Dagblað

Tölublað

Dagblað - 11.02.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 11.02.1925, Blaðsíða 1
Fyrir hundraö ár- um mun íbúatalá Reykjavíkur hafa verið um 1000,. en síðan heflir fjölgað hröðum skrefum. Um aldamóftn voru hér tæp 7000, 1910 hafði íbúum fjölgað um 5000, á næstu 10 árum um rúm 6000. 1922 voru hér rúm- lega 19 þús. íbúar, ári síðan rúm 20 þús., og munu hér nú vera um 21 þús. ibúar. Hér eru nú 2044 hús, en af þeim mun ekki meira en */a notaður til íbúðar. Geri maöur nú ráð fyrir því, að hér sé um 1000 íbúðarhús, þá verða til jafnaðar 20 menn í hverju húsi. Láti þetta nú nærri lagi, þá ætti ekki að vera hér þrengsli til vandræöa. Eða mun ekki láta nærri, að hlut- föllin haii verið lík um alda- mót? I>á var þó ekki tilfinnan- leg húsnæðisekla hér. Þegar eftir að stríðið hófst, tók svo að segja fyrir allar húsa- byggingar hér, en íbúum bæjar- ins Ijölgaði þá jafnört og áður, eins og sézt á tölunum hér að framan. Var því sízt að kynja, þótt til vandræða leiddi, enda var svo komið 1918, að hús- næðisvandræðin þá mpnu lengi í minnum höfð. En svo var farið að byggja, og á síðustu árum hefir íbúðar- húsum fjölgað bér niörgum sinn- um örar en nokkuru sinni áður, einkum fyrst í stað eftir að stríðshömlunurn linti. Aftur á móti sýna manntalsskýrslur, að ibúum hefir ekki fjölgað meira á ári en áður, og hlutfallslega heldur minna. Af þessu hefði nú átt aö leiða, að eitthvað hefði raknað úr húsnæðisvand- ræðunum, en því er þó eigi að heilsa. Það er jafnvel engu minni erfiðleikum bundið fyrir fjöl- skyldumann að ná sér i íbúð nú heldur en 1918. Af hverju stafar þetta? Margar orsakir munu liggja til þess og mismunandi veiga- miklar. Þýðir ekki að rekja þær hér. En eitt er þó vist, að hin nafntoguðu og illræmdu húsa- leigulög munu ekki eiga minst- an þáttinn í því. Lög þessi voru sett til þess, að reyna að bæta úr húsnæðisskortinum. Héldu sumir því fram fyrst, að þau gerði dálítið gagn, en nú gera þau vissulega ekki annað en ógagn eitt, og ætti því að af- nemast sem fyrst. Mun síðar vikið rækilegar að þessu máli. Skipahrakningar. í veðrinu mikla nú um helg- ina hafa öll botnvörpuskipin, sem voru að veiðum vestur á hinum svonefnda Hala, orðið fyrir meiri og minni hrakning- um, og um sum má óhætt segja, að þau sé heimt úr helju. Þau hafa nú verið að tínast hingað inn síðan í fyrrakvöld, og eru nú flest komin. ' Njörður misti annan bátinn, hinn laskaðist og eins bátaþilj- ur, og alt tók út, sem lauslegt var á þilfari. í brúnni brotnaði hurðin og rúður, milligerðir í lestum og skrikaði þar alt til. Skipið lagðist á hliðina og var ekki annað sýnna, en það mundi ekki fá rétt sig við aftur. Sætt var lagi til þess að ná öll- um hásetum framan úr háseta- klefa, og máttu þeir ekki vera að því að fara f vosklæði sin, og voru því allir gegndrepa og urðu að standa þannig lengi. Einn mann tók út úr brúnni. Kastaði sjórinn honum fram undir hvalbak, en er skipið reisti sig að framan, skoiaðist hann með sjónum alla leið aftur í skut. Varð honum það til lífs, að hann festi þar fótinn í vír, og gátu skipverjar sætt lagi að bjarga honum. Rán var nýlega lögð út á veiðar, en sneri aftur f rokinu og kom til Hafoarfjarðar á sunnudaginn og hafði mist ann- an skipsbátinn. Hilmir misti báða báta sína, bátaþilfar laskaðist mikið og aftursigla brotnaði. Ása misti loftskeytastangir sínar, en annað varð eigi til tjóns á skipinu. Á Þórólfi brotnuðu einnig loft- skeytastangirnar og bátar hans löskuðust eitthvað. Egill Skalla- grímsson misti báða bátana og bátaþiljur löskuðust. Draupnir kom með bát sinn mölbrotinn. Jón forseti misti sinn bát. Á Gulltoppi brotnaði bátur og loftskeytastengur, en öll lifrarföt sópuðust af þilfari. Öll voru skipin mjög illa til reika, eitt klakastykki frá siglu- húnum að sjómáli. Margir útlendir botnvörpung- ar komu hingað einnig undan rokinu, og sumir laskaðir. Voru hér alls 20 botnvörpuskip í höfn í gærdag. Það er ekki skemtilegt, að vertíðin skuli byrja þannig. Skip- in hljóta að tefjast hér meira eða minna vegna skemdanna, og sérstaklega mun verða ilt að útvega báta í stað þeirra, sem brotnað hafa eða týnzt. Kviksögur. Það er svo sem ekki ný bóía, að hinar og aðrar kviksögur spretti upp hér í bænum. Eru þær mjög mismunandi að eðli, sumar meinlausar, aðrar ekki. Meðal hinna slðarnefndu má telja það, er menn hafa það sér til gamans að hleypa á stað sögum um slys og skipatjón, sögum sem ekki eiga við nein rök að styðjast. Eins og öllum er kunnugt, hefir þetta verið eitt hið mesta mannskaðaár. Veðr- átta er sífelt hin versta, og allir þeir, sem eiga ástvini sina á sjónum, bera þvf sífeldan kviða í brjósti. Þarf því meir en lítil

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.