Dagblað

Tölublað

Dagblað - 05.02.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 05.02.1925, Blaðsíða 2
2 DAGB LAÐ selja miður vandaða vöru en útlendingar, til þess að geta kept við þá. Eitt af því, sem til athugun- ar kemur í þessu málí er, að sum iðnaðarfyrirtæki geta spar- að þjóðinni neyzlu erlends gjald- miðils að meira eða minna leyti. Verður þá afleiðingin sú, að is- lenzk króna hækkar í verði, gagnvart erlendri mynt, og um leið lækkar dýrtíð hér í landi. Þessum iðnaðarfyrirtækjum á hver góður íslendingur að leggja sitt lið, — fyrst og fremst á þann hátt, að kaupa þær vörur er þau iðnaðarfyrirtæki fram- leiða. Styðjið því, góðir Islend- ingar, íslenzkan iðnað hvenær sem þér getið og yður er ekki sjálfum til tjóns. — Dagblaðið vill líka leggja fram sinn skerf í þessu efni. Mun það því bráðlega flytja greinir um ýms iðnaðarfyrirtæki hér, sem líklegt er að verði alþjóð til þrifa, bæði í nútið og fram- tíð. Og hvenær sem eitthvert slíkt atvinnufyrirtæki rís hér upp, mun blaðið reyna að leggja þvi liðsyrði þannig, að það geti blessast, sé það reist á heilbrigð- um grundvelli. Borgin. Sjávarföll. Síðdegisflæður kl. 2,45. Ardegisflæður kl. 3,10. ísflsksala. Kári Sölmundarson seldi afla sinn í Grimsby á mánu- dag og þríðjudag, og fékk fyrir hann 1672 sterlingspund. Jan, flsktökuskip Proppébræðra, kom hingað í gærmorgun austan af fjörðum, og fer héðan í kvöld full- fermt flski (um 1600 smál.) til Ítalíu. Annað flsktökuskip, sem Tiro heit- ir, og Proppébræður hafa einnig í fiskflutningum, fer fullfermt frá Hafnarfirði til Spánar á morgun. Anstri kom til Viðeyjar í nótt. Höfnin. Peim, sem gengið varð niður að höfninni í gærdag, varö mörgum starsýnt á pá skipamergð, er þá lá við bryggjurnar. Hvað- mun þá verða í vetur á vertíðinui, þegar botnvörpungarnir koma hing- að hver af öðrum, hlaðnir afla? Mun þá ekki veröa nokkuð þröngt við hafnarbakkana, og dýrt að láta fiskveiðaskipin bíða eftir afgreiðslu um hábjargræðistíma þeirra? Stærsti botnvörpnngnrinn, sem ís- lendingar hafa enn eignast, er sá, er Proppébræður hafa nýlega keypt í Frakklandi. Skipshöfn, til þess að sækja hann, 15 menn, var send með Kára Sölmundarsyni, og kom til Boulogne-sur-Mer í fyrradag. Skipið er ekki alveg tilbúið, fór í þurkví í gær til eftirlits, en búist við því hingað um mánaðamót. A því munu verða um 40 manns á saltfiskveiðum. Bæjarstjórnarfundur verður hald- inn í dag. Fréttir þaðan koma í blaðinu á morgun. Goðafo8s kom hingað um kl. 4 í gær. Með honum komu flestir norð- an og vestan þingmenn, þeir er ó- komnir voru áður, nema Björn Líndal. Hann kemur með íslandi. Goðafoss fer héðan á morgun kl. 2 siðdegis vestur og norður um land. Viðkomustaðir verða: ísafjörður (Sauöárkrókur, ef veður leyfir), Siglufjörður, Akureyri, Húsavík, Pórshöfn, Seyðisfjörður og Norð- fjörður. ísland kemur hingað frá Norður- landi 8. þ. m. og fer héðan daginn eftir. Eins og oft vill verða koma milli- landaskip okkar hingað í einni kássu og líður svo langt i milli stundum, að skip koma hingað lil Reykjavíkur beina leið frá útlönd- um. Vafr ekki svo til ætlast, að þau þrjú gufuskipafélög er halda uppi ferðum hér við land, Eimskipafélag íslands, Sameinaðafélagið og Ber- genska félagið ætluðu á þessu ári að hafa einhverja samvinnu um skipaferðir? Nú er skip Bergenska félagsins nýfarið, en ísland, Gull- foss og Goðafoss eru hér öll, hvert fyrir öðru. Næsta póstferð frá út- löndum mun vera með Botniu, er hingað á að koma 17. þ. m. Björgnnarskipið Geir kom frá Englandi i nótt. Kvikmyndahúsin. Nýja Bio sýnir mynd sem heitir Hvalveiðarinn. Gamla Bio. Mynd sem heitir Móðurást. Stjórn og þing. Auk fjárlagafrum- varps þess, er stjórnin nú leggur fyrir þingið og búist er við að gefa muni tekjuafgang, mun stjórnin enn fremur leggja fram frumvarp um búnaðarmáladeildina sem búist er við að nái fram að ganga, og hið þriðja um veiðar útlendinga í land- helgi (varnir gegn leppmensku). Ný mynt er væntanleg hér áður en langt um liður, 1 kr. og 2 kr. peningar, sem eiga að koma í ptað hinna illræmdu krónuseðla. $)ag6(að. ISk f Árni Óla. Ritstj rn. | G. Kr, Guðmundsson. Afgreiðslat Lækjartorg 2. skrifstofa / Simi’744. Ritstjórn til viðtals kl. 1—3 síðd. Prentsmiðjan Gutenberg hf. Auglýsingaverð: Kr. 1.50 pr. cm. Blaðverð: 10 aura eint. I5arn a skólio n í Reykjavík. Árið 1861 tóku 3 menn sig saman um það að koma upp barnaskóla hér í bæ. Voru það þeir E. Siemsen konsúll, A. P. Wulfl faktor og H. Kr. Frið- riksson kennari. 18 börn voru í þeim skóla um veturinn, en talið var, að hátt á annað hund- rað börn væri þá hér í bærium á því reki, að, vel gæli þau gengið í skóla. Samkv. tilskipun 12. des. 1860 var svo barnaskólinn stofnaður 14. okt. 1862. Fór kensla þá fram í ibúðarhúsi Bjerings kon- súls. Forstöðumaður skólans var Helgi E. Helgasen, en kennarar Sveinn Skúlason, Porvaldur Guð- mundsson, Porsteinn Jónsson og Hjörtur Jpnsson. Skólanum var þá skift í 3 bekki og skólabörn voru 58 talsins. Kent var 4 stundir á dag, og námsgreinir: íslenzka,. danska, reikningur, kver, biblíusögur, landafræði. — — Nú eru hér þrír barna- skólar, auk ýmsra heimaskóla, en samt þarf nú að reisa stórt skólabús vegna þess, hve mörg börn eru hér á skólaskyldu- aldri. Broslegt. Drenghnokki gekk með íöður sínum á götu í höf- uðborginni, og sá þar negra- konu í fyrsta sinni á æfinni. »Pahbi«, sagði drengurinn, »sjáðu konuna þarna; hún er alsvört í andlitk. »Já, vist er hún svört í fram- an«, væni minn; en svona er á henni allur kroppurinn«. Pá lítur litli snáðinn undrandi spurnaraugum á pabba sinn og segir: »Hvernig veiztu alt þetta, pabbi minn?« E. M.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.