Dagblað

Tölublað

Dagblað - 14.02.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 14.02.1925, Blaðsíða 1
 Laugardag 14. febrúar . 1925. I. árgangur. 12. tölublað. HIN illrætnda innfiutningshöft munu nú sennilega vera úr sögunni. Að minsta kosti er það gleðilegt tákn timanna, að þingmaður úr Framsóknai flokkn- um skuli hafa lýst yfir því í þinginu, að hann væri með því að afnema þau. Saga innflutningshaftanna er vandræðasaga frá upphafi til enda, og ætti að verða til þess að sýna mönnum mjög skil- merkilega hvað af því hlýzt, þegar á að fara að keyra versl- un og viðskifti í dróma. Reynsla þeirra ætti að nægja til þess, að ekki yrði fyrst um sinn fitjað upp á öðru eins. Það er þá fyrst, að lögin hafa aldrei náð tilgangi sínum, enda má vera, að þeim hafi af stjórn- arinnar hálfu verið slælega fram- fylgt, enda hefði árangurinn af því að framfylgja þeim til hins ýtrasta, aðeins orðið sá, að svilta ríkissjóð tekjum og koma á stað smyglun og lagabrotum á þeim sviðum, er slíkt heflr lítt verið iðkað áður. Þess vegna voru undanþágur veittar. En þessar undanþágur hlutu að verða tví- eggjað sverð og skapa misrélti, þannig, að sumir fengu undan- þágur, en öðrum var synjað um þær. Þetta hlaut að verða óvin- sælt. En það þarf alls eigi að slafa af því, að stjórnin hafi gert sér mannamun að neinu leyti. Því að engin ástæða var til þess að leyfa meiri innflutn- ing á neinni vöru, en telja verð- ur hæfilegt eftir því sem hag- skýrslur herma. Þegar svo inn- flutningsleyfi höfðu verið gefin fyrir þvi, eða álika, urðu þeir útundan, er seinast komu með beiðnir sinar um undanþágur. Og af þessu hcfir aftur leilt, að innflutningur á ýmsum vörum Jiefir komist á færri hendur en áður var. Því skal að vísu ekki neitað, að hugsjónin, sem lá á bak við lögin, var í eðli sinu góð. Ea svo er um margar hugsjónir, og eru þær þó óframkvæmanlegar, þpgar á á að herða. Menn, sem komnir eru til vits og ára, eru nú þannig gerðir, að þeir kæra sig ekkert um annarlega hand- leiðslu, hvorki handleiðslu ein- stakra manna né hins opinbera, um fjármál sin. Menn, sem eru/ fjár sfns ráðandi að lögum, vilja líka í reynd vera fjár sins ráð- andi. En það finst vist flestum, að þeir sé það ekki, ef þeir mega ekki kaupa það, sem þá lystir — ef hið opinbera tekur fram fyrir hendur þeirra sem strangur faðir við óforsjálan ungling. Gjöf Jóns Sigurðssonar. Verðlaun fyrir ritgerð um lögberg. Nefndin, sem kosin er af Al- þingi til þess að dæma um rit- gerðir og ákveða verðlaun fyrir þær af Gjöf Jón Sigurðssonar, heíir nýlega tildæmt Eggert Briem í Viðey verðlaunin fyrir rilgerð, er hann nefnir »Um lögberg« og fjallar um alþingis- hald til forna. Nefndina skípa þeir Hannes Þorsteinsson þjóðskjalavörður og prófessorarnir dr. Sigurður Nor- dal og dr. Pall Eggert Ólason. TJtsvni-öslíylda. sjómauua. Agúst Flygenring ber fram i Nd. frv. um, að bætt verði inn í lög um bæjarstjórn í Hafnar- fiiði, að útsvarsskylda nái til allra þeirra manna, sem lög- skráðir eru á gjaldárinu eigi skemur eu þrjá mánuði á skip, sem skrásett eru í Hafnarfirði, þótt eigi séu þeir þar búsettir, eða skip, sem þaðan ganga til fiskveiða eigi skemur en 3 mán- uði gjaldársins. Hlutaðeigandi skipseigendur eða útgerðarmenn skulu standa skil á útsvari þess- ara utanbæjarmanna, enda er þeim heimilt að halda eftir alt að 10°/o af kaupi slikra manna til greiðslu á útsvarinu sam- kvæmt tilkynningu niðurjöfn- unarnefndar, að lokinni auka- eða aðalniðurjöfnun útsvara, um útsvör þau, er þeim ber að standa skil á. Frv. er fram komið vegna ákvæða i lögum um bæjargjöld í Reykjavík, þar sem útsvars- skyldan er látin ná til allra þeirra manna, sem lögskráðir eru á skip, er eiga heimilisfang í Reykjavik, án tillits til þess, hvar þessir menn eiga heima. En þar af Ieiðir, að fjölda sjó- manna úr Hafnariirði, sem eru á skipum úr Reykjavík, verður þar gert að greiða útsvar, sem aftur rýrir- gjaldþol þeirra í Hafnarfírði. Hins vegar eru nokkrir sjómenn úr Reykjavik á skipum i Hafnarfirði, sem þá eftir sömu reglu ættu að gjalda útsvar þar, til þess að jöfnuður yrði á þessari tekjuheimild milli kaupstaðanna. r Afengisverslunin. Þeir Ásgeir Ásgeirsson og Sveinn Ólafsson bera fram i Nd. frv. um breytingar á lögum um einkasölu á áfengi. Eftir því á að leggja' áfengisverslunina undir landsverslun, »ríkissljórn- in getur sett lyfjafróðan mann forstjóra landsverslunar til að- stoðar og til eftirlits með lyfja- búðum og áfengiskaupum þeirra« Frv. er samhljóða frv. sem borið var fram á þinginu í fyrra, nema hvað flutningsmenn vilja, að lágmark álagningar á áfengi verði fært upp i 50°/o,

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.