Dagblað

Útgáva

Dagblað - 06.02.1925, Síða 4

Dagblað - 06.02.1925, Síða 4
4 DAGB LAÐ Aii gl ýsingar í gluggura, sem vel er fyrirkom- ið, svo athygli veki þeirra sem fram hjá fara, eru kaupmannin- um og þjónunum tvöfaldur gróði. Kaupendum og föstum viðskiftamönnum fjölgar daglega og kaupmaðurinn og afgreiðslu- fólkið fyllist áhuga og metnaði í hvert skifti sem gluggasýning er undirbúin og framkvæmd. Og þegar margir leggja saman listhæfi 'sitt og smekkvísi, verð- ur útkoman oft svo aðdáunar- verð, að hún margborgar eina næturvöku eða kvöldstund. Ot á við hffir slík gluggasýn- ing einnig víðtæka þýðingu; umhverfið fær annað snið, og áhorfendur bera með sér áhrifin inn á heimilin. Þess vegna stöndum vér í samskonar þakk- arskuld við kaupmanninn, sem vandar til gluggasýninga sinna, og listamannsins, er með sívak- andi listelsku og vandvirkni gerir okkur að betri og bjart- sýnni mönnum, og heldur áfram að menta okkur og manna löngu eftir að öllu skyldunámi og skólaaga er lokið. Mun Dagblaðið fylgjast vel með í þessum efnum, því alt sem miðar að því, að gera Re^ykjavík, að fyrirmyndarborg í einu og öllu og prýða hana eftir þeim föngum sem kostur er á, hér í rökkurlandinu, gerir oss ljúfara að lifa og starfa til heilla sjálfum oss og öðrum. En að því vill Dagblaðið vinna. IV ýt>r eytni. Norskt gufuskipafélag hefir nýlega tekið upp þá nýbreytni, að ráða menn á skip sín með þeim hætti, að þeir fá vissar prósentur af nettónagnaði þeim, sem verður af rekstri þess skips, sem þeir eru á. Er upphæð prósentanna frá 5—10. Það hefir þótt brenna við, að hásetar á skipum, frá Hauga- sundi sérstaklega, hafa strokið að skipunum, einkum hafi þau siglt til Ameríku. Hefir þetta bakað, svo sem skiljanlegt er, íélögunum ýms óþægindi og margskonar útgjöld. Og hefir ekkert dugað, til þess að fyrir- byggja þessi »strok« hásetanna. Nú hefir eitt gufuskipafélagið í Haugasundi, sem gerir út 4 gufuskip í siglingar til Ameríku, ákveðið, að gera hásetana hlut- takandi í þeim ágóða, sem af siglingum skipanna verður. Sigli skipið eingöngu til Ameriku, fær skipshöfnin 10% af ágóðanum, sigli skipið aftur á móti í hafn- ir bæði í Evrópu og Ameriku, fá hásetar 7J/2 %, en að eins 5 °/o ef skipið siglir að eins innan álfunnar. Eiga allir hásetar að fá jafnan skerf, en skipstjóri er undanskilinn. En skilyrðið til þess, að há- setar fái þetta, er það, að þeir hafi verið 18 mánuði á skipinu, ef það siglir til Ameríku, sama tima þó skipið sigli líka til hafna í Evrópu, en sigli skipið að eins innan álfunnar, þurfa þeir ekki að vera nema 12 mánuði. Stjórn félagsins álítur, að með þessu verði hásetarnir bundnir fastara við skipið, og að nánara starf verði milli þeirra og eig- endanna. (Morgunbl. 5. febr.) Útgjfild Breta til ekkna og barna fallinna hermanna og til særðra hermanna hafa minkað um 40 miljónir sterlingspunda frá því sem þau voru árið 1920 —’21. Stj'órnin hefir og á sama tíma fækkað starfsinönnum sin- um um 44°/o og sparað við það 2 miljóna útgjöld. Kosta Bretar sem mest kapps um að draga úr opinberum útgjöldum hjá sér, og má eflaust þakka það MacDonald stjórninni að nokkru leyti hve vel það hefir tekist. Ekki hafa þó öll útgjöld lækk- að. Til heilbrigðisráðstafana og húsabygginga er nú varið rúm- um 17 miljónum sterlingspunda í stað 4 miljóna árið 1913—’14. Gullsending kom nýlega frá Bandaríkjunnm til Englands. Voru það um 6 miljónir doll- ara. Á það að skiftast milli nokkurra ríkja í Evrópu, til þess að reyna, ef unt er, að koma meira samræmi á gengi peninga. Þetta er hin stærsta gullsending sem komið hefir í einu yfir Atlandzhaf síðan fyrir stríð. Gullið var flutt í 98 tunnum. Með sama skipi kom einnig gríðarmikil silfursending, sem fara átti til banka i London. Yogna þrengsla í blaöinu veröa fréttir frá bæjarstjórnarfundi aö bíða. Muiiið eftir HVÍTÖLINU á Laogaveg 1S. Bezt með mat og í graut. Tóm steinolíuföt kaupir hæsta verði Hf. Hrogn & Lýsi. Simi 262.

x

Dagblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.