Dagblað

Tölublað

Dagblað - 10.02.1925, Blaðsíða 3

Dagblað - 10.02.1925, Blaðsíða 3
DAGBLAÐ 3 ^jósly» enn. Mb. „Sólveig44 ferst meö allri áhöfn. STIMPLA Svo sem: Eftirrit: Vörurnar afhendist aöeins gegn frumriti farmskirteinis. — Póstkrafa kr. .. — Greitt. — Innf. — Sýnishorn án verðs. — Afrit. — Prentað mál. — Frumrit. — Original. — Copy. — Sole Agent for Iceland. — Móttekið og svarað. Mánaðardagastimpla. Stimpilblek. Blekpúða. Gummiletur í kössum, alt ísl. stafróíið með merkjum og tölustöfum, fleiri stærðir. Allar þessar tegundir heil eg fyrirliggjandi hór á staðnom. Utvega ennfremur allskonar Nafnstimpla, Dyraspjöld úr látúni og postulíni, Brennimerki, Signet, Töluvélar o. s. frv. Umboðsmaður fyrir John R. Hanson Stempelfahrik, Köbenhavn. HJÖRTUR HANSSON Kolasundi 1. Simi 1361 Pessir voru á bátnum: Björn H. Guðmundsson for- maður og Iíristján Albertsson stýrimaður, báðir af ísafirði, Lárus Sveinsson vélstjóri úr Reykjavík, Guðmundur Helgason frá Patreksfirði, Guðm. Jónsson úr Reykjavík og Friðjón Hjartar- son frá Hellissandi. ◄ 4 4 4 4 4 4 4 TJtsalan heldur áfram. Mikið úrval af nærfötum, kven- og karlmanns sokkum. Verzl. Laueavee 18. Klöpp, Sími 1527. ► ► ► ► ► ► ► ► Á laugardagsmorgun reru allir bátar úr Sandgerði. Var þá dá- gott veður, en hvesti um hádegi og gerði ofsarok af suðvestri. Meðal báta þeirra var mb. Sólveig, um 20 tonn, eign Ein- ars Jónssonar skipstjóra í Hafn- arfirði, en Hf. Hrogn og Lýsi hafði bátinn til útgerðar. Allir bátarnir náðu landi nema þessi. Síðasti báturinn sem sá til hans, var mb. Trausti af Akranesi og var Sólveig þá að enda við að draga lóð sina. Hefir hún síðan ætlað að leita til Sandgerðis um kvöldið, en um það bil, er hún hefði átt að ná landi, kl. 9—12, var komið afspyrnusjó- rok og bylur. Hefir þvf báturinn lent of sunnarlega og slrandað á skeri fyrir Stafnnesi, sem er milli Hafna og Hvalsness. Á sunnudaginn rak á land skipsbátinn, eitthvað úr stýris- húsinu og veiðarfæri, og í gær eitthvað fleira, en engin lík voru fundin er blaðið frétti síðast. Sonnr járubrantakönssins. II Vegir skiljast. Anthony tók nú að sér að veita, og gerði það miklu ósleitilegar en þörf var á við þetta tæki- færi. Hann bað um dýrindis krásir og dýrustu vín. Pað small látlaust í kampavínstöppunum og þeir félagar glömruðu diskunum til þess að lát- ast vera soltnir. En Locke krafðist þess nú að fá að veita þeim það vín, er þeir hefðu aldrei bragðað áður. Átti hann síðan hljóðskraf við þjóninn um stund og stakk um leið að honum flmm dollars seðli svo að hinir sáu ekki, nema Higgins, en hann komst ekki að að tala um það fyrir hávaða hinna piltanna. Pegar hófið stóð sem hæst, kom þjónninn aftur og hvíslaði einhverju að Locke. Pað hafa víst ekki verið nein gleðitíðindi, því að Locke náfölnaði og hendur hans skulfu. Hann skim- aði flóttalega kringum sig, en þeir félagar tóku ekkert eftir þessu. — Hann gaf mér tiu dollara, mælti þjónninn lágt, svo að ég býst við að erindi hans sé mjög áriðanði. , — Hann — er hann einsamall? stamaði Locke. — Pað hygg ég. Hvað á ég að gera? Locke fór ófan í vasa sinn og rétti eitthvað að þjóninum. — Bíðið fyrir framan dyrnar. Hann má ekki koma hingað. Ég skal kalla á yður rétt bráðum. Ringold var í miðju kafi að segja frá knatt- leik og félagar hans hlýddu á hann með at- hygli. En nú greip Locke fram í fyrir honum og var honum svo mikið niðri fyrir, að Ant- hony spurði undrandi: — Hvað gengur að yður, vinur? Er yður ilt? Locke hristi höfuðið. — Ég sagði ykkur frá því áðan, að mér mundi veitt eftirför. Og nú bíður maðurinn hér niðri. Hann hefir mútað þjóninum 10 doll- urum til þess að fá búning hans að láni og komast þannig hingað inn til okkar. — Til hvers? — Hver er hann? Spurningunum rigndi yfir Locke. — Ég veit það ekki með vissu. En ég ímynda mér, að samsæri hafi verið gert um það að ræna mig peningum minum. Ég hefi allmikið fé á mér. Og ég er einstæðingur hér í New York. Peir hafa veitt mér eftirför frá St. Louis. Nú langar mig til þess að biðja ykkur að hjálpa mér, vinir mínir. Kirk Anthony stökk á íætur. — Er hann hér niðri?

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.