Dagblað

Útgáva

Dagblað - 17.02.1925, Síða 1

Dagblað - 17.02.1925, Síða 1
ESS hefir verið getið hér í blaðinu, að stjórnin leggur nú fyrir Alþingi frv. til laga um að koma hpr á fót varalög- reglu. Eftir frv. þessu eru allir karlmenn á aldrinum 20—50 ára skyldir til þess, að vera i lögregluliði þessu, og starfa þar kauplaust, aðrir en yfirmaður og ‘flokksforingjar. Frv. þetta hefir þegar áður en það kemur tii umræðu i þinginu, mætt tals- verðri mótspyrnu meðal alþýðu, og hefir ef til vill sumstaðar verið gert helzti mikið úr þvi. En hitt getur engum dulist, að samkvæmt frv. þessu er verið uð leggja nokkurskonar her- skyldu á þjóðina, eða að minsta kosti þann hluta hennar, sem i kaupstöðum á heima. Og með f'rv. er líka verið að stofna nýja embættismannastétt i landinu; en mörgum finst nú nóg komið af embættismönnum, og það hefir virzt eindreginn vilji þings og þjóðar nú að síðustu, að reyna fremur að fækka þeim en fjölga. Og sumum virðist sem rikissjóður hafi nóg á sinni könnu, þótt ekki sé farið að stofna til nýrra embætta. Það mun láta nærri, eftir fjárlaga- frv. þvi, er nú liggur fyrir þing- inu, að ríkið greiði 2BU—3 milj- ónir króna á ári í allskonar embættislaun. Það er nú alls eigi svo lftil fúlga. Sumir kunna nú að segja, að það geti ekki munað mikið um laun þessara varalögregluforingja. En viti þeir þá, að fleira kemur til greina. Það mun þurfa að láta þessu lögregluliði í té einkennisbún- inga, og það verður ríkið að gera. Mun láta nærri, að þurfa muni 5000 einkennisbúninga. Og svo kemur margskonar annar kostnaður, eins og hver maður getur sagt sér sjálfur. Það er heldur ekkert tilhlökk- unarefni fyrir menn. að vera kvaddir í lið þetta, því að þótt ekki þurfi að búast við því, að það standi í miklum stórræðum, þá mun þó þurfa að æfa liðið, venja menn á að vera samtaka og kenna þeim að hlýða. Slíkt tekur alt tima og timinn er pen- ingar, eins og allir vita, en ekk- ert endurgjald kemur fyrir þann tima, sem til þessa gengur. En eigi nú ekki að taka alla i þetta lið, heldur eitthvert »úrval« — og margt virðist benda til að svo muni verða í reyndinni — þá skapast misrétti meðal þegn- anna. Og eina ráðið til þess að jafna það, er að launa öllum lög- reglumönnum starfa þeirra, láta þá hafa mála, og þá fer nú kostnaðurinn að aukast. Annars eru slík lög sem þessi allsendis óþörf, því nú þegar er hver maður skyldugur til þess að vera lögreglu til aðstoðar, hvenær sem er. Lögreglustjórar geta, án þess að lög sem þessi komi til, kallað hvern fulltíða karlmann sér til aðstoðar og ætti það að vera nægilegt. Borgarafundur var haldinn í G.-T.-húsinu á sunnudagskvöld. Var hann eigi fjölmennur. Munu fundarmenn hafa verið Templarar nær ein- göngu. 8 fundarályktanir voru samþ., flestar í einu hljóði. Fundurinn félst á breytingafrv. stjórnarinnar, sem sagt er frá á öðrum stað í blaðinu, nema hvað hann vildi hafa sektar- ákvæði hærri og afnema »lækna- brennivín« með öllu. Þá var og vítt meðferðin á smyglunarmál- um »Marions« og »Veiðibjöllunn- ar«. Þá 'Var þess krafist, að á- fengisbækur væri teknar af þeim, sem fara ólöglega með þær. Skorað var á rikisstjórn, að rannsaka vandlega rekstur á- fengisverslunarinnar og víkja tafarlaust frá þeim starfsmönn- um, sem láta áfengi ólöglega af höndum »eða sterkar líkur eru til að við slikt athæfi séu riðn- ir«. Þá var þess krafíst, »að skipaður verði sérstakur dóm- ari, er fari með öll brot á bann- lögunum, bæði til rannsóknar og dóms«. »Fundurinn krefst þess, að rfkisstjórnin gæti þess vandlega að lyfjabúðirnar láti ekki af hendi áfengi á ólögleg- an hátt, hvorki án lyfseðla né eftir ólöglega útbúnum lyfseðl- um«. »Fundurinn krefst þess, að héraðslækninum í Keflavík verði tafarlaust vikið úr embætti« — samþ. með 29 : 10 atkv. Bannlögin. Enn á að leggja nýja bót á það gamla fat. Leggur stjórnin fyrir þingið frv. til breytinga á lögunum, og gengur það aðal- lega í þá átt, að hækka sektar- ákvæðin og koma í veg fyrir að menn geti »setið af sér« sektir, ef þeir eru svo efnum búnir að geta greitt þær. Hér skal talið nokkuð af hinum nýju sektarákvæðum: Fyrir að flytja inn áfengi í gróðaskyni 500—5000 kr. í fyrsta sinn, 1000—10000 kr. í annað sinn og 2000—20000 í þriðja sinn.1) Fyrir að flytja inn áfengi handa sjálfum sér 100—2000 krónur. Fyrir að skýra rangt frá um áfengisbirgðir skips 200— 2000 kr. Fyrir að hafa áfeng- issölu að atvinnu, ekki minna en mánaðar fangelsi, auk sekta og hegningarvinnu alt að 1 ári, ef miklar sakir eru. Fyrir að taka þátt í ólöglegum innflutn- ingi áfengis 50—500 kr. Fyrir að láta áfengi af hendi lyfseðils- laust í lyfjabúð 200—5000 kr. Sé þrisvar brotið þannig, missir lyfsali lyfsöluleyfi. Láti læknir 1) Auk þess skal sökudólgur sæta fangelsi eða hegningarvinnu, alt að 2 árum, ef brotið er itrekað.

x

Dagblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.