Dagblað

Eksemplar

Dagblað - 06.02.1925, Side 1

Dagblað - 06.02.1925, Side 1
JLíkamleg heilbrig’öi •er hverjum einstakling bráð- nanðsynleg. Um þetta atriði verður ekki deilt. Þó kunna að vera skiftar skoðanir um hvað meta beri mest til eflingar heilsu manna. Reynslan er þó ólygnust í þessu efni sem öðru, og hún hefir fært mönnum heim shnninn um það, að hreinlæti og reglusemi , eigi þar drýgstan þáttinn. En svo er aðgætandi, að ekki er þeim auðvelt að ástunda slíkar dygðir sem hafast við í slæm- um húsakynnum. Breytt og bætt húsakynni eru því helzta lífsskilyrðið fyrir lik- amlegri vellíðan manna. Hér í borg eru víða mjög lítilfjörleg hús, og sumar íbúð- irnar eru tæplega taldar boðleg- ar menskum mönnum, því síður að þær fullnægi vægustu heil- brigðiskröfum nútímans. Hér þarf bráðra bóta við. Það þarf að vinda bráðan bug að því að reist verði fleiri hús, betri hús, ódýrari hús. Stjórnarvöld landsins eiga að hlutast til um, að húsameistari komi fram með ákveðnar til- lögur um húsagerð þá sem bezt sé tilvalin hér og hæfi bezt staðháttum og loftslagi, en sé jafnframt ódýr. Samkeppni þyrfti fram að faja og ætti stjórnin að verð- launa, samkvæmt úrskurði skip- aðrar dómnpfndar, þær tillögur, sem að dómi hennar væri heztar. Það er hörmung til þess að vita, hve kostnaðarsamt er að byggja hér kofa yfir höfuð sér, stórmiklum mun dýrara en í öðrum löndum, bæði að efni og vinnu. Hér er hvert húsið bygt með sínu sniði og ekkert samræmi í neinu. Allir þykjast hafa vit á búsagerð í Reykjavík. Svo að þeir sem hafa sýnt og sannað kunnáttu sina á þessu sviði fá ekki notið sín eins og vera bæri. Þessu þarf að ráða bót á, því slíkt skeytingarleysi sem ríkt hefir hér undanfarið um húsagerð má ekki lengur óátalið vera. líkt og herskip senda til leitar ófriðarskipa. Var það þá er sólargeislinn kom aftur fram undan tunglsröndinni. Meðan hæst á myrkvanum stóð og allar flugvélarnar voru á sveimi um himinhvolfið, varð það til undrunar, að allar fasta- stjörnurnar, svo sem Jupiter, Venus og Mars, skinu í heiði um miðjan dag. Sdlmyrkvinn 25. jan. Almyrkvi í Bandaríkjunum. Eins og almanak okkar skýrði frá, varð myrkvi á sólu hér í norðurálfu heims og Ameríku hinn 24. janúar. Þenna dag voru þeir margir hér, er hugðu að gæta mundi sólmyrkva þessa hér í bæ, og biðu eftir því með óþreyju. En þenna dag var hér dimt í lofti, og um það leyti, er sólmyrkvinn átti að verða, sá varla skil þess, hvort dimmara var af hrið eða sólmyrkva. í Englandi átti myrkvinn að vera meiri, en þann dag var svo þykt loft, að enginn sá hann. Öðru máli var að gegna í Bandaríkjunum. Þar var heið- skírt loft og »himinn klár«. Mörgum dögum áður höíðu vísindamenn þar gert ráðstaf- anir til þess að hafa sem mest- ar vísindanytjar af sólmyrkv- anum. Var því búið að undir- búa þannig, að margar flugvélar tæki sig á loft og reyndu að ná myrkvanum af sólunni, eins og hann var, þá er myrkvinn var mestur. f New-York bjuggust menn við því, að svo dimt mundi verða um miðjan dag, að kveikja þyrfti Ijós á götum. Svo varð þó ekki. — Þeir, sem sáu sólmyrkvann, segja svo frá, að það hafi verið eins og einhver skuggi færðist á sólina, unz svo var komið, að hún hvarf um miðjan dag. En alt í einu kom hraðgeisli, ^edlaútgáían. Eins og öllum er kunnugl hafa bankarnir hér seðlaútgáfu- rétt hvor um sig. Stjórn íslandsbanka hefir ver- ið legið á hálsi fyrir það hvernig hún fer með völd sín, en það verður þó aldrei úr skafið, að íslandsbanki hefir verið bjarg- vættur útgerðarfélaganna og þau aftur landinu. Nú er í ráði að draga úr höndum íslandsbanka seðlaút- gáfurétt hans og láta hann í hendur Landsbankans. En með hverjum hætti á I að koma þessu í framkvæmd? Stjórnin hefir sjálfsagt hugsað sér einhverja færa leið í þessu efni, þó enn sé hún öllum al- menningi hulin, og verður senni- lega þangað til að til þingsins kasta kemur. Fær þá alþýða manna nánari vitneskju um hver bjargráð stjórnin hefir fram að flytja í þessu máli sem öðrum. Við skulum sjá hvað setur. Neisti. Bezti prófsteinn á vel- gengni þína í lífinu er ósann- indamagn andstæðinga þinna. Þrenns ber þér að gæta, vilj irðu komast hjá úthrópun: Gerðu ekkert. Segðu ekkert. Vertu ekkert. • N. T. \ v.

x

Dagblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.