Dagblað

Issue

Dagblað - 07.02.1925, Page 1

Dagblað - 07.02.1925, Page 1
Ping,setning‘. Alþingi verður sett í dag. Þingmenn koma saman í Alþingis- húsinu laust íyrir kl. 1 og ganga þaðan til guðsþjónustu í dóm- kirkjunni. Magnús dósent Jónsson stigur í stólinn. Að lokinni guðs- þjónustu fara þingmenn til fundar í Alþingishúsinu, og verður þar kosinn forseti sameinaðs Alþingis og skrifarar. Síðan skiftast þing- menn í deildir, og kýs hvor deild sína forseta og starfsmenn Önnur störf liggja ekki fyrir þinginu í dag. Gestkvæmt er í höfuð- borginni um þessar mundir og heflr fólk komið hingað hópum saman hvaðanæfa af landinu í atvinnuleit, staðnæmist hér á leið til verstöðvanna, en dreiflst svo hingað og þangað, ýmist suður með sjó eða til Vest- mannaeyja. Svo margt manna hefir hrúg- ast hingað með siðustu skipum, að öll gistihús borgarinnar eru alskipuð gestum, og allar smug- ur fullar, þar sem hægt er að troða fólki niður. Svo mjög hefir sorfið að mönnum, að þeir hafa orðið að gera sér að góðu, að láta »setja sig í steininncc, sem svo er kall- að, og gista hjá Sigurði fanga- verði Pjeturssyni; og enda þótt vistin hjá Sigurði sé í alla staði góð, eftir staðháttum, er ærið óviðkunnanlegt, að þurfa að bjóða mönnum eða jafnvel kon- um, eins og komið hefir fyrir, upp á slíkan verustað, einfaldan og óbrolinn fangaklefa í stað svefnstofu. Pað er aðallega í vertíðarbyrjun, og svo í vertíð- arlok, sem svo margt fólk safn- ast hér fyrir, að til vandræöa horfir með að hola því niður. Á öðrum tímum er gestakoma strjál, og stundum nær engin, og því ekki við að búast að einstaklingar ráðist í að halda stórt gistihús, því það mundi tæplega borga sig að halda því opnu alt árið. Er ekki annað sýnna en að borgin verði að sjá svo um, að fil sé eitthvert atdrep haust og VOr> þar sem menn þeir er hér staðnæmast milli skipaferða, geti leitað til, þegar annarsstaðar eru lokaðar dyr. Pá Ieið mætti hugsa sér fyrst um sinn, að nota verkamanna- skýlið niður við höfnina að næt- urlagi og leyfa húsviltum mönn- um að sitja þar inni í upphit- uðum salnum, og myndi það mælast vel fyrir. Hitt er með öllu óverjandi og ilt til afspurnar, að framandi fólk sé látið hröklast húsa í milli að næturlagi í kulda og hriðarveðrum. Bæjarstjórn borgarstj óri. Á næsta árj á hér fram að fara kosning á fulltrúum í bæj- arstjórn og en fremur verður þá kosið um borgarstjóra. Kjörskrá er nú þegar fram komin og er tii sýnis hjá bæjar- gjaldkera fram að miðjum mán- uði. Þeir, sem ekki eru á kjör- skrá þessari, og eigi hafa kært fyrir þennan tíma, eiga að missa rétt sinn til þess, að kjósa sér borgarstjóra óg bæjarstjórn. Breið liolt. Bæjarstjórn Reykjavíkur aug- lýsti jörðina Breiðholt til ábúð- ar frá fardögum 1925. Komu svo fram umsóknir frá sjö mönnum, eins og getið var um í blaðinu í gær. Og eins og þá var frá sagt, var málinu frestað. Við þessu er það að athuga, að þótt gott sé að fasteigna- nefnd vilji athuga, hvernig bær- inn á framvegis að hagnýta sér jörðina, þá er þó og á hitt að líta, að um leið og bærinn aug- lýsir ábúð á jörðinni, tekst hann skyldur á herðar um það, að láta hana af hendi. Peir menn, er sótt hafa um ábúðarleyfi, hafa auðvitað gert sínar ráð- stafanir til þess, hver um sig, að geta tekið við jörðinni í far- dögum. Vitanlegt er það þó, að ekki muni allir, heldur einn, hreppa hnossið; en hve lengi geta þeir beðið eftir svari? Nú er málinu frestað. Og nú er

x

Dagblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.