Dagblað

Tölublað

Dagblað - 15.02.1925, Blaðsíða 3

Dagblað - 15.02.1925, Blaðsíða 3
DAGBLAÐ 3 Álmennur borgarafundur um áíengMöggjöíina verður haldinn í livöld lcl. 8 í Templarahúsinu. -AJLlir kjósendar velkomnir. Undraverð. Ágætt KAFFI — brent og malað — fæst hjá ýmsum kaupmönnum á 2,10 pr. V* kg* Biðjið kaupmenn yðar um það. f heildsölu hjá Ólafi Jóhannessyni. Spítalastíg 2. Sími 1131. Tóm steinolíuföt kaupir hæsta verði Hf. Hrogn & Lýsi. Simi 262. JfeS0 Hús og byggingarlóÖir selur Jónas JEl. Jónsson, Vonarstræti 11 B. Áhersla lögð á hagkvæm viðskifti beggja aðilja K: ífið sem ég sel er ekki blandað neinum lélegum efnum, það er hrein, ómenguð úrvalsteg- und aí Riokaffi, Verðið þó lágt. Hanncs Jónsson, Langaveg 38. Dagatöl 1925 mjög smekkleg, kosta aðeins 75 aura. TdbaksMðin Austurstr. 12. Sími 1510. Sonnr járnbrniUnkóiiffalns. Vertu nú ekki að rjúfa hópinn, Kirk. Eg segi fyrir mitt leyti, að ég þarfnast hressingar eftir viðureignina við lögregluþjóninn. Þið verðið að hugsa um mig. — Eg skal koma þér í rúmið, mælti Kirk. En það var ekki við það komandi. Higgins hvaðst hafa heitið sínum góða vini, Locke, að fylgja honum til skips og lagt þar við dreng- skap sinn. Kirk var hræddur um að Higgins mundi gera einhver afglöp, ef hann væri ekki með honum. Hann reyndi þó að malda í mó- inn, en Higgins var ósveigjanlegur og Locke mátti ekki heyra það nefnt að þeir skildu. Seinast lét svo Kirk til leiðast að vera með þeim. Þeir vorn allir meira eða minna ölvaðir og það leið því ekki á löngu þangað til þeir höfðu að mestu gleymt því, sem fyrir kom um nótt- ina. Jeflerson Locke einn var eins og hann átti að sér, því að hann hafði altaf í laumi drukkið vatn þegar aðrir drukkn »genever«. Hinir tóku ekkert eftir þessu vegna þess hve ölvaðir þeir voru. í dagrenningu voru þeir staddir í veitingahúsi nokkuru, þar sem venjulega komu aðeins menn af lægstu stigum. Rmgold lá steinsofandi fram á óþrifanlegt borð. Anthony hafði komist að því að þjónninn gat sungið og sat hann nú við gamalt hljóðfæri og lék undir. Higgins og Locke töluðu saman í hljóði. Þetta var heldur leiðinlegur staður — knæpa, sem var opin alla nóttina. Flestir voru farnir heim og daggesíir voru ekki komnir. Higgins var orðinn loðmæltur og eldrauður af drykkju, en hann masaði altaf. Locke sneri andliti að dyrum og hafði góðar gætur á öllu því er fram fór. í hvert sinn er dyrnar voru opnaðar hrökk hann saman og það fór hrollur um hann í hvert skifti sem einhver kom inn. Hann var ýmist fölur sem nár eða rauður sem blóð og leit altaf öðru hvoru á úr sitt og gaf varla gaum að vaðlinum i Higgins. — Bezti maður, sem eg hefi nokkuru sinni kynzt, sagði Higgins í hundraðasta skifti. Hann hefir að eins tvo galla. Hann er of óframfærinn og hann er latur — nennir ekki að vinna. — Er það Anthoný? — Já. — Þið eruð víst góðir vinir. — Já, ég hefði nú haldið það. — Munduð þér ekki hafa gaman af því að leika á hann. — Leika á hann! Það er ekki hægt. Hann er langgáfaðastur af okkur öllum. Eg hefi reynt að leika á hann, en það hefir altaf bitnað á mér sjálfum. Já, herra Locke, hann er gáfaður.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.