Dagblað

Tölublað

Dagblað - 05.02.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 05.02.1925, Blaðsíða 1
Margur á enn um sárl að binda síðan stríðinu lauk, og þá einkum siðustu árin, og höfum við hér á landi eigi far- jð varhluta af ýmsu misjöfnu, sem af því leiddi fyrir þjóðir og einstaklinga. Svo langt var komið víða, og þá einnig hér, að alt virtist þá og þegar í kaldakoli. Efnalegu sjálfslæði þjóðarinn- ar var voði búinn, atvinnu- skortur blasti við í öllum áttum og skuldabyrðin var voðaleg. í Reykjavík var ekki sízt kvíðvænlegt, þar sem svo marg- ir eru munnarnir og margar þarfirnar. Pví þrátt fyrir allar sparnaðarráðstafanir mundi hafa orðið hér afskapleg neyð meðal almennings, ef svo giftusamlega hefði ekki lekist til, sem raun hefir á orðið. Árið sem leið varð svo aíla- sælt, að alt horfir nú öðruvísi við en fyr, og færði það öllum, sem atvinnu gátu stundað, meiri björg í bú en áður munu dæmi til hér á landi. Tíðarfarið var og fremur gott, oftast nær hægt að stunda sjó, fiskurinn nógur kringum alt land og verð á afurðum hátt. Fyrir alla borgarbúa hér, bæði þá, sem atvinnu þiggja og at- vinnu veita, hefir þessi snögga og óvænta breyting til batnaðar haft ómetanlega þýðingu. Munu þó þeir, sein nú lifa og reynt hafa allar umbreyt- ingar liðinna ára, vart treysta því, að slik gæði haldist óslitið, en viðhafa alla varkárni og fyrirhyggju, samfara þeirri fram- takssemi og dugnaði, sem til er bér í svo ríkum mæli. sÞað er meiri vandi að gæta fengins fjár en afla«, segir mál- tækið, og hefir margur maður- inn orðið að þreifa á þeirri staðreynd í seinni tíð. Almenningur verður að spara, engu síður þegar vel lætur í ári. Efnaleg hagsýni er til heilla fyrir fjöldann. Breytt og bætt húsakynni og aðbúnaður eru dýrmætari heilsu manna og allri afkomu, efnalegri og andlegri, en stundarhagnaður eða ímynd- uð skammæ þægindi. Þess verður þá og eigi síður að krefjast, að þeir sem opin- bert fé hafa með höndum verji því með fullri skynsemi, til brýnustu nauðsynja og hjálpar til sjálfshjálpar fyrir fjöldann. í þessu efni þykir mjög ábóta- vant víða. Og að því er snertir þenna bæ sérstaklega, þá finst mörgum, að meiri hagsýni og aðgæslu hefði mátt viðhafa í ýmsumframkvæmdum, sem unn- ar hafa verið fyrir opinbert fé. íslenzkur iðnaður. Nú á dögum, þá er þing og stjórn vill spara sem mest af útgjöldum til ■ útlanda, og tak- marka um leið innflutning hing- að á erlendum vörum, verður sú spurning fyrir manni: Hvern- ig á að koma þessu í fram- kværnd með öðru móti en því, að íslendingar reyni að verða sjálfum sér nógir? Því ef heftur er innflutningur á sumum vör- um hingað til lands, verður af- leiðing þess auðvitað sú, að þær iðnaðarvörur, er vér höfum vanist á að nota megum vér ekki missa í þegjanda kafi og hljóðalaust. Verður þá sú eina leiðin eftir, að þessar iðnaðar- vörur getum vér framleitt sjálfir, til þess að fullnægja eftirspurn og eyðsluþörf. Hitt er og líka vitanlegt, að »hráefni« sem til iðnaðar þurfa, eigum vér ekki, og enn sem komið er verður rekstursafl slíkra stöðva dýrari hér en ann- arstaðar. Vér verðum t. d. að kaupa kol frá Englandi til starf- rækslu, eða þá steinolíu og benzin, því að rafaflið, sem Is- land hefir ómælt handa okkur, er enn ekki »virkt«. Veldur þar auð- vitað fremur um fjárleysi til stofnunar nýrra atvinnufyrirtækja heldur en áhugaleysi ýmsra manna, eða hitt, að hér í landi geti eigi þrifist ýms iðnaðar- fyrirtæki eigi síður en í öðrum löndum. Stærstu iðnaðarlönd álfunnar, England og Þýzkaland, sýndu það í heimsstyijöldinni að bol- magn þeirra var þar, sem iðn- aðurinn var. Nú eiga þau lönd auðugar námur kola, járns o. fl., samgöngur eru þar komnar í alt annað og betra horf en hér verður fyrst um sinn. En þó er sannleikurinn sá, að margar af þeim hrávörum, er þessar þjóðir fá til iðnaðar, eru litlu dýrari hér en þar. Aðalmismun- urinn á framleiðslu þeirra og okkar verður sá, að framleiðslu- kostnaður þeirra er miklu minni. En svo kemur aftur annað til sögunnar. Erlendir stóriðjuhöld- ar láta sér ekki nægja jafn lít- inn ágóða í viðskiftum við eins litla þjóð og við Islendingar erum, eins og sum þau atvinnu- fyrirtækja sem hér hafa risið upp. 1 öðru lagi er þess að gæta, að við framleiðslu allra þeirra iðnaðarvara sem framleiddar eru hér i landi, veiður allur innanlandskostnaður kyr hér í landi, og er það eitt af því sem allir verða að að kappkosta, að sé vinnulauna og reksturskostnaður við framleiðslu iðnaðarins hér í landi eigi meiri en mismunur á kaupum erlendrar iðnaðarvöru og hrávörum þeim, er til iðnað- ar þarf, þá er framleiðstan hér gróði fyrir lsland. Þess vegna ætti hver íslend- < ingur að teija það skyldu sína, að kaupa fremur íslenzkar iðn- aðarvörur en erlendar, að öðru jöfnu. Hitt er engin frægð né veg- semdarvegur, að byrja hér á iðnfyrirtækjum, sem verða að

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.