað um náttúrufræði, sem Ólafur Friðriksson fer að gefa út. Það á að koma út 9 sinnum á ári, 8 bls. á slærð við »Dýra- verndarann«. Kostar 2 kr. ár- gangurinn. Botnvörpnskipin. Leífur hepni kom af saltfiskveiðum i gær með 105 föt lifrar. Skallagrimur, Pórólfur og Snoiri goði komu frá Englandi í gær. Eru nú flest skipin að hætta isfiskveið- um. Pó mun Belgaum halda þeim veiðum áfram um hríð. Ganpen kolaskip kom í gær til Timbur og Kolaverzl. Rvík. 42 gtrandmenn af erlendum skipum fara út með Gullfossi í dag. Búnaðarþingsfnlltrúárnir Sig. E. Hlíðar dýralæknir og Krist- inn Guðiaugsson frá Núpi eru. komnir hingað til bæjarins. Hinir fulltrúarnir koma meö Suðurlandi frá Borgarnesi.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.