Dagblað

Tölublað

Dagblað - 05.02.1925, Blaðsíða 3

Dagblað - 05.02.1925, Blaðsíða 3
DAGBLAÐ 3 Siómenn i íi togurum og mótorbátum, kaupiO að eins þaö bezta íi fæturna. — Paö fáið þér með J>ví aö kaupa Jjews-a gúmmístí gvélategun Gí-ætiÖ aö merkinu á sélanum. sem fæst í þessum mismunandi hæö> um: hnéhá, hálfhá og fullliá. Lítið á tegixndir og verð í búðarghigganiim. Lárus G. Lúðvíksson Skóverzlun. Sonnr jitriibrantnkóngsins. vilja okkar, þá förum við þaðan til fílabeins- hallarinnar. þar er hljóðfæraflokkur svertingja, sem. . . . — Pað er nú vika síðan að lögreglan lokaði því veitingahúsi, gall þá einhver við. — Já, en nú hefir það verið opnað aftur og er hálfu betra en áður. — Nú, við skulum heldur fara í aústurríkska þorpið, mælti Ringold. — Rólegur, rólegur piltur minn! Við heim- sækjum alla ágætisstaði. En eitt vil ég taka fram, Ef við komumst í kast við lögregluna þá verðið þið að leyfa mér að verða fyrir svörum. — Manstu eftir því hvernig fór fyrir þér s>ðast, mælti Anthony. þú hefir altaf borið l*gra hlut frá borði. — Vertu ekki að minnast á það. Við skul- um aldrei rifja upp raunasögur! Satt að segja þá æptu hinir félagarnir á hann svo að hann komst ekki lengra. Og svo ruddist allur hóp- urinn út á götu með mesta gáskabrag. Var nú haldið til sjöhyrnda hússins, en þar var þá alt- of dauflegt fyrir þá. Svo fóru þeir til fílabeins- hallarinnar og hlustuðu um stund á svertingja- hljómleikana. En ekki undu þeir þar lengi, og var svo haldið til, »Austurríkska þorpsins.« Smám saman hafði þó einn og einn helzt úr lestinnj, svo að nú voru ekki eftir nema svo sem tíu. það var að vísu úrvalaliðið, menn, sem voru margreyndir að því að vaka heilar nætur við glasaglaum. Nú var komið fram yfir háttatíma og orðið hljótt á götum borgarinnar. Aðrir vagnar, sáust þar ekki á ferð en fáeinir er héldu i humáttina á eftir þeim félögum, í þeirri von, að einhver þeirra mundi þurfa á hjálp að halda. En það var ekki enn svo komið fyrir þeim piltunum, enda voru þeir þver öðrum hraustari og vel undir kvöldið búnir eftir allar knattspyrnuæf- ingarnar og reglusemina meðan á þeim stóð. Það vár tæplega að nokkur þeirra virtist kendur nema Higgins, sem varð jafnan ölvaður af fyrsta glasi, en gat svo drukkið fram til dags án þess að verða mikið ver til reika. »Austuríkska þorpið« er kaffihús og danz- knæpa, opin bæði dag og nótt. Þeir félagar ruddust þar að borði og ráku þá gesti frá er fyrir voru án frekari formála. Padden veitinga- maður kom þegar til þeirra og heilsaði þeim Anthony og Higgins með vinstri hendi. Þið verðið að fyrirgefa að ég get ekki rétt ykk- ur hægri höndina, mælti hann og sýndi þeim hvernig hún var — stokkbólgin og margsinnis

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.