Dagblað

Tölublað

Dagblað - 06.02.1925, Blaðsíða 3

Dagblað - 06.02.1925, Blaðsíða 3
DAGBLAÐ 3 <9> Allir þeir’-^i sem eru á móti láti sem fyrst til sín heyra. Sonur járubrnntiikóiigsins. samanlímd með heftiplástrum. — Það var maður hér í gærkvöldi sem lét illa. — Gáfuð þér honum á hann? spurði Higgins með áhuga. — Já, ég ætlaði að hitta á kjammann á hon- um, en rakst á miðstöð. Tennurnar í honum Padden mælti' þetta í hálfum hljóðum og bætti svo við og sneri sér að Kirk: — Ég hefl heyrt sagt trá knattleiknum í dag. Þér stóðuð yður prýðilega. Kirk brosti. — Eg átti minstan þátt í því hvernig úrslit- in urðu. — En hér eru knattspyrnumennirnir. — Trúið honum ekki I kallaði Ringold. Hann er alt of hæv.erskur, mælti Higgins. Þetta er ágætis piltur, Padden minn, en hann hefir tvo galla. Hann er bæði hæverskur og latur. Hann hefir valdið mér og föður sínum margri raunastund. Faðir hans er mesti ágælis- inaður. x — Mér þykir vænt um að þið komuð hing- að, mælti Padden. Skyldi ykkur verða neitað um eitthvað þá látið mig vita um það; Svo fór hann en Higgins mælti: — Þetta er bezti maður — friðsamur og Œentaður og prúðmenni í framgöngu. Við skulum ekki láta illa hér. Ringold reis á fætur. — Eg ætla að danza piltar, mæltl hann og allir fóru þá að dæmi hans nema Higgins. Hann sagði að danz væri ekki fyrir aðra en nautnasjúka menn og vesalinga. Þegar þeir komu aftur framan úr danzsaln- um, sat ókunnugur maður hjá Higgins, — Piltar, þetta er gamall vinur minn, mælti Higgins. Hann heitir JefFerson Locke og er frá St. Louis. Bezti maður! Peir heilsuðu honum allir með mestu virkt- um. — Eg var áhorfandi að knattspyrnuleiknnm í dag, mælti aðkomumaður, og ég þekti ykkur alla um leið og þið komuð hér inn. Eg er líka knattspyrnumaður. — Þessu trúi ég vel, mælti Anthony, og virti hann fyrir sér frá hvirfli til ilja. — Já, en það er nú alllangt síðan að ég hefi tekið þátt í kappleik. — 1 hvaða kappleik var það? Locke svaraði ekki en kallaði í veitingaþjón- inn. — Hvar hafið þér leikið knattleik, Locke? — í vinstri fylkingararmi! Eg býzt ekki við þvi að þér kannist neitt við staðinn. þar sem knattspyrnan fór fram. Svo breytti hann umræðuefni:

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.