Dagblað

Tölublað

Dagblað - 08.02.1925, Blaðsíða 4

Dagblað - 08.02.1925, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐ ekki borgar sig að eiga þær, nema qpplag blaðs sé minst 40 —50 þúsund og blaðið stórt. Sézt á því, að langt mun þess að bíða að slíkar vélar komi hingað tit lands, því að líklega þyrfti hvert mannsbarn á land- inu að vera kaupandi að því blaði, er borið gæti uppi slíka prentsmiðju: Ódýr hús. Margar hendur rinna létt verk. Austurríkismenn geta orðið mörgum þjóðum til fyrirmyndar í því, hvernig þeim hefir tekist að bæta úr húsnæðiseklunni. í umhverfi Vínarborgar hafa þeir t. d. reist 40 ný þorp með svo litlum kostnaði, að nú eru þeir margir húseigendur, er áður áttu ekkert þak yfir höfuðið. Og þetta var ekki gert með neinum göldr- um. Áður en byrjað var að byggja húsin, var stofnað sér- stakt byggingarfélag fyrir hvert um sig. Skipulag þorpanna var ákveðið og lóðum skift milli manna. Og svo hjálpuðust allir að því í sameiningu að smíða þar til þorpið var fullbygt og hver félagsmaður í sínu húsi. Engir sérstakir smiðir voru fengnir til vinnu og alt var þetta ' unnið i tómstundum. Hver fé- lagsmaður skuldbatt sig til þess í upphafi, að vinna í 1500 klukkustundir. Var svo skift niður verkum milli manna, eftir því sem hver var hæfastur til og þetta gekk eins og í sögu. Eitt af þessum þorpum, sem heitir »Friðarþorp«, reistu t. d. 2000 særðir hermenn án nokk- urrar hjálpar. Þeir unnu alt sjálfir, smiðuðu húsin frá grunni að mæni og eru nú allir hús- eigendur og búa þarna. Annað þorp reistu 200 fatlaðir hermenn og er þar hvert hús úr steini. Notuðu þeir eingöngu grjót úr virkisrústum, sem eru siðan á dögum Napoleons mikla. Eitt þorpið nefnist lístamanna- setur og þeir, sem þar búa, eru málarar, rithöfundar og tón- snillingar, og unnu þeir sjálfir hvert handarvik að smíði hús- anna. Á öðrum stað hafa lög- fræðingar, læknar og verzlunar- menn reist sér þorp. Og þannig mætti lengi telja, því að að þessu hafa unnið allar stéttir manna og sumstaðar konur jafnt sem karlar. Húsin og þorpin þykja fyrirmynd í alla staði, þrátt fyrir það þótt enginn byggingarmeistari né smiðir kæmi þar nærri. Þjóðleikhúsið nýja. Hvar á það að vera? Hr. Indriði Einarsson hefir allra manna mest barist fyrir byggingu þjóðleikhúss, sem væri að öllu leyti fullkomið og eftir nýjustu tízku og nægði okkur um næstu framtíð. Siðast skrifar hann um málið í Morgunbl. 27. og 28. jan. s.l. Hann heldur, að húsið muni kosta um 800,000 kr., og bend- ir á leið til að afla þess fjár, án þess að íþyngja almenningi, og telur að húsið þurfi að vera fullbúið í árslok 1929. Um þessi atriði verður ekki rætt hér í þetta sinn, heldur máske síðar í lengra máli. Pað er eitt atriði, sem hr. I. E. minnist ekki á, en það er hvar húsið eigi að standa. Það skiftir þó óneitanlega ekki litlu máli, hvar og hvernig framtíð- arbyggingar eru reistar í þess- um bæ, því að öll nauðsyn er á, að meiri fegurðarsmekks og betra skipulags verði gætt hér eftir en hingað til, þegar um framtíðarbyggingar er að ræða. I. E. getur þess, aö lóðin undir húsið fáist fyrir ekkert. En hvar er sú lóð? -— Það mun reyndar vera til einhver gömul samþykt um það, að reisa hús- ið á Arnarhólstúni við Hverfis- götu. En eg skil ekki í, að það geti nú komið til mála, eftir að búið er að reisa þar Ingólfs- likneskið, því varla förum við að hafa Ingólf þar að húsa- baki eða byrgja honurn útsýni. Og eg tel víst, að hr. I. E. sé Leiðarvísir: Alþýðubókasafnið Skólav.st. opið virka d. kl. 10—10, sunnud. 4—10. Baðhúsiö opið kl. 8—8 virka daga. Borgarstj.skrifst. Tjarnargötu 14. Skrifstofut. kl. 10—12 og 1—3. Borgarstj. til viðtals kl. 1—3. Brunamálaskrifst. Tjarnargötu 14. Skrifst.t. kl. 10—12 og 1*/»—3'/». Byggingarfulltrúi Tjarnargötu 14. Til viðtals kl. 11—12, Bæjarfóg.skrifst. Suðurg. 4, opin kl.1-5. Bæjargjaldkeraskrifst. Tjarnarg. 14 Skrifstofutimi kl. 10—12 og 1—5. Bæjarverkfræðingur Tjarnarg. 14 til viðtals kl. 11—12. Frakkneski spítalinn heimsóknar- tími kl. 1—3. Geðveikrahælið heimsóknart. kl. 10—6. Hagstofan Landsbankahúsinu opin ki. 9—4. íslandsbanki afgreiðslut. kl. 10—12 og 1—4, á laugard. 10—1. Bankastj. til viðtals kl. 10—12. Landakotsspítali, heimsóknart. kl. 3—5. Landsbanki íslands, afgreiðslut. kl. 10—3, á laugard. kl. 10—1. Landsbókasafn, opið kl. 1—7. Bókaútlán kl. 1—3. Listasafn Einars Jónssonar opið miðvikud. og sunnud. kl. 1—3. Lögreglustjóraskrifstofa Lækjarg. 10 B opin kl. 10—12 og 1—4. Varðstöð opin allan sólarhr. Náttúrugripasafniðopiðsunnud.kl. 1*/*—3. Þriðjud. og fimtud 2'/j—3. Pósthúsið opið virka daga kl. 10 —6, helgidaga kl. 10—11. Bögglapóstsofan opin virka daga kl. 10—3 og 5—6. Rikisféhirðir, Landsbankahúsinu, skrifstofutimi kl. 10—2 og 4—5. Samtrygging ísl. botnvöruskipa, skrifstofut. kl. 10—12 og 1—4. Skattstofan, skrifstofut. kl. 1—4. Stjórnarráð íslands, skrifstofut. kl 10-12 og 1—4. Verslunarráð íslands, hús Eim- skipafél., skrifstofut. kl. 10—12 og 1—4. Vífilstaðahælið, heimsóknartimi virka d. kl. 12—1‘/j, sunnudaga kl. 1—3. Pjóðminjasafnið opið kl. 1—3. Pjóðskjalasafnið opið kl. 1—4. svo mikill smekkmaður, að hon- um finnist þetta ótækt að at- huguðu máli. En — hvar á húsið að standa? G. P. Frönsk flugvél, sem Þjóðverj- ar skutu niður árið 1916, fanst fyrir skömmu úti í skógi skamt frá Amiens. 1 henni voru beina- grindur tveggja ílugmanna, sem nú eru gleymdir.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.