Dagblað

Tölublað

Dagblað - 15.02.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 15.02.1925, Blaðsíða 1
Sunnudag 15. febrúar 1925. I. árgangur. 13 tölublað. (ITT af vandamálum þessa bæjar, og jafnvel ekki hið minsta, er uppeldi æsku- Jýðsins. Börn eru hér í raun- ihni friðlaus, eða voru það fyrir nokkrum árum. Síðustu árin hefir að vísu orðið nokkur breyting til batnaðar. Bærinn heflr látið gera leikvelli handa smábörnum, félag hefir myndast um það, að draga böra út úr mesta bæjarrykinu og annað fé- lag hefir útvegað mörgum börn- um sumarvist í Borgarfirði. Þelta er alt framför frá því sem áður var, en þó skortir enn mikið á, að vel sé. Hér í borginni er fjöldi barna allan sumartímann og eiga þau ekkert annað athvarf en götur bæjarins, eins og þær eru skemtilegar: ataðar í for í vætu- tíð, en svo rykugar í þurkum að þegar blæs, sér ekki út úr aug- unum fyrir moldroki. Þessi börn eru flest á því reki, að þau éru of stór til þess að verá á leik- völlunum (sem raunar eru eng- in fyrirmynd) og of ung til þess að sendast i sveit til snúninga. Þáð er nú svo, að bæjarstjórn er alls eigi treystandi til þess að ráða fram úr þessu vahdamáli. Það verður að gerast með sam- tökum einstakra manna. Og það sem reynslan nær í því efni er hún góð. En betur má þó ef duga skal, og eflaust eru marg- ar leiðir til, enda augljóst, að ein leið nægir ekki. Börnin eru svo mörg að þeim verður ekki öllum séð borgið í einum hóp. Hér skal aðeins bent á eina leið og væri hún farin yrði þó ef til vill nokkrum tugum barna færra a götunum um sumarmán- uðina. Hér í borginni er gróðrarstöð, og þar þarf mikio að vinna. Er henui svo vel í sveit komið, aÓ óviða í bærium mun vera holl- ara loftslag. Mætti sjálfsagt, ef vilji væri með, koma börnum þangað og láta þau læra garð- rækt, blómarækt og jarðrækt undir handleiðslu garðyrkju- stjóra. Með því móti fengi börn- in holla útivist, lærðu að vinna og fengi áhuga fyrir ræktun, en á hinn bóginn gæti vinna þeirra, þótt þau sé auðvitað ekki af- kastamikil, orðið gróðrarstöðinni til mikils gagns. Þetta gæti orðið börnunum hvort tveggja í senn, sumarfrí og sumarskóH, en gróðr- arstöðin fengi ókeypis vinnu- kraft, og það er aldrei of mikið af honum. í erlendum borgum hefir það gefist ágætlega, að hafa börn við s'lika sumarvinnu. Hún vekur hjá þeim áhuga, og áhug- inn skapar aftur starfslöngun og afkastasemi. Hér er ekki rúm til þess að ræða þetta mál rækilega. En mundi Búnaðarþingið ekki vilja Jtaka málið til meðferðar og láta uppi álit sitt um þessa hug- mynd? Væri Búnaðarþingið henni hlynt, þá væri þegar mikið fengið. Um Einar Jónsson myndhöggvara ritar Ragnar Lundborg i sænska Aftonbladet og segir þar á þessa leið: — Fyrir nokkru var reist fag- urt listasafn i Reykjavík, höfuð- stað fslands. Þar eru einvörð- ungu geymd listaverk Einars Jónssonar myndhöggvara. ís- lenzka rikið stendur straum af safninu og hefir með því veitt einum af fremstu sonum sínum viðurkenningu, manni, serii er heimsfrægur fyrir list sína og hefir stutt að því, að afla Is- landi virðingar og frama út á við. I safnhúsinu er enn frem- ur vinhustofa og ibúð fyrir lista- manninn, og getur hann unnið þar i ró og næði að list sinni. Með þessu hafa fslendingar einu sinni enn sýnt það, á hve háh menningarstigi þeir stánda. — — — Hér í Sviþjóð er Einar litt þeklur, en bæði í Englandi or Ameríku er hanh frægiir orð- inn. En þess er að vænta, að A ' Norma Talmadgej frægasta leikkona heimsins, leik- ur í kvikmynd þeirri, er nú er sýnd í Nýja Bio. hann heimsæki oss áður en langt um liður. Listamönnum yorúhi væri það mikið happ, ef hægt væri þá sarhtímis að hafa hér sýningu á nokkrum listaverkuni hans. Stjórnarfrumvörpi Skráning skipa. Eigi má skip skrá á landi hér, og óheimilt er skipi að hafa ísl. fána, nemá fullnægt sé eftirfarandi skilyrð- um: Ef einstakur maöur á skip, skal hann eiga rikisfang á fs- landi og hafa átt þar heimilis- fang samfleytt siðasta árið eða 5 ár. Ef skip eru eign félags, þar sem allir eru fullábyrgir, skulu 2/3 félagsmanna fulinægja skilyrðum um ríkis- og heim- ilisfang. Hið sama gildir um þau félög, þar sem sumir eru aðeins fullábyrgir, en auk þess skal félagið eiga heimilisfang og varnarþihg hér á landi, endá éigi hver af stjórnendum hluti I félaginu og fullnægi skilyrðum úni heimilisfang og rikisfang. Éf skiþ er eign félags með tak- markaðri ábyrgð, skal það eiga

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.