Dagblað

Tölublað

Dagblað - 07.02.1925, Blaðsíða 4

Dagblað - 07.02.1925, Blaðsíða 4
4 DAGB LAÐ Síðasti dagur skyndisölunnar er í dag. Litið til fuglanna. Eins og flestum bæjarbúum mun kunnugt hefir Ólafur Frið- riksson ritstjóri tekið fugía til fósturs. Af ástæðum, sem hér skulu ekki greindar, hafa ýmsir litið illu auga til fuglanna og jafnvel hafa verið gerðar frjáls- ar tilraunir til þess að koma þeim á brott úr bænum. Ólafur er dýravinur mikill og náttúrufræðingur, og af þeim ástæðum mun hann hafa tekið upp á þessu en ekki til hins, að hneiksla borgarbúa, eða gera þeim neinn óskunda. Euda var og fordæmið fengið áður, þar sem sjálf bæjarstjórnin hafði byrjað á því að ala hér svani á tjörninni og jafnvel andir. Því uppátæki bæjarstjórnar urðu allir borgarbúar fegnir, en nú kveður við annan tón. Á siðasta bæjarstjórnarfundi kom það jafnvel til umræðu, að svo mikil óþrif væri að fugl- um Ólafs, að gera þyrfti þá út- læga úr borginni. Sá er þetta ritar, átti einu sinni tamda svartbaka, og varð ekki var við að af þeim stafaði meiri óþrif né daunn heldur en t. d. af hænsnum, nema síður sé. En eigi nú að gera fugla þessa bæjarræka, væri þá ekki rétt að taka um leið fram í þeirri samþykt, að öllum fuglum skuli bannað að hafa þá ósvinnu í frammi að dríta hér í bænum, t. d. skrattans kríunni, sem aldrei lætur Tjarnarbrúna í friði. Ófeigur. TIMPLA Svo sem: Eftirrit: Vörurnar afhendist aðeins gegn frumriti farmskírteinis. — Póstkrafa kr. ... — Greitt. — Innf. sýnishorn án verðs. — Afrit. — Prentað mál. — Frumrit. — Original. — Copy. — Sole Agent for Iceland. — Móttekið og svarað. Mánaðardagastimpla. Stimpilblek. Blekpúða. Gummiletur í kössum, alt ísl. stafrófið með merkjum og tölustöfum, fleiri stærðir. Allar þessar tegnndir hefl eg fyrirliggjandi hér á staðnnm. Útvega ennfremur allskonar Nafnstimpla, Dyraspjöld úr látúni og postulíni, Brennimerki, Signet, Töluvélar o. s. frv. Umboðsmaður fyrir John R. Hanson Stempelfabrik, Köbenhavn. HJÖRTUR HANSSON Kolasundi 1. Sími 1361. Ný bátagerð. í Englandi hefir verið smíðuð ný gerð björgunar- báta. Eru þeir frábruðgnir öðr- um bátum að því, að hvorki er í þeim hreyfivél né heldur er þeim róið. Neðan á botni þeirra eru spaðar eða uggar og innan- borðs er útbúnaður til þess að hreyfa þá með og knýja bátinn þannig áfram. Henn sem eru nýlega komnir úr langferð um Afríku, höfðu með sér grammofón, og hafði svertingjum þótt mikið varið í þann grip. En þeir höfðu ein- kennilegan smekk, því að ekki stökk þeim bros þegar leiknar voru plötur með skopvísum og kýmnilögum, en söngur Caruso þólti þeim alveg sprenghlægilegur. Gigarettur og Vindlar ódýrast í „Krónunni“ Laugaveg 12. Bðsiir ðrenfiir geta fengiö fasta atvinnu. Komi á skrifstofu

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.