Dagblað

Tölublað

Dagblað - 17.02.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 17.02.1925, Blaðsíða 2
2 DAGB LAÐ af höndum lyfseðil á áfengi, og það geti ekki talist til lækninga, eða brýtur aðrar reglur laganna, sæti hann 200—5000 kr. sekt fyrsta sinn, helmingi meira næst, og missi leyh til að gefa út áfengisseðla í þriðja sinn. Nú flytur skip hingað ólöglega á- fengi, svo að telja megi veru- legan hluta af farmi þess, og skal það þá gert upptækt með dómi til handa ríkissjóði. Skip skal ávalt vera að veði til trygg- ingar greiðslu á sektum eða málskostnaði. Þá er skip fallið undir lögin, er það er komið inn fyrir landhelgi, en landhelgi telzt í þessum lögum ná -4 sjó- milur út fyrir yztu annes og sker, og lokar fjörðum, sem pkki eru breiðari en 12 sjómílur. Erindi send Alþing-i. 27 búendur i . Borgarhafnar- hreppi skora á Alþingi að veita í ár 300 kr. til að kaupa ferju á Hornafjörð og 50 kr. á ári til viðhalds ferjunni. 187 ibúar Dalasýslu lýsa ó- ánægju sinni út af nokkrum ósanngjörnum og ófrægjandi blaðagreinum, er út hafa komið til andmæla Staðarfelli sem skólasetri og skora á Alþingi að vinna að því, að skólinn verði reistur sem fyrst. Jón Bjarnason húsmaður á ísafirði og Guðsteinn Einarsson formaður í Bolungarvík, sækja um 20 þús. kr. styrk til þess að leita að fiskimiðum við Græn- land og athuga þar skilyrði fyrir hverskonar veiðiskap. Hreppsnefnd Ólafsfjarðar- hrepps fer þess á leit, að Ólafs- fjörður verði gerður að sérstöku læknishéraði, eða að hreppnum verði árlega veitt fjárhæð til læknishalds, er nemi hálfum læknislaunum með dýrtíðarupp- bót. Eiríkur prestur Stefánsson að Torfastöðum fer þess á leit, að rikissjóður kaupi af sér til handa prestsetrinu íveruhús* ásamt 5 útihúsum. Nefnd til undirbúnings stofn- unar héraðsskóla i Árnessýslu sækir um styrk til skólastofn- unarinnar, er nemi a. m. k. */s stofnkostnaðr og til árlegs rekst- rar a. m. k. sem svarar launum skólastjóra. Borgin. Stefán skáld frá Hvítadal hefir dvalið hér í borginni um mánaðar- tfma. Hann fer nú'einhvern daginn til Vífilsstaða, og dvelur par um hrið sér til beilsubótar. lá við slysi. Á sunnudaginn datt drengur í Tjörnina þar sem vök er eftir ístöku. Er Tjörnin þar djúp og hefði drengurinn eflaust druknað ef fullorðinn maður hefði ekki verið þar nærstaddur, stokkið út í vökina og náð í hann. Tíðarfar. í gær var kyrt veður um alt land og lítið frost víöast. Pó voru 7 stig í Seyðisfirði, 14 á Grímsstöðum og 12 á. Raufarhöfn. Bjartviðri alls staðar og loftvog stöðug. Búist við austlægri átt sunn- an og vestanlands og hægviðri á austurlandi. Ekkert samband var enn við ísafjörð. Villemoes kom hingað í fyrradag með koiafarm til Eimskipafélagsins. Fylla lá í Viðey í gær og tók kol. Látin er á Stokkseyri Gyðriður Hjaltadóttir, móðir Hjálmtýs Sig- urðssonar kaupmanns. Utflutningrnr íslenzkra afurða hef- ir numið 6,252,800 krónum í janúar- mánuði, samkvæmt skýrslu Gengis- nefndar. I*ar af eru kr. 3,731,986 fyr- ir verkaðan fisk, kr. 1,172,134 fyr- ir óverkaðan fisk og rúmlega 1 milj. kr. fyrir isfisk, eða samtals nær 6 miljónir fyrir fisk. Um 9000 rjúpur voru iluttar út í janúarmánuði. Sudurland fer ekki til Borgarness i dag eins og til stóð, heidur þ. 19. þ. m. Bíður eftir fulltrúum Búnað- arþingsins. Gulifoss fer frá Kaupmannahöfn i kvöld. Útilegubátarnir. Pessir bátar komu hingað um helgina: Hermóður (eign Sigurðar Hallbjörnssonar, ísafirði) með 44þús. ® fiskjar, ísleifur (eigandi Magnús Thorberg Ísafiröi) með 36 þús., Nanna (eig. Hf. Hrogn A Lýsi o. fl.) með 32 þús. Percy (eign Jóh. Eyfirðings & Co.) með um 40 þús. og Gissur hvíti með um 52 þús. tí!%: ÍDagSlað. , f Arni Óla. Ritstjórn: j G. Kr. Guðmundsson. Afg ogðsla i Lækjartorg 2. skrifstofa j Sími 744. Ritstjórn til viðtals kl. 1—3 síðd„ Prentsmiðjan Gutenberg hf. Auglýsingaverð: Kr 1.50 pr. cm. Blaðverð: 10 aura eint. Fiskifélngið. Aðalfundi þess var lokið i gær. Fulltrúar á Fiskiþing voru kosnir: Bjarni Sæmundsson fiskifræðingur, Magnús Sigurðsson bankastjóri, Jón Óiafsson og Geir Sigurðsson skipstjórar. Til vara A. V. Tulinius, Sigurjón A. Ólafsson, Óskar Halldórsson og Matthias Ólafsson. Kvikmyudahúsin. Nýja Bio sýnir nú mynd sem mikið er af látið, enda leika í henni beztu Ieikendnr Bandaríkjanna, Norma Talmadge og Convay Tearle. Gamla Bio sýnir líka góða mynd. Leikur Gloria Swanson aðalhlut- verkið. Botnia kom hingað í gær. Meðai farþega var Knud Zimsen borgarstj. Sagt er að botnvörpungarnir, sem voru að veiðum vestra um fyrri helgi, hafi fengið aðvörunarskeyti frá loftskeytastöðinni á Jan Mayen um það að fárviðri væri í nánd. Væri betur að þeir hefði tekið þá aðvörun til greina og að þeir minn- ist þessa framvegis, er þeir fá slík skeyti. Aðkomnmenn. Guðbrandur Magn- ússon kaupfélagsstjóri i Hallgeirsey, Porsteinn kaupféiagssljóri Jónssoa i Reyðarfirði, Jón bóndi Jónsson í Stóradal. Sitja þeir á fundum, sem stjórn S. í. S. heldur um þessar mundir. Samsæti héldu Búnaðarþingmenn og aðrir starfsmenn Búnaðarfél. Halidóri Vilhjálmssyni skólastjóra á laugardagskvöld í minningu fimt- ugsafmælis hans. Sama dag var honum afhent gjöf frá samverka- mönnum og nemendum, hylla, er Ríkarður Jónsson hinn oddhagi hefir smíðað, og er það hinn mesti kjörgripur. Búnaðarþingina verður sennilega slitið i dag. Sjárarföil. Ardegisflæður kl. 11,5& og kl. 12,20 í nótt.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.