Dagblað

Ataaseq assigiiaat ilaat

Dagblað - 08.02.1925, Qupperneq 1

Dagblað - 08.02.1925, Qupperneq 1
Sunnudag 8. febrúar 1925. I. árgangur. 7. “ iölublað. Í*<5tt »líflð. alt sé blóðrás og logandi und«, ðru þó til nokkrir sólskinsdagar, sem varpa bjarma og hlýju yfir hína dag- ana. þetta eru helzt sunnudag- arnir — hvíldardagarnir, þegar menn varpa af sér áhyggjum, hita og þunga vikunnar og gefa sér tíma til þess að hugsa um hitt og annað, er ekki kemur ▼ið matarstriti og áhyggjum annara daga. Sunnudagarnir eru mörgum manninum hvíldardag- ar bæði fyrir líkama og sál. Og hver er sá, er ekki kann- ast við hve sælt það er, að njóta hvildar eftir mikið erfiði? Sveitamaðurinn, sem verður að vinna baki brotnu, svo að segja nótt og dag, um heyanna tím- ann, hlakkar til þess alla vik- una að fá að njóta hvíldar helgidagsins. Daglaunamaðurinn aem verður að vinna erfiða slit- vinnu allan ársins hring, fagn- ar hvíldardeginum af alhug. Og eigí er hvíldardagurinn síður kærkominn verslunarmönnum og öðrum, sem verða að stunda óholla innivinnu. Þeir einir, sem svo eru gerðir, að nenna ekki að vinna, sjá aldrei þessa sól- skinsdaga í Iífinu og þeir fara mikils á mis. En svo eru aftur aðrir, sem svo eru bundnir starfi sínu, að það leyfir þeim ekki neina hvíld, ekki einu sinni á sunnudögum. Svo er t. d. um sjómennina. Hjá þeim þekkjast ekki sunnudagar frá öðrum dögum. Fram til skams tíma tíðkað- ist það á flestum heimilum, að húslestrar væru haldnir á sunnu- dögum og tíðkast ef til vill sumstaðar enn. Þetta var góður siður og hann skapaði sérstak- an helgiblæ, sem hvfldi yfir hvíldardeginum. Það gerði fólk- ið samvinnuþýðara og léttara í lund og lyfti huga þess útfyrir þan takmörk, sem hann var annars bundinn við vegns starfs- ins. Þetta munu víst flestir kannast við. En væri nú ekki hægt að taka upp slíkan sið á skipunum, að verja svo sem einni stund á hverjum helgi- degi til þess að lyfta huganum frá hinu sifelda erfiði? Mundi það ekki gera sunnudagana að sólskinsdögum hjá sjómönnun- um? Hugsum okkur t. d. að á há- degi væri öllum gefin hvíld, þegar hægt er að koma því við, skipverjar söfnuðust saman og skipstjóri, eður einhver annar maður, sem bezt þætti til þess fallinn, læsi stuttan húslestur eða valinn kafla úr bibliunni og eitthvert vers væri sungið fyrir og eftir. Ekki þyrfti það að taka svo langan tíma, að vinnutapið næmi neinu. Á mörgum erlendum skipum hefir verið sá siður, að hafa slíka helgiathöfn á jólum, og þeir sjómenn er það þekkja, vita bezt hvers virði hún er. Það er þeim sú sólskinsstund er þeim verður minnisstæð alla æfi. Ög slíka sólskinsstund er auðvelt að veita sér, ef vilji er með. Mundi margt gott af því leiða, en ekk- ert ilt. Þjóðbandaíagið. »Hvað veldur að þjóðbanda- lagið á svo marga andstæðinga? Það vekur undrun, að nokkur skuli finnast því óvinveittur. En þetta er eitt af táknum hins nýa tíma. Satt er það að vísu, að vinir þess eru margfalt fleiri en óvin- irnir, því þeir sjá að ráð þess eru holl, og að ekkert þeirra orkar tvímælis, svo að búast mætti við að enginn fjandskap- aðist gegn því. Þó er eitthvað sem veldur framkomu þeirra. Þeir finna að öllu, sem það gerir eða lætur ógert. Ef það starfar samkvæmt eigin geðþótta, er það talið óþol- andi. Taki bandalagið ekki mannlega á móti sérhverju erfið- leikaölduróti á sviði stjórnmól- anna og lægi það á svip- stundu, sýnist þeim tilgangslaust að hafa það. Einhverju verður að koma af stað i andstöðu- skyni, og fyrir sköminu var því haldið fram að það væri kostn- aðarsamt. í þágu hverra eru þessi ástæðulausu útgjöld? Þau eru blátt áfram tilfundin segja menn. Vér höldum því fram, að þetta bandalag sé hið ódýrasta undir sólunni, og i raun réttri er þátt- taka Bretlands i útgjöldum til verklegra framkvæmda banda- lagsins varla sýnileg á fjárlög- unum, því að rikið ver 8000 sterlingspunda til opinberra ör- yggisráðstafana fyrir sérhvert pund sem eytt er til þjóðbanda- lagsins. Bandalagið hefir þegar komið því til vegar með starfsemi sinni, að brezkir peningar hafa sparast, sem nemur okkar þátt- töku í bandalaginu i 20 ár samfleytt. Ráðvönd rannsókn á starfsemi bandalagsins, ráðum, aðferðum, útgjöldum og sigurvinningum, sýnir, að það hefir tekið að sér mjög nytsöm verk, sem annars hefði ekki verið framkvæmd; að því hefir verið stjórnað með allri þeirri hagsýni, sem hægt er að krefjast, og þó dæmt sé eingöngu eftir árangri hinnar margvíslegu starfsemi á erfiðustu árunum er það þjóðunum bless- un en eigi byrði. Það gefur fyrirheit um ráð til þess að koma í veg fyrir óendanlegt tjón með óendanlega litilfjörlegum útgjöldum«. Þannig lita brezkir bandalags- vinir á Þjóðbandalagið og starf- semi þess í sambandi við út- gjöldin. (My Magazin, útg. Arthur Mee Janúarlieftið.)

x

Dagblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.