Dagblað

Tölublað

Dagblað - 13.02.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 13.02.1925, Blaðsíða 1
Föstudag 13. febrúar 1925. ífragðlað I. árgangur. 11. tölublað. Sliemtanir eru margar og margvíslegar hér í borginni, og auðvitað misjafnar að sama skapi, en þó flestar fremur lé- legar. Veldur þar margt um, en þó líklega fyrst og frémst það, að margar þessar skemtanir eru bafðar annað hvort í góðgerða- skyni, eða þá til þess að afla fjár einhverju félagi, sem í krögg- um er. Er þá meira hugsað um nýungagirni borgarbúa, heldur en hitt, að hafa sem bezt að bjóða. En Reykvikingar eru ákaflega fíknir í skemtanir að eðlisfari og gera sér smátt að góðu. Er dómgreind þeirra, þá er meta skal gildi skemtana, yflrleitt fremur sljó og ástæðan er sú að henni hefir verið spilt á margan hátt. Þetta er ekki jafn ómerkilegt og margur hyggur, því að skemt- anir eru einn þátturinn í and- legu lífi bor^arbúa, og jafnvel ekki sá veiganiinsti. Þær hafa djúptæk áhrif, ýmist* til góðs, en þó oftast til hins verra. Og sérstaklega mun þessa gæta, þegar næsta kynslóð tekur við. Þá koma áhrif þessa fyrst greini- lega í Ijós. Reykjavík er nú orðin svo stór, að hún hefir tekið á sig borgarbrag, með öllum þeim erli og hvíldarleysi sem því fylgir. Af því stafar að miklu leyti skemtanafýsnin, að fólk hefir sára þörf fyrir tilbreytingu, en veit þó ekki nema óljóst hver sú tilbreyting þarf að vera. En hún er sú, að fá hvilt hugann, við eitthvað, sem hrilið getur hinn innra mann, og vakið nýj- ar hugsanaleiðir og hugsjónir. Þar til telst og alt það, er fróð- leik veitir, svo sem fyrirlestrar, enda þótt þeir geti naumast tal- ist til skemtana samkvæmt eðli sínu. Þessa mikla menningaratriðis hefir ekki verið gætt sem skyldi hér í bæ. Óátalið hafa farið hér fram, og fara enn fram skemt- anir, sem eru beinlínis skaðleg- ar andlegum þroska manna. Það er eins og mönnum finnist að hér eigi að gilda sú regla, sem er gullvæg manna í milli: Get- irðu ekki talað neitt gott um einhvern, þá skaltu þegja. En þetta er hinn mesti mis- skilningur. Það er ekki síður þörf á, að víta það sem miður fer, heldur en hrósa hinu, sem gott er. Og Dagblaðið mun af fremsta megni reyna að fylgja þeirri reglu. Ekki ætlar það þó að hefja neinar ofsóknir, heldur láta alla njóta sannmælis. Og þótt það viti, að sannleikanum verður hver sárreiðastur, mun það eigi vinna sér það til frið- ar, að hilma með þögninni yfir því, sem því þykir miður fara á því sviði, er hér hefir verið rætt. Ping-tíðindi. Neðri doild. Á dagskrá Nd. voru aðeins þrjú mál til 1. umr. í gær, og hið fjórða um hvernig ræða skyldi þingsályktunartillögu. — Hefði því mátt búast við stutt- um fundi, éftir því, sem áður hefir verið. En sú varð þó ekki raunin á. Urðu alllangar um- ræður um ölj málin þrjú, breyt- ingar á tekjuskatti, framlenging verðtolls og 25°/o gengisviðauka. Forsætisráðherra reifaði öll málin, en stjórnarandstæðingar skiftu með sér verkum á móti honum. Tekjnskattslögin. Fjármálaráðherra skýrði frv. og gat þess um leið að ýmsir mundu agnúar á tekjuskattslög- unum, og þyrfti þau því að breyt- ast, en tæplega kominn timi til gagngerðra breytinga enn, þar sem fullkomin reynsla væri ekki fengin, en hún mundi sennilega fást á þessu ári. Trgggvi Pórh. Frv. þetta mark- ar stefnu stjórnarinnar og stefn- an er ljós. Hún er sú að létta skatti af þeim sem breiðust hafa bökin og færa hann yfir á al- menning. Stjórnm var með annað frv. hér f gær um það, að létta af rfkissjóði berklaveikrakostn- aði og koma honuth á einstakl- inga sem nefskatti (frv. um sjúkratryggingar). Annað frv. ber hún fram í Ed. um það að hækka sóknargjöld um helming. Það er annar , nefskatturinn. Mótmæli ég þessari stefnu fyrir hönd margra þingmanna og mikils þorra þjóðarinnar. Og það má stjórnin vita, að frv. þetta skal ekki fara í gegn um þingið baráttulaust. Sigurjón Jónsson. Vona að fjár- hagsnefnd, sem sennilega fær þetta mál til meðferðar, athugi um leið annað atiiöi tekjuskatts- Iaganna, sem sé tekjuskatt af námsfé. Nu er það svo að náms- fé sem kemur frá aðstandendum er skaltskyll, en það fé er nem- endur leggja fram sjálfir undan- þegið skatti. Þetta er misrétti. Jón Baldvinsson. Þegar svo er komið, að veltiár kemur og út- gerðarfélögin hafa grætt miljónir, þá á að fara að undanþiggja þau skatti. Fjármálaráðherra taldi það mjög æskilegt, en hitt gleymdist honum, að skýra frá hve mikið tap ríkissjóður hefði af frv. þessu. Ég vonast til þess, að frv. þetta verði nú þegar drepið við þessa umræðu. > Fjármálaráðh.: Það er engin ástæða til þess að gera þessa litlu tilraun til bóta á skattalög- gjölinni að stefnumáli. Þaö er rangt bjá J. B. að það eigi að undanþiggja þenna miljónagróða, sem hann svo kallar. Skattur- inn dreifist aðeins á þrju ár. í ár greiða menn skatt af tekjun- um að þriðjungi, næsta ár er gróðinn allur skattlagðiir öðru sinni að þriðjungi og þriðja árið skattlagður enn að þriðjungi. Geri ég ekki ráð fyrir, að ríkis-

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.