Dagblað

Tölublað

Dagblað - 12.02.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 12.02.1925, Blaðsíða 1
Fimtudag 12. febrúar 1925. ÍÞagðfað 1. árgangur. 10. tölubláð. Hrakningar þeii-, er botnvörpuskipin hafa nú orðið fyrir, og eru enn meiri heldur en sagt var frá i blaðinu i gær, gefa tilefoi til alvarlegrar um- hugsunar um það, hvort sjó- sóknirnar muni ekki vera með ofurkappi, enda þótt skipin séu góð. Það er auðvitað, að kapp' er gott, en það er þó bezt með forsjá. Og það er svo alkunna, að óþarfi er á að minna, að ís- lendingar sækja fiskveiðar hér við iand af miklu meira knppi heldur en nokkur önnur þ.jóð. Englendingar, sem stut-.da veið- ar bér við Iand á samskonar skipum og íslendingar, koma oft fisklausir heim, þótt íslend- ingar komi á sama tima eða styttri með hlaðafla. Og ástæðan til þessa er sú, að Englendingar hætta ekki skipum sinum á veiðar i öðrum eins veðrum og íslendingar. Nú i sumar, haust og vetur hafa botnvörpuskipin sótt veiðar á ný mið, hinn svonefnda »Hala«, sem er langt úti í regin- hafí. Margir spáðu því, að taka mundi fyrir veiðar þarna þegar haustaði að, því að þóttekki yrði ís til tálmunar, þá mundi þar ekki vært fyrir stórviðrum, og beinlínis hættulegt ad sigla skipum þangað. Þetta hefir nú ræzt. ' , Pegar ofviðri skellur á skipin þarna út í hafi, er í rauninni ekki nema um tvent að velja í skammdegi. Annar kosturinn er sá, að láta reka; hinn er sá að hleypa undan og þó hvorugur kosturinn hættulaus. Að taka land fyrir vestan er ekki hægt í dimmviðri. Meðan veiðar voru stundaðar áður á haustin fram undan Vestfjðrðum, gátu skipin oft hleypt inn á íirðina og legið þar óhult þangað til garðinum slötaði. Og þólti þó oft ilt að sækja veiðar á þau mið þegar lerð að skammdegi. Það er nií að vísu svo, að fleiri ferðir munu ekki farnar vestur nú um sinn, þvi að nú byija veiðar á Selvogsbanka. En þessu er skolið hér fram til at- hugunar, því að reynslan nú ætti að hafa sýnt bæði skip- stjórum og útgerðarmönnum það Ijóslega, að öllu má ofbjóða. Erincli send -AJþingl. Loftur Guðmundsson sækir um að Alþingi veiti sér þann styrk, að hann biði ekki beint fjárhagslegt Ijórt af kvikmynda- töku þeirri, er hann hefir 'haft með höndum hér innan lands, en haldinn muni verða um kr. 10000. 15 útgerðarmenn áiitokkseyri sækja um »styrk sem riflegast- an--------til byggingar fiskað- gerðarflatar (plans) við bryggju vora bér á Stokkseyri«. Þórarinn Jónsson frá Mjóa- firði sækir um 6000 kr. styrk til hljómleikanáms í Þýzkalandi. Arthur Gook trúboði á Akur- eyri, sækir um leyfi til að setja upp viðboðsstöð (broadcasting) f húsi sinu. Daniel Hjálmsson sækir um skaðabætur, alt að 20000 "kt. fyrir það er hann var svift- nr vegaverkstjórn 1913. Geir G. Þormar sækir um 3000 kr. styrk til framhalds- náms erlendis í tréskurðarlist og dráttlist. Jóo Ófeigsson adjunkt, sendir skýrslu um utanför sina og sæk- if um, að sér verði veittar 5000 kr. til þess að kynnast skóla- málum erlendis, en til vara, að sér verði veittur sá styrkur, sem nægi til að greiða kostnað- inn við starfrækslu embæltis sins neðan hann er erlendis. Btéttarlifafá. Fimm þingmenn í Neðri deild, þ^ir Bjarni Jónsson frá Vogij Jakob Möller, Tr. Þórhaílsson, H. J. Kristófersson og Magnús Jónsson bera fram eftirfarandi tillögu til þingsályktunar, óg verður ákveðið i dag hvérnig hún skuli ræðast: Neðri deild Alþingis ályktar að skora á stjórnina að krefjast þess af Dönum, að þeir skili oss öllum þeim munum íslenzk- um úr söfnum sinum, er eigi verður sannað um, að þeir séu þangað komnir með réttum eign- arheimildum. Greinargerð. Auk eðlilegs réttar, sem öll- um er auðsær, slyðjum vér þessa kröfu vora við það fordæmi, ér Danir tóku við Slesvik. Þk kröfð- ust þeir og fengu öll skjöl, ef snertu Slesvík, og alla muni þaðan, sem Voru i þýzkum söfn- Um. Má af þessu ætla, að Dön- um verði liúft að gera oss sömu skil sem Þjóðverjar gerðu þeim. VerÖtollur og 25% gengisriðauki. Með lögum sem gengu í gildi 1. april 1924 var lagður verð- lollur á nokkrar vórutegundir og áttu lögin að gilda til næstu áramóta. Toilur þessi hefir gefið rikinu ærnar tekjur, en lögin hafa þó vitanlega kostað almenning enn meira, þvi að á vörur þær, er voru fyrir í landinu þá er lögin gengu i gildi, munu verslanir yfirleitt hafa tagt verðhækkun, er samsvaraði tollinum. Þetta helir að sjátfsögðu verið gert vegna þess, að búist var við, að tap mundi verða á þeim vöru-

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.