Dagblað

Ataaseq assigiiaat ilaat

Dagblað - 10.02.1925, Qupperneq 1

Dagblað - 10.02.1925, Qupperneq 1
Þriðjudag 10. februar 1925. I. árgangur. 8. tölublað. QagBíaé „A.lþingi verður fyrir þungum áfellisdómum. »Varla heyrist nokkur maður leggja því liðsyrði, sem þar er gert«. Er þetta því undarlegra, sem Alþingi er ekkert annað en þjóð- in sjálf, og hún er því að dæma sjálfa sig með þessu. Henni lizt ekki betur en þetta á sjálfa sig, þegar hún sér sig með annara augum. En er þá Alþingi alsaklaust? {•ví fer vafalaust fjarri. Jafnvel innan þingsins er of mikið af dómsýki og því, að andstæð- ingar eigna hver öðrum lélegar hvatir. Slíka dóma ættu fulltrú- arnir að leggja niður með öllu, og berjast eingöngu með heiðar- legum vopnum«. þannig fórust Magnúsi Jóns- syni docent orð i ræöu sinni í l dómkirkjunni þingsetningardag. Þelta er víst hverju orði sann- ara. Dómar almennings um þing- ið eru mjög á einn veg um land alt. Og þó er þingið helg stotn- un. Pórsnessþing varð að flytja úr stað, vegna þess, að hinn fyrri þingstaður hafði saurgast af heiftarblóði, en þingið var sjálft svo helg stofnun, að það málti eigi heyja á saurguðum stað. Og eigi ætti Alþingi að fylgja minni helgi, það er og kallað »friöheilagt« og ætti líka að vera friðheilagt fyrir illu um- tali. Það ætti að vera þjóðar- metnaður hvers íslendings, að tala eigi um það öðruvísi en með virðingu. En af hverju stafar þá það, að »varla heyrist nokkur mað- nr leggja því liðsyrði, sem þar er gert?« Mun ekki ástæðunnar að miklu leyti að leita þar sem eru hin svonefndu »hrossakaup« innan þingsins, reiptog um völd og óheilbrigð flokkapólitík. Er það t. d. ekki hart, að óháður þingmaður skuli ekki geta kom- ið neinum áhugamálum sínum fram, án þess að gerast háður, — ofurselja sig einhverjum flokki eða flokksbroti? Þess munu því miður dæmi, að lagafrumvörp sem miðuðu til þjóðþrifa, hafa verið svæfð eða þeim stungið undir stól, vegna þess eins, að framsögumaður hafði eigi »flokk« sér til liðssinnis. Slíkt er víta- vert, en finna má að einstökum gerðum þingsins og stefnum hinna ýmsu flokka, sem þar eru, án þess að óvirða sjálfa stofnunina Alþingi. Á þessu tvennu er stór munur. Stofnun- in sjálf er friðheilög, en dæma má gerðir einstakra þingmanna eður einstakra flokka. Sá, sem kveður upp ómilda dóma um Alþingisheildina, óvirðir sjálfan sig og þjóð sína — er vargur í véum. StjórnarfrumYörpin. Þau eru alls 32 frumv., sem ríkisstjórn leggur nú fyrir Al- þingi. Skal hér getið nokkurra þeirra. Fjárlög fyrir 1926. Tekjur eru áætlaðar kr. 8,747,- 100, en gjöld kr. 8,730,979. Sam- kv. frv. þessu er því gert ráð fyrir kr. 16 þús. tekjuafgangi. Helztu tekjuliðir eru þessir, og sagðir varlega áætlaðir: Fasteignaskattur og tekjuskatt- ur kr. 1,015,000, vitagjald 210 þús., stimpilgjald 300 þús., toll- ar 3545 þús., símatekjur 1150 þús., tekjur af áfengisverslun 300 þús., tóbakseinkasölu 200 þús., steinolíueinkasölu 60 þús.; tekjur af fasteignum 48 þús., tekjur af bönkum og vaxtatekjur 230 þús., óvissar tekjur og end- urgreiðslur 227 þús. — Af núgildandi löggjöf átti að falla úr gildi við árslok lög um bráðabirgðaverðtoll og lög um dýrtíðaruppbót opinberra starfs- manna. Stjórnin hefir ekki séð sér fært að sleppa dýrtíðarupp- bótinni, og til þess að tekjur og gjöld geti þá staðist á, hefir hún gert ráð fyrir að verðtollurinn skuli haldast. Breyting á hegningarlögnm. Frv. þetta er um breytingar á 26. kafla hinna almennu hegn- ingarlaga (fjársvik). Var samþ. þingsályktun 1914 um að end- urskoða þenna kafla, og kemur frv. um það nú fyrst fram. Varalögregla. Eiga þetta að verða heimild- arlög fyrir rikisstjórn til þess að koma upp varalögregluliði í kaupstöðum, ef »hinir föstu lög- reglumenn reynast eigi einhlítir«. Eru allir karlmenn, 20—50 ára að aldri, skyldir að ganga í vara- liðið, ef þess er krafist. Skemtanaskattnr. Skv. frv. þessu, sem komið er frá sparnaðarnefnd, er ætlast til þess, að tekjur af skemtana- skatti renni að hálfu til hins fyrirhugaða landspítala á móts við þjóðleikhús. »Flestir munu líta svo á, að landspitali sé meira nauðsynja- mál en þjóðleikhús, og hefði átt að ganga fyrir leikhúsinu, en hér er ekki farið fram á það af tilliti til þingviljans 1923«. Sóknargjöld. Frv. er komið frá sparnaðar- nefnd. Gerir það ráð fyrir því, að hækka sóknargjöld um helm- ing, eða úr kr. 1,50 upp i kr. 3,00 fyrir hvern 15 ára mann eða eldri. Skólar. Frv. um kenslustundir fastra kennara við ríkisskólana gerir ráð fyrir 27—33 stunda kenslu á viku. Fram að þessu hefir fjöldi kenslustunda verið lííið eitt lægri. Anuað frv. mælir svo fyrir, að ríkið taki að sér kvennaskól- ann í Reykjavík og reki hann

x

Dagblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.